Páfinn ætlar að stappa stálinu í kristna Íraka sem hafa átt undir högg að sækja Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 08:47 Hermenn standa vörð nærri mynd af páfanum í Bagdad. AP/Hadi Mizban Frans Páfi leggur leið sína til Íraks í dag þar sem hann mun hitta kristna Íraka. Þeim hefur fækkað gífurlega á undanförnum árum vegna ofbeldis í landinu og af ótta við ofbeldi gegn þeim. Ráðamenn í Írak segjast ætla að taka páfanum fagnandi og sýna þann árangur sem náðst hefur í að skapa öryggi í landinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar mun páfinn reiða sig á öryggissveitir Íraka og hefur Bagdad verið skreytt táknum kaþólsku trúarinnar og íslamstrúar. Páfinn mun vera í Írak í þrjá daga og mun hann meðal annars funda með sjíaklerknum Ali al-Sistani, sem er einn æðsti klerkur landsins og er mjög áhrifamikill í íslamstrú. Hann mun einnig biðja í kirkju kristinna í Bagdad þar sem 58 manns voru myrtir af vígamönnum árið 2010. Hann ætlar einnig að heiðra kristna Íraka og boða skilaboð samheldni og sátta, sem AP fréttaveitan segir að geti orðið erfitt. Frans páfi lagði af stað frá Róm í morgun.AP/Gregorio Borgia Aldagamall menningarhópur Páfinn hefur ítrekað ferðast til landa þar sem kristnir eru í minnihluta og hafa jafnvel orðið fyrir fordómum og ofbeldi. Kristnir Írakar eru þar ekki undanskildir en Frans páfi segist lengi hafa dáðst að þessum hópi. Vatíkanið og páfinn hafa lengi krafist þess að þessi hópur sé varðveittur og honum sé tryggt öryggi. Um er að ræða menningarhóp sem spannar tvö árþúsund og inniheldur iðkendur einhverra elstu og fjölbreyttustu trúarbragða í heimi. Kristnir Íraka hafa orðið fyrir fordómum og ofbeldi mörg ár aftur í tímann, löngu fyriri upprisu Íslamska ríkisins eða innrás Bandaríkjanna árið 2003, sem hleypti landinu í óreiðu. Hefur fækkað gífurlega Vitað er til þess að á undanförnum tveimur áratugum hafa minnst milljón kristna Íraka flúið land vegna átaka, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í síðasta mánuði. Talið er að um 400 til 250 þúsund manns séu eftir og margir þeirra voru reknir frá heimahögum sínum á Nineveh sléttunum af vígamönnum ISIS sumarið 2015. Þeir fáu sem hafa snúið aftur síðan þá hafa komið að heimilum sínum og kirkjum í rústum. Árið 2003, þegar Saddam Hussein var komið frá völdum, er talið að kristnir Írakar hafi verið um 1,5 milljón talsins, í landi þar sem um 25 milljónir búa. Í dag eru Írakar um 40 milljónir og, eins og áður segir, um 400 til 250 þúsund þeirra eru kristnir. „Þegar ég var 24 ára hafði ég upplifað þrjú stríð,“ sagði einn viðmælandi AFP, Sally Fawzi. Hún og fjölskylda hennar flúðu fyrir áratug og búa nú í Texas í Bandaríkjunum. Um helmingur þeirra sem hefur flúið búa nú í Bandaríkjunum. Einnig búa margir í Kanada, Ástralíu, Noregi og öðrum hlutum Evrópu. Írak Trúmál Páfagarður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Ráðamenn í Írak segjast ætla að taka páfanum fagnandi og sýna þann árangur sem náðst hefur í að skapa öryggi í landinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar mun páfinn reiða sig á öryggissveitir Íraka og hefur Bagdad verið skreytt táknum kaþólsku trúarinnar og íslamstrúar. Páfinn mun vera í Írak í þrjá daga og mun hann meðal annars funda með sjíaklerknum Ali al-Sistani, sem er einn æðsti klerkur landsins og er mjög áhrifamikill í íslamstrú. Hann mun einnig biðja í kirkju kristinna í Bagdad þar sem 58 manns voru myrtir af vígamönnum árið 2010. Hann ætlar einnig að heiðra kristna Íraka og boða skilaboð samheldni og sátta, sem AP fréttaveitan segir að geti orðið erfitt. Frans páfi lagði af stað frá Róm í morgun.AP/Gregorio Borgia Aldagamall menningarhópur Páfinn hefur ítrekað ferðast til landa þar sem kristnir eru í minnihluta og hafa jafnvel orðið fyrir fordómum og ofbeldi. Kristnir Írakar eru þar ekki undanskildir en Frans páfi segist lengi hafa dáðst að þessum hópi. Vatíkanið og páfinn hafa lengi krafist þess að þessi hópur sé varðveittur og honum sé tryggt öryggi. Um er að ræða menningarhóp sem spannar tvö árþúsund og inniheldur iðkendur einhverra elstu og fjölbreyttustu trúarbragða í heimi. Kristnir Íraka hafa orðið fyrir fordómum og ofbeldi mörg ár aftur í tímann, löngu fyriri upprisu Íslamska ríkisins eða innrás Bandaríkjanna árið 2003, sem hleypti landinu í óreiðu. Hefur fækkað gífurlega Vitað er til þess að á undanförnum tveimur áratugum hafa minnst milljón kristna Íraka flúið land vegna átaka, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í síðasta mánuði. Talið er að um 400 til 250 þúsund manns séu eftir og margir þeirra voru reknir frá heimahögum sínum á Nineveh sléttunum af vígamönnum ISIS sumarið 2015. Þeir fáu sem hafa snúið aftur síðan þá hafa komið að heimilum sínum og kirkjum í rústum. Árið 2003, þegar Saddam Hussein var komið frá völdum, er talið að kristnir Írakar hafi verið um 1,5 milljón talsins, í landi þar sem um 25 milljónir búa. Í dag eru Írakar um 40 milljónir og, eins og áður segir, um 400 til 250 þúsund þeirra eru kristnir. „Þegar ég var 24 ára hafði ég upplifað þrjú stríð,“ sagði einn viðmælandi AFP, Sally Fawzi. Hún og fjölskylda hennar flúðu fyrir áratug og búa nú í Texas í Bandaríkjunum. Um helmingur þeirra sem hefur flúið búa nú í Bandaríkjunum. Einnig búa margir í Kanada, Ástralíu, Noregi og öðrum hlutum Evrópu.
Írak Trúmál Páfagarður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira