Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2021 23:30 Þessir fjórir eru meðal þeirra sem gætu leikið með Jamaíka í undankeppninni fyrir HM 2022 í Katar. Getty/EPA Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. Þannig er mál með vexti að fjöldinn allur af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni og víðar á rætur að rekja til Jamaíka. Stefnt er á að þessir leikmenn fái vegabréf sem fyrst svo þeir geti tekið þátt í undankeppninni fyrir HM með Jamaíka. Nægur tími er til stefnu en undankeppnin sem ákvarðar hvort landið komist til Katar hefst ekki fyrr en í september á þessu ári. Af þeim 15 leikmönnum sem nefndir eru í frétt Daily Mail um málið má til að mynda nefna Michail Antonio [West Ham United], Demarai Gray [Bayer Leverkusen], Max Aarons [Norwich City] og Ivan Toney [Brentford]. Sumir þessara leikmanna eru þó enn að bíða eftir að Gareth Southgate og enska landsliðið taki við þeim opnum örmum svo þeir eru ekki búnir að taka endanlega ákvörðun. Aðrir leikmenn sem koma til greina eru Isaac Hayden [Newcastle United], Andre Gray [Watford] Ethan Pinnock [Brentford], Mason Holgate [Everton], Kemar Roofe [Rangers], Rolando Aarons [Huddersfield Town] Curtis Tilt [Rotherham United], Jamal Lowe [Newcastle United], Amari'i Bell [Blackburn Rovers] og Kasey Palmer [Bristol City]. JFF President Michael Ricketts confirmed all of these players (except Max Aarons) listed + Michail Antonio have or are in the process of acquiring passports for Jamaica MNTvia @SportsMax_Carib #jff pic.twitter.com/MzIaZDPzO0— chris bowerbank (@chrisbowerbank) March 3, 2021 Þá hefur Liam Moore, varnarmaður Reading í ensku B-deildinni, nú þegar fengið vegabréf sitt í hendurnar. Moore virðist ganga vel að sannfæra aðra leikmenn um að spila fyrir Jamaíka en Michael Ricketts – ekki fyrrum framherji Bolton Wanderers heldur forseti knattspyrnusambandsins – segir að margir leikmenn sem vilji spila fyrir Jamaíka séu við það að fá vegabréf sín í hendurnar. Kórónufaraldurinn hefur hægt á ferlinu en Ricketts er bjartsýnn á að þegar undankeppni HM 2022 fari af stað þá verði Jamaíka með sigurstranglegri liðunum í CONCACAF-undankeppninni. Jamaíka mætir Mexíkó og Kosta Ríka í fyrstu leikjum undankeppninnar og verður forvitnilegt að sjá byrjunarliðið þegar þar að kemur. Fótbolti HM 2022 í Katar Enski boltinn Jamaíka Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Þannig er mál með vexti að fjöldinn allur af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni og víðar á rætur að rekja til Jamaíka. Stefnt er á að þessir leikmenn fái vegabréf sem fyrst svo þeir geti tekið þátt í undankeppninni fyrir HM með Jamaíka. Nægur tími er til stefnu en undankeppnin sem ákvarðar hvort landið komist til Katar hefst ekki fyrr en í september á þessu ári. Af þeim 15 leikmönnum sem nefndir eru í frétt Daily Mail um málið má til að mynda nefna Michail Antonio [West Ham United], Demarai Gray [Bayer Leverkusen], Max Aarons [Norwich City] og Ivan Toney [Brentford]. Sumir þessara leikmanna eru þó enn að bíða eftir að Gareth Southgate og enska landsliðið taki við þeim opnum örmum svo þeir eru ekki búnir að taka endanlega ákvörðun. Aðrir leikmenn sem koma til greina eru Isaac Hayden [Newcastle United], Andre Gray [Watford] Ethan Pinnock [Brentford], Mason Holgate [Everton], Kemar Roofe [Rangers], Rolando Aarons [Huddersfield Town] Curtis Tilt [Rotherham United], Jamal Lowe [Newcastle United], Amari'i Bell [Blackburn Rovers] og Kasey Palmer [Bristol City]. JFF President Michael Ricketts confirmed all of these players (except Max Aarons) listed + Michail Antonio have or are in the process of acquiring passports for Jamaica MNTvia @SportsMax_Carib #jff pic.twitter.com/MzIaZDPzO0— chris bowerbank (@chrisbowerbank) March 3, 2021 Þá hefur Liam Moore, varnarmaður Reading í ensku B-deildinni, nú þegar fengið vegabréf sitt í hendurnar. Moore virðist ganga vel að sannfæra aðra leikmenn um að spila fyrir Jamaíka en Michael Ricketts – ekki fyrrum framherji Bolton Wanderers heldur forseti knattspyrnusambandsins – segir að margir leikmenn sem vilji spila fyrir Jamaíka séu við það að fá vegabréf sín í hendurnar. Kórónufaraldurinn hefur hægt á ferlinu en Ricketts er bjartsýnn á að þegar undankeppni HM 2022 fari af stað þá verði Jamaíka með sigurstranglegri liðunum í CONCACAF-undankeppninni. Jamaíka mætir Mexíkó og Kosta Ríka í fyrstu leikjum undankeppninnar og verður forvitnilegt að sjá byrjunarliðið þegar þar að kemur.
Fótbolti HM 2022 í Katar Enski boltinn Jamaíka Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira