„Við verðum að hrista af okkur slenið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2021 13:41 Árni Sigurjónsson í ræðustól á Iðnþinginu árið 2020. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka iðnaðarins segir að á næstu tólf mánuðum verði teknar ákvarðanir sem muni ráða miklu um efnahagslega endurreisn á Íslandi næstu árin. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í dag. Á aðalfundinum var tilkynnt um úrslit kosninga til stjórnar. Alls gáfu sjö kost á sér til almennrar stjórnarsetu og var kosið um fjögur sæti. Þau sem sátu fyrir í stjórninni og buðu sig fram hlutu öll kosningu. Þau sem setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára eru: Ágúst Þór Pétursson, Mannvit Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál Magnús Hilmar Helgason, Launafl Sigurður R. Ragnarsson, ÍAV Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru: Árni Sigurjónsson, formaður Arna Arnardóttir, gullsmiður Egill Jónsson, Össur Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, CRI Valgerður Hrund Skúladóttir, Sensa Vignir Steinþór Halldórsson, Mótx Stjórnarmenn brosandi út að eyrum.SI Hindranir og fjötrar of lengi við lýði Í ályktun sem samþykkt var á fundinum er lagt til að stjórnvöld slíti margvíslega fjötra með markvissum hætti á næstu mánuðum og velji leið vaxtar, svo atvinnulífinu verði sköpuð þau skilyrði að hlaupa hraðar og skapa eftirsótt störf og aukin verðmæti. Verði hins vegar leið aukinnar skattlagningar og áframhaldandi fjötra fyrir valinu mun það hefta vöxt atvinnulífs og tefja endurreisnina. „Hindranir og fjötrar hafa því miður allt of lengi tilheyrt starfsumhverfi íslensks atvinnulífs. Fáar þjóðir hafa eins mikla reynslu af hvers konar höftum í sinni hagsögu og Íslendingar, hvort sem það hefur verið í milliríkjaviðskiptum, gjaldeyrismálum eða erlendum fjárfestingum. Tímabundnar hindranir, sem vafalítið var gripið til af góðum hug eða í neyðarvörn vegna aðsteðjandi ógnar fyrir efnahag landsins, en höfðu þá tilhneigingu að dragast á langinn og verða að varanlegu ástandi. Enn þann dag í dag virðist okkur hins vegar ekki auðnast að koma okkur út úr slíku hugarfari við setningu laga og reglugerða í stórum sem smáum efnum eða álagningu óhóflegra skatta og gjalda, þrátt fyrir að engin augljós eða brýn nauðsyn kalli á hindranir eða fjötra. Allt eru þetta mannanna verk sem hægt er að breyta. Engir fjötrar eru meitlaðir í stein,“ sagði Árni Sigurjónsson formaður SI í ræðu sinni. Með tuttugu kílóa bakpoka í keppni „Við getum rétt ímyndað okkur hvernig afreksfólkinu okkar í íþróttum liði, ef settur væru á þau 20 kílóa bakpoki fyrir hverja keppni – og væntingar þjóðarinnar um framúrskarandi árangur þeirra í samkeppni við erlenda keppinauta væru engu minni þrátt fyrir það! Það nákvæmlega sama gildir um íslenskt atvinnulíf. Við verðum að slíta og afnema eins marga fjötra og unnt er með markvissum hætti og samstilltu átaki, svo atvinnulífinu verði unnt að hlaupa, og á sumum sviðum hlaupa hraðar, skapa ný, eftirsótt störf og sækja fram í markaðsstarfi til að afla aukinna gjaldeyristekna.“ Ein skýrasta birtingarmynd samstillts átaks væri atvinnustefna fyrir Ísland – leiðarljós fyrir stjórnvöld og atvinnulíf og skýr skilaboð til umheimsins hvert við stefnum í atvinnumálum. „Atvinnustefna er í sinni einföldustu mynd samhæfing á stefnumótun þeirra málaflokka sem einna helst hafa áhrif á framleiðni og samkeppnishæfni. Í okkar huga eru málaflokkarnir sem einkum þarf að samhæfa, og gera þannig úr garði að þeir styðji hver við annan, menntun, innviðir, nýsköpun, starfsumhverfi og orka og umhverfi.“ Til þessa dags hafi skort mjög á samhæfingu, sem Íslendingar virðist eiga í stökustu vandræðum með, þrátt fyrir stuttar boðleiðir. „Í umræðum á Alþingi í vikunni um innviði og þjóðaröryggi undirstrikaði forsætisráðherra mikilvægi þess að stefna okkar sem samfélags sé samhæfð, að ólík ráðuneyti og stofnanir vinni vel saman að skýrum markmiðum. Ég tek heils hugar undir með þeim orðum forsætisráðherra að þótt við séum lítið samfélag þá virðist það allt of oft brenna við að stofnanir og ráðuneyti eigi erfitt með að vinna saman. Hver og einn vilji bara sjá um sína torfu og átti sig ekki á því að öll erum við þjónar heildarinnar, þjónar samfélagsins alls. Við verðum að hrista af okkur slenið og leggja tafarlaust af stað í þessa vegferð.“ Tillögurnar 22 að umbótum Að neðan má sjá þær 22 tillögur að umbótum sem lagðar eru til í nýrri skýrslu SI og fjallað var um í ályktun fundarins. 1. Opna aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og vinna gegn kerfislægum vanda starfsmenntunar er varðar námsframvindu, námslok og tækifæri nemenda til framgangs að námi loknu. Samþykkja frumvarp um breytingu á lögum um háskóla sem er í Samráðsgátt stjórnvalda. 2. Greiða götu þess að framkvæmdir við byggingu nýs Tækniskóla verði hafnar á árinu 2022. 3. Innleiða hvata þannig að háskólar útskrifi fleiri nemendur í STEM greinum. 4. Efla og hvetja til nýsköpunar og nýstárlegrar kennslutækni á öllum skólastigum og auka áherslu á forritun og raun- og tæknigreinar frá yngstu stigum grunnskóla með því að fylgja eftir lögum um aðalnámskrá. 5. Ljúka innleiðingu rafrænna ferilbóka í öllum greinum á árinu 2021. 6. Breyta samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti í innviðaráðuneyti til að gera ákvarðanatöku skilvirkari í málefnum innviða og íbúðarhúsnæðis. 7. Auka nýfjárfestingar og viðhald í innviðakerfinu . Leggja áherslu á að auka viðhald á þeim innviðum sem eru með mesta uppsafnaða viðhaldsþörf og í versta ástandinu sbr . skýrslu um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi . Leggja áherslu á nýfjárfestingu í innviðum sem skapa mestan þjóðhagslegan ávinning. 8. Nýta samvinnuleið hins opinbera og einkaaðila við uppbyggingu innviða og flýta þannig þjóðhagslega arðbærri fjárfestingu. Ná þarf samningum um slík verkefni á árinu 2021. 9. Framlengja átakið „Allir vinna“, a.m.k. út árið 2022. 10. Tryggja stöðuga uppbyggingu íbúðarhúsnæðis með því að auka framboð á nýju byggingarsvæði, bæta rafræna stjórnsýslu, tryggja aðgengi að gögnum og stytta tímafresti. 11. Innleiða rafræna byggingargátt. 12. Koma í framkvæmd fyrir lok árs 2021 tillögum átakshóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins frá árinu 2019. 13. Endurskoða lagaumhverfi skipulagsmála og hraða skipulagsferlum sveitarfélaga. 14. Sameina embætti byggingarfulltrúa víða um land og samræma vinnubrögð sveitarfélaga. 15. Gera breytingar á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, hækkun þaks og endurgreiðsluhlutfall vegna rannsókna og þróunar, ótímabundnar. Markmiðið er að skapa fyrirsjáanleika í rekstri fyrirtækja og gera þeim kleift að gera langtímaáætlanir um þróunarverkefni. 16. Hækka skattafrádrátt vegna fjárfestinga einstaklinga í sprotafyrirtækjum úr 75% í 100% til að virkja einkafjármagn í fjárfestingar í frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun. 17. Gera hækkun á heimild lífeyrissjóða úr 20% í 35% vegna fjárfestinga í vísisjóðum varanlega. 18. Auka enn frekar framlög til Tækniþróunarsjóðs og taka mið af mælanlegum markmiðum um úthlutunarhlutfall þannig að framlög taki mið af eftirspurn. Með þeim hætti er unnt að bregðast við háu atvinnuleysi og tilheyrandi aukinni aðsókn í sjóðinn hverju sinni. 19. Hvetja til verndunar hugverka með því að skattleggja tekjur fyrirtækja af hugverkaverndaðri vöru og þjónustu á annan hátt en aðrar viðskiptatekjur. 20. Liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga til Íslands með rýmkun á heimild til skattafrádráttar, einföldun ferla leyfisveitinga og stafrænni nálgun. 21. Markaðssetja Ísland á breiðari grunni, sem nýsköpunarland og því beint sérstaklega að fjárfestum, frumkvöðlum og erlendum sérfræðingum. Stórefla upplýsingagjöf um skattahvata og umgjörð nýsköpunar. 22. Efla stuðning við markaðssókn fyrirtækja og sölu á íslensku hugviti. Setja á laggirnar sérstakan sölu- og markaðsþróunarsjóð í umsjá Rannís með 1 ma.kr. árlegu framlagi í sjóðinn. Skattar og tollar Orkumál Áliðnaður Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Á aðalfundinum var tilkynnt um úrslit kosninga til stjórnar. Alls gáfu sjö kost á sér til almennrar stjórnarsetu og var kosið um fjögur sæti. Þau sem sátu fyrir í stjórninni og buðu sig fram hlutu öll kosningu. Þau sem setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára eru: Ágúst Þór Pétursson, Mannvit Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál Magnús Hilmar Helgason, Launafl Sigurður R. Ragnarsson, ÍAV Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru: Árni Sigurjónsson, formaður Arna Arnardóttir, gullsmiður Egill Jónsson, Össur Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, CRI Valgerður Hrund Skúladóttir, Sensa Vignir Steinþór Halldórsson, Mótx Stjórnarmenn brosandi út að eyrum.SI Hindranir og fjötrar of lengi við lýði Í ályktun sem samþykkt var á fundinum er lagt til að stjórnvöld slíti margvíslega fjötra með markvissum hætti á næstu mánuðum og velji leið vaxtar, svo atvinnulífinu verði sköpuð þau skilyrði að hlaupa hraðar og skapa eftirsótt störf og aukin verðmæti. Verði hins vegar leið aukinnar skattlagningar og áframhaldandi fjötra fyrir valinu mun það hefta vöxt atvinnulífs og tefja endurreisnina. „Hindranir og fjötrar hafa því miður allt of lengi tilheyrt starfsumhverfi íslensks atvinnulífs. Fáar þjóðir hafa eins mikla reynslu af hvers konar höftum í sinni hagsögu og Íslendingar, hvort sem það hefur verið í milliríkjaviðskiptum, gjaldeyrismálum eða erlendum fjárfestingum. Tímabundnar hindranir, sem vafalítið var gripið til af góðum hug eða í neyðarvörn vegna aðsteðjandi ógnar fyrir efnahag landsins, en höfðu þá tilhneigingu að dragast á langinn og verða að varanlegu ástandi. Enn þann dag í dag virðist okkur hins vegar ekki auðnast að koma okkur út úr slíku hugarfari við setningu laga og reglugerða í stórum sem smáum efnum eða álagningu óhóflegra skatta og gjalda, þrátt fyrir að engin augljós eða brýn nauðsyn kalli á hindranir eða fjötra. Allt eru þetta mannanna verk sem hægt er að breyta. Engir fjötrar eru meitlaðir í stein,“ sagði Árni Sigurjónsson formaður SI í ræðu sinni. Með tuttugu kílóa bakpoka í keppni „Við getum rétt ímyndað okkur hvernig afreksfólkinu okkar í íþróttum liði, ef settur væru á þau 20 kílóa bakpoki fyrir hverja keppni – og væntingar þjóðarinnar um framúrskarandi árangur þeirra í samkeppni við erlenda keppinauta væru engu minni þrátt fyrir það! Það nákvæmlega sama gildir um íslenskt atvinnulíf. Við verðum að slíta og afnema eins marga fjötra og unnt er með markvissum hætti og samstilltu átaki, svo atvinnulífinu verði unnt að hlaupa, og á sumum sviðum hlaupa hraðar, skapa ný, eftirsótt störf og sækja fram í markaðsstarfi til að afla aukinna gjaldeyristekna.“ Ein skýrasta birtingarmynd samstillts átaks væri atvinnustefna fyrir Ísland – leiðarljós fyrir stjórnvöld og atvinnulíf og skýr skilaboð til umheimsins hvert við stefnum í atvinnumálum. „Atvinnustefna er í sinni einföldustu mynd samhæfing á stefnumótun þeirra málaflokka sem einna helst hafa áhrif á framleiðni og samkeppnishæfni. Í okkar huga eru málaflokkarnir sem einkum þarf að samhæfa, og gera þannig úr garði að þeir styðji hver við annan, menntun, innviðir, nýsköpun, starfsumhverfi og orka og umhverfi.“ Til þessa dags hafi skort mjög á samhæfingu, sem Íslendingar virðist eiga í stökustu vandræðum með, þrátt fyrir stuttar boðleiðir. „Í umræðum á Alþingi í vikunni um innviði og þjóðaröryggi undirstrikaði forsætisráðherra mikilvægi þess að stefna okkar sem samfélags sé samhæfð, að ólík ráðuneyti og stofnanir vinni vel saman að skýrum markmiðum. Ég tek heils hugar undir með þeim orðum forsætisráðherra að þótt við séum lítið samfélag þá virðist það allt of oft brenna við að stofnanir og ráðuneyti eigi erfitt með að vinna saman. Hver og einn vilji bara sjá um sína torfu og átti sig ekki á því að öll erum við þjónar heildarinnar, þjónar samfélagsins alls. Við verðum að hrista af okkur slenið og leggja tafarlaust af stað í þessa vegferð.“ Tillögurnar 22 að umbótum Að neðan má sjá þær 22 tillögur að umbótum sem lagðar eru til í nýrri skýrslu SI og fjallað var um í ályktun fundarins. 1. Opna aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og vinna gegn kerfislægum vanda starfsmenntunar er varðar námsframvindu, námslok og tækifæri nemenda til framgangs að námi loknu. Samþykkja frumvarp um breytingu á lögum um háskóla sem er í Samráðsgátt stjórnvalda. 2. Greiða götu þess að framkvæmdir við byggingu nýs Tækniskóla verði hafnar á árinu 2022. 3. Innleiða hvata þannig að háskólar útskrifi fleiri nemendur í STEM greinum. 4. Efla og hvetja til nýsköpunar og nýstárlegrar kennslutækni á öllum skólastigum og auka áherslu á forritun og raun- og tæknigreinar frá yngstu stigum grunnskóla með því að fylgja eftir lögum um aðalnámskrá. 5. Ljúka innleiðingu rafrænna ferilbóka í öllum greinum á árinu 2021. 6. Breyta samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti í innviðaráðuneyti til að gera ákvarðanatöku skilvirkari í málefnum innviða og íbúðarhúsnæðis. 7. Auka nýfjárfestingar og viðhald í innviðakerfinu . Leggja áherslu á að auka viðhald á þeim innviðum sem eru með mesta uppsafnaða viðhaldsþörf og í versta ástandinu sbr . skýrslu um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi . Leggja áherslu á nýfjárfestingu í innviðum sem skapa mestan þjóðhagslegan ávinning. 8. Nýta samvinnuleið hins opinbera og einkaaðila við uppbyggingu innviða og flýta þannig þjóðhagslega arðbærri fjárfestingu. Ná þarf samningum um slík verkefni á árinu 2021. 9. Framlengja átakið „Allir vinna“, a.m.k. út árið 2022. 10. Tryggja stöðuga uppbyggingu íbúðarhúsnæðis með því að auka framboð á nýju byggingarsvæði, bæta rafræna stjórnsýslu, tryggja aðgengi að gögnum og stytta tímafresti. 11. Innleiða rafræna byggingargátt. 12. Koma í framkvæmd fyrir lok árs 2021 tillögum átakshóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins frá árinu 2019. 13. Endurskoða lagaumhverfi skipulagsmála og hraða skipulagsferlum sveitarfélaga. 14. Sameina embætti byggingarfulltrúa víða um land og samræma vinnubrögð sveitarfélaga. 15. Gera breytingar á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, hækkun þaks og endurgreiðsluhlutfall vegna rannsókna og þróunar, ótímabundnar. Markmiðið er að skapa fyrirsjáanleika í rekstri fyrirtækja og gera þeim kleift að gera langtímaáætlanir um þróunarverkefni. 16. Hækka skattafrádrátt vegna fjárfestinga einstaklinga í sprotafyrirtækjum úr 75% í 100% til að virkja einkafjármagn í fjárfestingar í frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun. 17. Gera hækkun á heimild lífeyrissjóða úr 20% í 35% vegna fjárfestinga í vísisjóðum varanlega. 18. Auka enn frekar framlög til Tækniþróunarsjóðs og taka mið af mælanlegum markmiðum um úthlutunarhlutfall þannig að framlög taki mið af eftirspurn. Með þeim hætti er unnt að bregðast við háu atvinnuleysi og tilheyrandi aukinni aðsókn í sjóðinn hverju sinni. 19. Hvetja til verndunar hugverka með því að skattleggja tekjur fyrirtækja af hugverkaverndaðri vöru og þjónustu á annan hátt en aðrar viðskiptatekjur. 20. Liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga til Íslands með rýmkun á heimild til skattafrádráttar, einföldun ferla leyfisveitinga og stafrænni nálgun. 21. Markaðssetja Ísland á breiðari grunni, sem nýsköpunarland og því beint sérstaklega að fjárfestum, frumkvöðlum og erlendum sérfræðingum. Stórefla upplýsingagjöf um skattahvata og umgjörð nýsköpunar. 22. Efla stuðning við markaðssókn fyrirtækja og sölu á íslensku hugviti. Setja á laggirnar sérstakan sölu- og markaðsþróunarsjóð í umsjá Rannís með 1 ma.kr. árlegu framlagi í sjóðinn.
Skattar og tollar Orkumál Áliðnaður Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira