Leyfist mér að fá hausverk um helgar? Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2021 12:01 Markmið lyfjalaga nr. 100/2020 er að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni, sbr. 1. gr. laganna. Regluverkið er nýlega endurskoðað en tekur ekki mið af því að heimila lausasölu lyfja í öðrum verslunum en lyfjabúðum eða lyfjaútibúum. Regluverkið býr því ennþá til hindranir fyrir aðgengi að nauðsynlegri vöru. Ég dreg hér í efa að markmiði laganna sé náð með jafn skilvirkum hætti og hægt er. Samkvæmt lyfjalögum fer smásala lausasölulyfja einungis fram í lyfjabúð eins og að framan er greint. Lausasölulyf eru þau lyf sem heimilt er að afgreiða án þess að lyfjaávísun sé framvísað, til dæmis hita- og verkjastillandi og bólgueyðandi lyf, hóstasaft o.fl. Ákvörðun um hvort lyf sé lyfseðilsskylt eða ekki er tekin af Lyfjastofnun þegar lyf er skráð hér á landi. Forsenda þess að lyf fari í lausasölu er að það sé öruggt í notkun og verkun og hafi ekki í för með sér hættu á misnotkun, fíkn né alvarlegar aukaverkanir. Frelsismál – gott mál Það er því alveg ljóst að um er að ræða örugg lyf sem óhult er að treysta hinum almenna borgara til að versla í matvöruverslun jafnt sem apóteki. Það er óhætt að stunda viðskipti með lausasölulyf eins og almennt gengur og gerist í vestrænum ríkjum. Er hér því hér um að ræða mál sem auka mun frjálsræði einstaklingsins sem stuðla mun einnig að auknu athafna- og viðskiptafrelsi. Skiptir gríðarlegu máli á landsbyggðinni Smærri byggðarkjarnar líða fyrir skertan opnunartíma apóteka. Bæta þarf aðgengi almennt að lyfjum á landsbyggðinni og yrði verslun á lausasölulyfjum heimiluð í matvöruverslunum væri það mikið framfaraskref. Að fólk eigi þann kost á að fá hita- eða verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga á landsbyggðinni. Að barnafólk þurfi ekki að vita nákvæmlega hvenær þörf er á að eiga birgðir af stílum, því veikindi barna gera sjaldnast boð á undan sér. Heimilt er að veita undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, sbr. 3. mgr. 33. gr. lyfjalaga, en það á einungis við þegar ekki er starfrækt apótek á svæðinu. Þá ber einnig að hafa í huga að þessa undantekningu ber að túlka með þröngum hætti og nær því undanþága til ansi afmarkaðra tilvika. Jafnara aðgengi að heilbrigðisþjónustu Þá er einnig tíundað í lyfjalögum að lyfjadreifing er hluti heilbrigðisþjónustu. Með því að heimila lausasölu lyfja utan lyfjabúða og lyfjaútibúa er aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt. Að heimila lausasölu lyfja er einfalt skref sem reynast mun almenning í landinu gríðarlega mikilvægt. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Lyf Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Markmið lyfjalaga nr. 100/2020 er að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni, sbr. 1. gr. laganna. Regluverkið er nýlega endurskoðað en tekur ekki mið af því að heimila lausasölu lyfja í öðrum verslunum en lyfjabúðum eða lyfjaútibúum. Regluverkið býr því ennþá til hindranir fyrir aðgengi að nauðsynlegri vöru. Ég dreg hér í efa að markmiði laganna sé náð með jafn skilvirkum hætti og hægt er. Samkvæmt lyfjalögum fer smásala lausasölulyfja einungis fram í lyfjabúð eins og að framan er greint. Lausasölulyf eru þau lyf sem heimilt er að afgreiða án þess að lyfjaávísun sé framvísað, til dæmis hita- og verkjastillandi og bólgueyðandi lyf, hóstasaft o.fl. Ákvörðun um hvort lyf sé lyfseðilsskylt eða ekki er tekin af Lyfjastofnun þegar lyf er skráð hér á landi. Forsenda þess að lyf fari í lausasölu er að það sé öruggt í notkun og verkun og hafi ekki í för með sér hættu á misnotkun, fíkn né alvarlegar aukaverkanir. Frelsismál – gott mál Það er því alveg ljóst að um er að ræða örugg lyf sem óhult er að treysta hinum almenna borgara til að versla í matvöruverslun jafnt sem apóteki. Það er óhætt að stunda viðskipti með lausasölulyf eins og almennt gengur og gerist í vestrænum ríkjum. Er hér því hér um að ræða mál sem auka mun frjálsræði einstaklingsins sem stuðla mun einnig að auknu athafna- og viðskiptafrelsi. Skiptir gríðarlegu máli á landsbyggðinni Smærri byggðarkjarnar líða fyrir skertan opnunartíma apóteka. Bæta þarf aðgengi almennt að lyfjum á landsbyggðinni og yrði verslun á lausasölulyfjum heimiluð í matvöruverslunum væri það mikið framfaraskref. Að fólk eigi þann kost á að fá hita- eða verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga á landsbyggðinni. Að barnafólk þurfi ekki að vita nákvæmlega hvenær þörf er á að eiga birgðir af stílum, því veikindi barna gera sjaldnast boð á undan sér. Heimilt er að veita undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, sbr. 3. mgr. 33. gr. lyfjalaga, en það á einungis við þegar ekki er starfrækt apótek á svæðinu. Þá ber einnig að hafa í huga að þessa undantekningu ber að túlka með þröngum hætti og nær því undanþága til ansi afmarkaðra tilvika. Jafnara aðgengi að heilbrigðisþjónustu Þá er einnig tíundað í lyfjalögum að lyfjadreifing er hluti heilbrigðisþjónustu. Með því að heimila lausasölu lyfja utan lyfjabúða og lyfjaútibúa er aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt. Að heimila lausasölu lyfja er einfalt skref sem reynast mun almenning í landinu gríðarlega mikilvægt. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2021.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun