Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2021 23:30 Þessir fjórir eru meðal þeirra sem gætu leikið með Jamaíka í undankeppninni fyrir HM 2022 í Katar. Getty/EPA Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. Þannig er mál með vexti að fjöldinn allur af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni og víðar á rætur að rekja til Jamaíka. Stefnt er á að þessir leikmenn fái vegabréf sem fyrst svo þeir geti tekið þátt í undankeppninni fyrir HM með Jamaíka. Nægur tími er til stefnu en undankeppnin sem ákvarðar hvort landið komist til Katar hefst ekki fyrr en í september á þessu ári. Af þeim 15 leikmönnum sem nefndir eru í frétt Daily Mail um málið má til að mynda nefna Michail Antonio [West Ham United], Demarai Gray [Bayer Leverkusen], Max Aarons [Norwich City] og Ivan Toney [Brentford]. Sumir þessara leikmanna eru þó enn að bíða eftir að Gareth Southgate og enska landsliðið taki við þeim opnum örmum svo þeir eru ekki búnir að taka endanlega ákvörðun. Aðrir leikmenn sem koma til greina eru Isaac Hayden [Newcastle United], Andre Gray [Watford] Ethan Pinnock [Brentford], Mason Holgate [Everton], Kemar Roofe [Rangers], Rolando Aarons [Huddersfield Town] Curtis Tilt [Rotherham United], Jamal Lowe [Newcastle United], Amari'i Bell [Blackburn Rovers] og Kasey Palmer [Bristol City]. JFF President Michael Ricketts confirmed all of these players (except Max Aarons) listed + Michail Antonio have or are in the process of acquiring passports for Jamaica MNTvia @SportsMax_Carib #jff pic.twitter.com/MzIaZDPzO0— chris bowerbank (@chrisbowerbank) March 3, 2021 Þá hefur Liam Moore, varnarmaður Reading í ensku B-deildinni, nú þegar fengið vegabréf sitt í hendurnar. Moore virðist ganga vel að sannfæra aðra leikmenn um að spila fyrir Jamaíka en Michael Ricketts – ekki fyrrum framherji Bolton Wanderers heldur forseti knattspyrnusambandsins – segir að margir leikmenn sem vilji spila fyrir Jamaíka séu við það að fá vegabréf sín í hendurnar. Kórónufaraldurinn hefur hægt á ferlinu en Ricketts er bjartsýnn á að þegar undankeppni HM 2022 fari af stað þá verði Jamaíka með sigurstranglegri liðunum í CONCACAF-undankeppninni. Jamaíka mætir Mexíkó og Kosta Ríka í fyrstu leikjum undankeppninnar og verður forvitnilegt að sjá byrjunarliðið þegar þar að kemur. Fótbolti HM 2022 í Katar Enski boltinn Jamaíka Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Þannig er mál með vexti að fjöldinn allur af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni og víðar á rætur að rekja til Jamaíka. Stefnt er á að þessir leikmenn fái vegabréf sem fyrst svo þeir geti tekið þátt í undankeppninni fyrir HM með Jamaíka. Nægur tími er til stefnu en undankeppnin sem ákvarðar hvort landið komist til Katar hefst ekki fyrr en í september á þessu ári. Af þeim 15 leikmönnum sem nefndir eru í frétt Daily Mail um málið má til að mynda nefna Michail Antonio [West Ham United], Demarai Gray [Bayer Leverkusen], Max Aarons [Norwich City] og Ivan Toney [Brentford]. Sumir þessara leikmanna eru þó enn að bíða eftir að Gareth Southgate og enska landsliðið taki við þeim opnum örmum svo þeir eru ekki búnir að taka endanlega ákvörðun. Aðrir leikmenn sem koma til greina eru Isaac Hayden [Newcastle United], Andre Gray [Watford] Ethan Pinnock [Brentford], Mason Holgate [Everton], Kemar Roofe [Rangers], Rolando Aarons [Huddersfield Town] Curtis Tilt [Rotherham United], Jamal Lowe [Newcastle United], Amari'i Bell [Blackburn Rovers] og Kasey Palmer [Bristol City]. JFF President Michael Ricketts confirmed all of these players (except Max Aarons) listed + Michail Antonio have or are in the process of acquiring passports for Jamaica MNTvia @SportsMax_Carib #jff pic.twitter.com/MzIaZDPzO0— chris bowerbank (@chrisbowerbank) March 3, 2021 Þá hefur Liam Moore, varnarmaður Reading í ensku B-deildinni, nú þegar fengið vegabréf sitt í hendurnar. Moore virðist ganga vel að sannfæra aðra leikmenn um að spila fyrir Jamaíka en Michael Ricketts – ekki fyrrum framherji Bolton Wanderers heldur forseti knattspyrnusambandsins – segir að margir leikmenn sem vilji spila fyrir Jamaíka séu við það að fá vegabréf sín í hendurnar. Kórónufaraldurinn hefur hægt á ferlinu en Ricketts er bjartsýnn á að þegar undankeppni HM 2022 fari af stað þá verði Jamaíka með sigurstranglegri liðunum í CONCACAF-undankeppninni. Jamaíka mætir Mexíkó og Kosta Ríka í fyrstu leikjum undankeppninnar og verður forvitnilegt að sjá byrjunarliðið þegar þar að kemur.
Fótbolti HM 2022 í Katar Enski boltinn Jamaíka Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira