Stórum hluta Álfhólsskóla lokað vegna myglu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2021 17:21 Myglan fannst í Álmu 5 í Álfhólsskóla, Hjalla í Kópavogi. aðsend mynd Einni álmu í Álfhólsskóla í Kópavogi verður lokað vegna myglu sem fundist hefur í þaki byggingarinnar. Lokunin tekur gildi frá og með morgundeginum og er gerð í varúðarskyni til að vernda nemendur og starfsmenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Myglan kom upp í því sem kallað er Álma 5 í Álfhólsskóla, Hjalla og stendur í norðvesturhorni lóðar skólans næst Álfhólsvegi. Álman nær yfir um fjórðung skólans og er rúmir ellefu hundruð fermetrar. Byggingin hýsir meðal annars stofur undir list- og verkgreinar auk sérkennslustofa. Alls sækja um fjögur hundruð nemendur í fimmta til tíunda bekk Álfhólsskóla, Hjalla. Skólastjórnendur hyggjast hitta alla nemendur á morgun og útskýra stöðu mála. Tilkynninguna í heild sinni má finna hér að neðan: „Einni álmu Álfhólsskóla verður lokað frá og með fimmtudeginum 4.mars vegna myglu sem greinst hefur í þaki byggingarinnar. Lokunin er gerð sem varúðarráðstöfun til að vernda nemendur og starfsmenn. Um er að ræða þann hluta húsnæðis Álfhólsskóla, Hjalla, sem kallast álma 5 og stendur í norðvesturhorni lóðar Álfhólsskóla, Hjalla, alveg við Álfhólsveg. Byggingin hýsir meðal annars stofur fyrir list- og verkgreinar auk sérkennslustofa. Álma 5 nær yfir um fjórðung Álfhólsskóla, Hjalla, að flatarmáli eða 1.130 fermetra. Í Álfhólsskóla, Hjalla, eru 5. til 10. bekkur Álfhólsskóla, alls um 400 nemendur. Stjórnendur Álfhólsskóla vinna nú ásamt kennurum og öðru starfsfólki að endurskipulagningu á kennslu sem raskast óneitanlega þegar loka þarf heilli álmu. Niðurstaða endurskipulagningar mun liggja fyrir á allra næstu dögum en tekið skal fram að nemendum verður tryggð kennsla. Ákvörðunin um lokun er tekin í kjölfar þess að myglusveppur hefur greinst í þaki álmunnar. Einnig mælist hækkaður raki undir botnplötu sem að öllum líkindum rekja má til stíflu sem fannst í drenlögn vestan við húsið. Verið er að greina sýni sem tekin voru úr gólfdúk til að kanna hvort mygla hafi náð fótfestu undir dúknum. Aðdragandi lokunarinnar er sá að starfsmaður fór að finna fyrir einkennum sem fylgja raka- og mygluskemmdum. Eftirgrennslan leiddi í ljós raka undir gólfdúk sem strax var gengið í að laga. Í framhaldinu var ákveðið að fara í ítarlegri skoðun á húsnæðinu og kom þá í ljós að það greindist myglusveppur í þaki álmunnar. Verið er að rannsaka hvort myglan hefur náð að hafa áhrif á loftgæði í kennslustofum, niðurstaða liggur ekki fyrir, en með öryggi nemenda og starfsfólks að leiðarljósi er álmunni lokað frá og með morgundeginum. Ekki er talið að um sambærilegar aðstæður sé að ræða í öðrum álmum byggingarinnar þar sem þakuppbygging er ólík. Þak álmu 5 hefur þá sérstöðu að þar er upphitað rými á 2. hæð og einangrað milli sperra. Í álmu 1.-4. er loftrýmið kalt og einangrað beint ofan á steyptar loftaplötur. Engu að síður verða tekin sýni í öðrum hlutum hússins og send til frekari greininga. Ákvörðun um lokun var tekin af skólastjórnendum í samráði við stjórnendur á mennta- og umhverfissviði Kópavogsbæjar um leið og niðurstöður mælinga lágu fyrir og kynnt starfsfólki, stjórn foreldrafélagsins og skólaráði á fundum miðvikudaginn 3.mars og bréf sent á foreldra. Skólastjórnendur munu hitta alla nemendur á morgun, fimmtudag, og útskýra málið. Þá er unnið að undirbúningi útboðs fyrir endurbætur en stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið áður en skólastarf hefst að nýju að loknu sumarleyfi.“ Kópavogur Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Grunnskólar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Sjá meira
Myglan kom upp í því sem kallað er Álma 5 í Álfhólsskóla, Hjalla og stendur í norðvesturhorni lóðar skólans næst Álfhólsvegi. Álman nær yfir um fjórðung skólans og er rúmir ellefu hundruð fermetrar. Byggingin hýsir meðal annars stofur undir list- og verkgreinar auk sérkennslustofa. Alls sækja um fjögur hundruð nemendur í fimmta til tíunda bekk Álfhólsskóla, Hjalla. Skólastjórnendur hyggjast hitta alla nemendur á morgun og útskýra stöðu mála. Tilkynninguna í heild sinni má finna hér að neðan: „Einni álmu Álfhólsskóla verður lokað frá og með fimmtudeginum 4.mars vegna myglu sem greinst hefur í þaki byggingarinnar. Lokunin er gerð sem varúðarráðstöfun til að vernda nemendur og starfsmenn. Um er að ræða þann hluta húsnæðis Álfhólsskóla, Hjalla, sem kallast álma 5 og stendur í norðvesturhorni lóðar Álfhólsskóla, Hjalla, alveg við Álfhólsveg. Byggingin hýsir meðal annars stofur fyrir list- og verkgreinar auk sérkennslustofa. Álma 5 nær yfir um fjórðung Álfhólsskóla, Hjalla, að flatarmáli eða 1.130 fermetra. Í Álfhólsskóla, Hjalla, eru 5. til 10. bekkur Álfhólsskóla, alls um 400 nemendur. Stjórnendur Álfhólsskóla vinna nú ásamt kennurum og öðru starfsfólki að endurskipulagningu á kennslu sem raskast óneitanlega þegar loka þarf heilli álmu. Niðurstaða endurskipulagningar mun liggja fyrir á allra næstu dögum en tekið skal fram að nemendum verður tryggð kennsla. Ákvörðunin um lokun er tekin í kjölfar þess að myglusveppur hefur greinst í þaki álmunnar. Einnig mælist hækkaður raki undir botnplötu sem að öllum líkindum rekja má til stíflu sem fannst í drenlögn vestan við húsið. Verið er að greina sýni sem tekin voru úr gólfdúk til að kanna hvort mygla hafi náð fótfestu undir dúknum. Aðdragandi lokunarinnar er sá að starfsmaður fór að finna fyrir einkennum sem fylgja raka- og mygluskemmdum. Eftirgrennslan leiddi í ljós raka undir gólfdúk sem strax var gengið í að laga. Í framhaldinu var ákveðið að fara í ítarlegri skoðun á húsnæðinu og kom þá í ljós að það greindist myglusveppur í þaki álmunnar. Verið er að rannsaka hvort myglan hefur náð að hafa áhrif á loftgæði í kennslustofum, niðurstaða liggur ekki fyrir, en með öryggi nemenda og starfsfólks að leiðarljósi er álmunni lokað frá og með morgundeginum. Ekki er talið að um sambærilegar aðstæður sé að ræða í öðrum álmum byggingarinnar þar sem þakuppbygging er ólík. Þak álmu 5 hefur þá sérstöðu að þar er upphitað rými á 2. hæð og einangrað milli sperra. Í álmu 1.-4. er loftrýmið kalt og einangrað beint ofan á steyptar loftaplötur. Engu að síður verða tekin sýni í öðrum hlutum hússins og send til frekari greininga. Ákvörðun um lokun var tekin af skólastjórnendum í samráði við stjórnendur á mennta- og umhverfissviði Kópavogsbæjar um leið og niðurstöður mælinga lágu fyrir og kynnt starfsfólki, stjórn foreldrafélagsins og skólaráði á fundum miðvikudaginn 3.mars og bréf sent á foreldra. Skólastjórnendur munu hitta alla nemendur á morgun, fimmtudag, og útskýra málið. Þá er unnið að undirbúningi útboðs fyrir endurbætur en stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið áður en skólastarf hefst að nýju að loknu sumarleyfi.“
Kópavogur Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Grunnskólar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent