Kristín, Víðir og Þorvaldur í Pallborðinu á Vísi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2021 14:30 Allt klárt fyrir Pallborðið á Vísi. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra og Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur mæta í Pallborðið á Vísi klukkan þrjú í dag og ræða jarðskjálftahrinuna á Reykjanesi. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu hér fyrir neðan og í beinni textalýsingu neðst í fréttinni. Þá mæta einnig þær Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands og Elfa Dögg Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna og sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, til þess að ræða jarðskjálftahrinuna. Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju síðustu daga og í nótt hafa nokkrir skjálftar mælst stærri en fjórir. Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi og möguleg eldsumbrot hafa haft mikil áhrif á þjóðfélagið. Engin merki sjást um gosóróa en sérfræðingar munu fara um svæðið í dag til þess að mæla í sprungum. Vísindaráð almannavarna greindi frá því í gær að líklegasta skýring jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesi vera að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu. Gervihnattamyndir sýna meiri færslu á landinu en áður var vitað. Talið er að kvikuinnskotið sé undir Fagradalsfjalli. Almenningi gefst kostur á að senda spurningar í þáttinn í gegnum netfangið ritstjorn@visir.is og við beinu útsendinguna á Facebook-síðu Vísis. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, á Facebook eða í spilaranum hér fyrir ofan og einnig fylgjast með í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.
Þá mæta einnig þær Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands og Elfa Dögg Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna og sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, til þess að ræða jarðskjálftahrinuna. Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju síðustu daga og í nótt hafa nokkrir skjálftar mælst stærri en fjórir. Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi og möguleg eldsumbrot hafa haft mikil áhrif á þjóðfélagið. Engin merki sjást um gosóróa en sérfræðingar munu fara um svæðið í dag til þess að mæla í sprungum. Vísindaráð almannavarna greindi frá því í gær að líklegasta skýring jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesi vera að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu. Gervihnattamyndir sýna meiri færslu á landinu en áður var vitað. Talið er að kvikuinnskotið sé undir Fagradalsfjalli. Almenningi gefst kostur á að senda spurningar í þáttinn í gegnum netfangið ritstjorn@visir.is og við beinu útsendinguna á Facebook-síðu Vísis. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, á Facebook eða í spilaranum hér fyrir ofan og einnig fylgjast með í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.
Pallborðið Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira