Leyfist mér að fá hausverk um helgar? Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2021 12:01 Markmið lyfjalaga nr. 100/2020 er að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni, sbr. 1. gr. laganna. Regluverkið er nýlega endurskoðað en tekur ekki mið af því að heimila lausasölu lyfja í öðrum verslunum en lyfjabúðum eða lyfjaútibúum. Regluverkið býr því ennþá til hindranir fyrir aðgengi að nauðsynlegri vöru. Ég dreg hér í efa að markmiði laganna sé náð með jafn skilvirkum hætti og hægt er. Samkvæmt lyfjalögum fer smásala lausasölulyfja einungis fram í lyfjabúð eins og að framan er greint. Lausasölulyf eru þau lyf sem heimilt er að afgreiða án þess að lyfjaávísun sé framvísað, til dæmis hita- og verkjastillandi og bólgueyðandi lyf, hóstasaft o.fl. Ákvörðun um hvort lyf sé lyfseðilsskylt eða ekki er tekin af Lyfjastofnun þegar lyf er skráð hér á landi. Forsenda þess að lyf fari í lausasölu er að það sé öruggt í notkun og verkun og hafi ekki í för með sér hættu á misnotkun, fíkn né alvarlegar aukaverkanir. Frelsismál – gott mál Það er því alveg ljóst að um er að ræða örugg lyf sem óhult er að treysta hinum almenna borgara til að versla í matvöruverslun jafnt sem apóteki. Það er óhætt að stunda viðskipti með lausasölulyf eins og almennt gengur og gerist í vestrænum ríkjum. Er hér því hér um að ræða mál sem auka mun frjálsræði einstaklingsins sem stuðla mun einnig að auknu athafna- og viðskiptafrelsi. Skiptir gríðarlegu máli á landsbyggðinni Smærri byggðarkjarnar líða fyrir skertan opnunartíma apóteka. Bæta þarf aðgengi almennt að lyfjum á landsbyggðinni og yrði verslun á lausasölulyfjum heimiluð í matvöruverslunum væri það mikið framfaraskref. Að fólk eigi þann kost á að fá hita- eða verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga á landsbyggðinni. Að barnafólk þurfi ekki að vita nákvæmlega hvenær þörf er á að eiga birgðir af stílum, því veikindi barna gera sjaldnast boð á undan sér. Heimilt er að veita undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, sbr. 3. mgr. 33. gr. lyfjalaga, en það á einungis við þegar ekki er starfrækt apótek á svæðinu. Þá ber einnig að hafa í huga að þessa undantekningu ber að túlka með þröngum hætti og nær því undanþága til ansi afmarkaðra tilvika. Jafnara aðgengi að heilbrigðisþjónustu Þá er einnig tíundað í lyfjalögum að lyfjadreifing er hluti heilbrigðisþjónustu. Með því að heimila lausasölu lyfja utan lyfjabúða og lyfjaútibúa er aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt. Að heimila lausasölu lyfja er einfalt skref sem reynast mun almenning í landinu gríðarlega mikilvægt. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Lyf Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Markmið lyfjalaga nr. 100/2020 er að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni, sbr. 1. gr. laganna. Regluverkið er nýlega endurskoðað en tekur ekki mið af því að heimila lausasölu lyfja í öðrum verslunum en lyfjabúðum eða lyfjaútibúum. Regluverkið býr því ennþá til hindranir fyrir aðgengi að nauðsynlegri vöru. Ég dreg hér í efa að markmiði laganna sé náð með jafn skilvirkum hætti og hægt er. Samkvæmt lyfjalögum fer smásala lausasölulyfja einungis fram í lyfjabúð eins og að framan er greint. Lausasölulyf eru þau lyf sem heimilt er að afgreiða án þess að lyfjaávísun sé framvísað, til dæmis hita- og verkjastillandi og bólgueyðandi lyf, hóstasaft o.fl. Ákvörðun um hvort lyf sé lyfseðilsskylt eða ekki er tekin af Lyfjastofnun þegar lyf er skráð hér á landi. Forsenda þess að lyf fari í lausasölu er að það sé öruggt í notkun og verkun og hafi ekki í för með sér hættu á misnotkun, fíkn né alvarlegar aukaverkanir. Frelsismál – gott mál Það er því alveg ljóst að um er að ræða örugg lyf sem óhult er að treysta hinum almenna borgara til að versla í matvöruverslun jafnt sem apóteki. Það er óhætt að stunda viðskipti með lausasölulyf eins og almennt gengur og gerist í vestrænum ríkjum. Er hér því hér um að ræða mál sem auka mun frjálsræði einstaklingsins sem stuðla mun einnig að auknu athafna- og viðskiptafrelsi. Skiptir gríðarlegu máli á landsbyggðinni Smærri byggðarkjarnar líða fyrir skertan opnunartíma apóteka. Bæta þarf aðgengi almennt að lyfjum á landsbyggðinni og yrði verslun á lausasölulyfjum heimiluð í matvöruverslunum væri það mikið framfaraskref. Að fólk eigi þann kost á að fá hita- eða verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga á landsbyggðinni. Að barnafólk þurfi ekki að vita nákvæmlega hvenær þörf er á að eiga birgðir af stílum, því veikindi barna gera sjaldnast boð á undan sér. Heimilt er að veita undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, sbr. 3. mgr. 33. gr. lyfjalaga, en það á einungis við þegar ekki er starfrækt apótek á svæðinu. Þá ber einnig að hafa í huga að þessa undantekningu ber að túlka með þröngum hætti og nær því undanþága til ansi afmarkaðra tilvika. Jafnara aðgengi að heilbrigðisþjónustu Þá er einnig tíundað í lyfjalögum að lyfjadreifing er hluti heilbrigðisþjónustu. Með því að heimila lausasölu lyfja utan lyfjabúða og lyfjaútibúa er aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt. Að heimila lausasölu lyfja er einfalt skref sem reynast mun almenning í landinu gríðarlega mikilvægt. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2021.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar