„Áfall fyrir Guðna að koma tillögunni ekki í gegn" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 13:41 Guðni Bergsson er formaður KSÍ en honum tókst ekki að sannfæra ársþingið um að finna leiðir að því sem allir vilja, sem er að fjölga leikjum. vísir/vilhelm Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fengu Atla Viðar Björnsson til sín í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og þar var meðal annars rætt um þau vonbrigði íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar að geta ekki sæst á eina leið til að fjölga leikjum í efstu deild á Íslandi. Ríkharð Óskar Guðnason var ekki með í þættinum í dag en Atli Viðar Björnsson var gestur þáttarins í stað hans. Atli Viðar þekkir íslenska boltann vel og því við hæfi að fara yfir stærsta mál dagsins í fótboltanum hér heima. Fátt er nefnilega um meira rætt í íslenska knattspyrnuheiminum en það að ekki hafi tekist að fjölga leikjum í Pepsi Max deild karla. Báðar tillögurnar voru felldar á Ársþingi KSÍ því aukinn meirihluti fékkst hvorki fyrir fjórtán liða deild eða tólf liða deild með úrslitakeppni. Fram lagði til að fjölga í fjórtán lið en niðurstaða starfshóps KSÍ var að halda sig við tólf liða deild en spila í viðbót úrslitakeppni milli sex efstu liðanna annars vegar og sex neðstu liðanna hins vegar. „Mér fannst tillagan um úrslitakeppnina alls ekki spennandi þegar ég heyrði hana fyrst en þegar ég fór að pæla aðeins í henni og heyra útfærslur þá hugnaðist mér hún betur,“ sagði Atli Viðar Björnsson. San Marínó eina landið með færri leiki á bak við landstitil „Ég hefði alveg getað sætt mig við fjórtán liða deild því deildin þarfnast þess að fá fleiri leiki. Ég held að það sé bara ein karladeild í Evrópu sem er með færri leiki og þar sem þarf færri stig til að verða deildarmeistari og ég held að það sé San Marínó. Öll önnur lönd eru með fleiri leiki á bak við landstitlana,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst við vera á vondum stað og mér fannst fulltrúar á ársþingi KSÍ fremja afleik með því að hafna þessu öllu,“ sagði Atli Viðar. Íslenska deildin er á niðurleið og það sést best á gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnunum síðustu ár en slakt gengi þar þýðir að Ísland er búinn að tapa Evrópusæti. Var versta mögulega niðurstaðan „Þetta var versta mögulega niðurstaðan. Ég fylgdist með þinginu og fjórtán liða tillagan var fyrst borin upp og hún var felld. Þá fannst mér einhvern vegin eins og það lægi beinast við að hin hlyti að verða samþykkt. Þeir sem náðu ekki fjórtán liða tillögunni í gegn sýnist manni að hafa farið í fýlu og ákveðið að sýna einhvern mótþróa víst að þeir náðu ekki sínu í gegn,“ sagði Atli Viðar. „Eins og Henry benti á þá erum við búnir að tapa Evrópusæti og fyrir utan það að það eru nú færri sem fá að fara í Evrópukeppni og upplifa það ævintýri þá eru þetta fullt af peningum. Það tapast 30 til 40 milljónir eða hvað það er sem kemur inn í hreyfinguna með einu Evrópusæti,“ sagði Atli Viðar. Gerðust sekir um dómgreindarbrest „Við vitum að hreyfingin stendur frammi fyrir því að selja sjónvarpsrétt og deildin hefði verið verðmætari með fleiri leikjum. Mér fannst með því að hafna öllu þá hafi menn gerst sekir um einhvers konar dómgreindarbrest,“ sagði Atli Viðar. „Tillaga starfshópsins er tillaga KSÍ og stjórn KSÍ leggur hana fram. Ég helt að það hljóti að vera mikil vonbrigði og ákveðið áfall fyrir Guðna Bergsson og KSÍ að koma þessu ekki í gegnum þingið,“ sagði Atli Viðar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Sportið í dag Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason var ekki með í þættinum í dag en Atli Viðar Björnsson var gestur þáttarins í stað hans. Atli Viðar þekkir íslenska boltann vel og því við hæfi að fara yfir stærsta mál dagsins í fótboltanum hér heima. Fátt er nefnilega um meira rætt í íslenska knattspyrnuheiminum en það að ekki hafi tekist að fjölga leikjum í Pepsi Max deild karla. Báðar tillögurnar voru felldar á Ársþingi KSÍ því aukinn meirihluti fékkst hvorki fyrir fjórtán liða deild eða tólf liða deild með úrslitakeppni. Fram lagði til að fjölga í fjórtán lið en niðurstaða starfshóps KSÍ var að halda sig við tólf liða deild en spila í viðbót úrslitakeppni milli sex efstu liðanna annars vegar og sex neðstu liðanna hins vegar. „Mér fannst tillagan um úrslitakeppnina alls ekki spennandi þegar ég heyrði hana fyrst en þegar ég fór að pæla aðeins í henni og heyra útfærslur þá hugnaðist mér hún betur,“ sagði Atli Viðar Björnsson. San Marínó eina landið með færri leiki á bak við landstitil „Ég hefði alveg getað sætt mig við fjórtán liða deild því deildin þarfnast þess að fá fleiri leiki. Ég held að það sé bara ein karladeild í Evrópu sem er með færri leiki og þar sem þarf færri stig til að verða deildarmeistari og ég held að það sé San Marínó. Öll önnur lönd eru með fleiri leiki á bak við landstitlana,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst við vera á vondum stað og mér fannst fulltrúar á ársþingi KSÍ fremja afleik með því að hafna þessu öllu,“ sagði Atli Viðar. Íslenska deildin er á niðurleið og það sést best á gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnunum síðustu ár en slakt gengi þar þýðir að Ísland er búinn að tapa Evrópusæti. Var versta mögulega niðurstaðan „Þetta var versta mögulega niðurstaðan. Ég fylgdist með þinginu og fjórtán liða tillagan var fyrst borin upp og hún var felld. Þá fannst mér einhvern vegin eins og það lægi beinast við að hin hlyti að verða samþykkt. Þeir sem náðu ekki fjórtán liða tillögunni í gegn sýnist manni að hafa farið í fýlu og ákveðið að sýna einhvern mótþróa víst að þeir náðu ekki sínu í gegn,“ sagði Atli Viðar. „Eins og Henry benti á þá erum við búnir að tapa Evrópusæti og fyrir utan það að það eru nú færri sem fá að fara í Evrópukeppni og upplifa það ævintýri þá eru þetta fullt af peningum. Það tapast 30 til 40 milljónir eða hvað það er sem kemur inn í hreyfinguna með einu Evrópusæti,“ sagði Atli Viðar. Gerðust sekir um dómgreindarbrest „Við vitum að hreyfingin stendur frammi fyrir því að selja sjónvarpsrétt og deildin hefði verið verðmætari með fleiri leikjum. Mér fannst með því að hafna öllu þá hafi menn gerst sekir um einhvers konar dómgreindarbrest,“ sagði Atli Viðar. „Tillaga starfshópsins er tillaga KSÍ og stjórn KSÍ leggur hana fram. Ég helt að það hljóti að vera mikil vonbrigði og ákveðið áfall fyrir Guðna Bergsson og KSÍ að koma þessu ekki í gegnum þingið,“ sagði Atli Viðar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti