Mannréttindadómstóllinn að gefa Íslandi falleinkunn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2021 19:00 Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands. vísir/Vilhelm Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins. Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun frá fimm málum þar sem íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Þessar sáttir snerta allmörg hrunmál. Sáttin við Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þau hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð þar sem hæstaréttardómari átti hlutabréfaeign sem tapaðist við fall Landsbankans. Ívar Guðjónsson var dæmdur í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans en Karl Emil Werneson, Sigurþór Guðmundsson og Margrét Guðjónsdóttir í Milestone-málinu. Sátt þeirra byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar, sem var dæmdur í Exeter-málinu. Í þeirra máli hafi regla um milliliðalausa sönnunarfærslu verið brotin. Sönnunargildi framburða endurmetið og sýknudómi snúið við án þess að hlýtt væri á vitnisburði. „Þetta er ekki góð einkunn fyrir refsivörsluna, að hún hafi öll verið í molum og það sé eiginlega í hverju refsimálinu á fætur öðru fundið að því að menn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar. Ríkið samþykkti að greiða öllum fimm miskabætur er nema 1,8 milljón króna. Þá eiga allir rétt á endurupptöku. Mál Sigurjóns hefur reyndar þegar verið endurupptekið samhliða máli Elínar og er niðurstöðu að vænta í því í næstu viku. Sigurður segir gott að taka málið aftur fyrir þegar lengra er liðið frá andrúmsloftinu eftir hrun. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimmenningarnir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð hér á landi. Hvernig horfir það andrúmsloft við þér í dag? „Það var þannig andrúm eftir hrun að það var stofnað þetta embætti sérstaks saksóknara og einhvern veginn töldu þeir að þeir hefðu ríkari heimildir en lög almennt gerðu ráð fyrir og tíðarandinn var dálítið með þeim,“ segir Sigurður. „Hleruðu grimmt símtöl sakborninga og verjenda og það er búið að setja ofan í við þá mörgum sinnum út af því. Fóru líka í massívar handtökur og húsleitir sem virtust í stórum huta algjörlega tilgangslausar til þess að sýna samfélaginu að það væri verið að taka á mönnum sem settu höfðu sett samfélagið á hausinn. En ég held að þegar uppi er staðið, og það er farið að viðurkenna það víðar en áður, að hrunið á Íslandi var bara angi af alþjóðlegu bankahruni og það voru örugglega ekki framin hér alvarlegri afbrot en gengist og gerist í fyrirtækjarekstri almennt,“ segir Sigurður. „Ég held að menn hafi ekki haft sérstakan áhuga á því, eða ásetning, að skaða íslenskt samfélag eða setja fyrirtækið sitt á hausinn. Allir held ég voru að reyna róa í rétta átt og bjarga því sem bjargað varð.“ Hrunið Efnahagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Milestone-málið Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun frá fimm málum þar sem íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Þessar sáttir snerta allmörg hrunmál. Sáttin við Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þau hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð þar sem hæstaréttardómari átti hlutabréfaeign sem tapaðist við fall Landsbankans. Ívar Guðjónsson var dæmdur í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans en Karl Emil Werneson, Sigurþór Guðmundsson og Margrét Guðjónsdóttir í Milestone-málinu. Sátt þeirra byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar, sem var dæmdur í Exeter-málinu. Í þeirra máli hafi regla um milliliðalausa sönnunarfærslu verið brotin. Sönnunargildi framburða endurmetið og sýknudómi snúið við án þess að hlýtt væri á vitnisburði. „Þetta er ekki góð einkunn fyrir refsivörsluna, að hún hafi öll verið í molum og það sé eiginlega í hverju refsimálinu á fætur öðru fundið að því að menn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar. Ríkið samþykkti að greiða öllum fimm miskabætur er nema 1,8 milljón króna. Þá eiga allir rétt á endurupptöku. Mál Sigurjóns hefur reyndar þegar verið endurupptekið samhliða máli Elínar og er niðurstöðu að vænta í því í næstu viku. Sigurður segir gott að taka málið aftur fyrir þegar lengra er liðið frá andrúmsloftinu eftir hrun. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimmenningarnir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð hér á landi. Hvernig horfir það andrúmsloft við þér í dag? „Það var þannig andrúm eftir hrun að það var stofnað þetta embætti sérstaks saksóknara og einhvern veginn töldu þeir að þeir hefðu ríkari heimildir en lög almennt gerðu ráð fyrir og tíðarandinn var dálítið með þeim,“ segir Sigurður. „Hleruðu grimmt símtöl sakborninga og verjenda og það er búið að setja ofan í við þá mörgum sinnum út af því. Fóru líka í massívar handtökur og húsleitir sem virtust í stórum huta algjörlega tilgangslausar til þess að sýna samfélaginu að það væri verið að taka á mönnum sem settu höfðu sett samfélagið á hausinn. En ég held að þegar uppi er staðið, og það er farið að viðurkenna það víðar en áður, að hrunið á Íslandi var bara angi af alþjóðlegu bankahruni og það voru örugglega ekki framin hér alvarlegri afbrot en gengist og gerist í fyrirtækjarekstri almennt,“ segir Sigurður. „Ég held að menn hafi ekki haft sérstakan áhuga á því, eða ásetning, að skaða íslenskt samfélag eða setja fyrirtækið sitt á hausinn. Allir held ég voru að reyna róa í rétta átt og bjarga því sem bjargað varð.“
Hrunið Efnahagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Milestone-málið Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira