„Stórlega ýkt og menn ekki á buxunum að slíta neinu samstarfi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. mars 2021 18:31 Orri Hlöðversson tók við stjórnartaumunum hjá ÍTF á dögunum. vísir/sigurjón Orri Hlöðversson, formaður Íslensk toppfótbolta, segir að sögusagnir um ný hagsmunasamtök tíu liða í efstu deild karla séu stórlega ýktar og hann segir að menn muni halda áfram að vinna saman að betri íslenskum fótbolta. Vísir greindi frá því í gær að fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla, öll nema HK og Keflavík, hafi fundað um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni. Mikil óánægja er með að tillaga stjórnar KSÍ um að taka upp úrslitakeppni í efstu deild hafi verið felld á ársþingi sambandsins um helgina. Tillaga Fram um að fjölga liðum í efstu deild úr tólf í fjórtán var einnig felld á ársþinginu. Orri sagði hins vegar frá því í Sportpakkanum í kvöld að honum vitandi væru ekki ný hagsmunasamtök í bígerð. „Ég get staðfest með vissu að svo er ekki. Ef það er svo þá er það mér algjörlega ókunnugt. Ég hef heyrt þessa frétt og fylgst með umræðunni en ég held að þetta sé stórlega ýkt og menn séu ekki á buxunum að slíta neinu samstarfi,“ sagði Orri. Fundurinn snerist um allt annað. „Þetta var óformlegur fundur. Einn af mínum félögum í hreyfingunni hafði frumkvæðið að því að boða hann. Við fórum niður eftir og fundarefnið var staðan eftir þingið. Eins og þú veist var tekist á um keppnisfyrirkomulagið í efstu deild karla.“ Hann segir að það sé ekkert leyndarmál að niðurstaða ársþingsins um síðustu helgi séu vonbrigði. „Útkoman var í raun og veru engin. Staðan verður eins og fyrirkomulagið eins. Í samhenginu vorum við að ræða að það blasir við nýjir sjónvarpssamningar um deildina og þar skiptir miklu mál hvernig fyrirkomulagið er. Við erum að selja vöru og vorum að stilla saman strengina í því. Hvernig við ætlum að stilla upp í þær viðræður.“ „Ég held að það sé vonbrigði að það sé engin niðurstaða. Það er kyrr staða en það er enginn heimsendir. Það er mót og við höfum spilað þetta skemmtilega mót með þessum hætti en mér fannst almennt í hreyfingunni vera mikinn vilji að fjölga leikjum og búa til fjölbreyttara dagskrárefni sem myndi auka virði samningsins.“ „Það eru vonbrigði að það hafi ekki gerst en menn voru ekki sammála um leiðirnar. Menn voru sammála um að fjölga en ekki um leiðirnar. Nú þurfum við að setjast aftur að borðinu og finna lausnir til að flétta þetta saman. Ég veit að það er ekkert svo ýkja langt á milli. Kannski skorti okkur meiri tíma og svigrúm. Við vorum komnir í tíma pressu þannig að ég er mjög bjartsýn að við munum ná saman um þetta og ÍTF mun leggja sitt að mörkum.“ Allt viðtalið við Orra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Orri ÍTF Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Ný hagsmunasamtök bestu félaga landsins í bígerð Fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla funduðu síðdegis í dag um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni samkvæmt heimildum íþróttadeildar. 4. mars 2021 18:31 Segir vonbrigði sumra liða hafa verið það mikil að hann telji að menn hafi ekki kosið málefnalega Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur að ekki hafi verið um málefnalegar kosningar að ræða á ársþingi knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem tillaga um fjölgun leikja í efstu deild karla náði ekki í gegn. 2. mars 2021 18:31 Segir óeðlilegt að neðri deildar félög stjórni því hvernig fyrirkomulagið í efstu deild er E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að sú niðurstaða að hafa mótafyrirkomulag í efstu deild karla óbreytt sé vonbrigði. Hann segir að það komi til greina að Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) verði aftur bara samtök félaga í efstu deild. 2. mars 2021 12:01 „Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. 23. febrúar 2021 09:39 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla, öll nema HK og Keflavík, hafi fundað um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni. Mikil óánægja er með að tillaga stjórnar KSÍ um að taka upp úrslitakeppni í efstu deild hafi verið felld á ársþingi sambandsins um helgina. Tillaga Fram um að fjölga liðum í efstu deild úr tólf í fjórtán var einnig felld á ársþinginu. Orri sagði hins vegar frá því í Sportpakkanum í kvöld að honum vitandi væru ekki ný hagsmunasamtök í bígerð. „Ég get staðfest með vissu að svo er ekki. Ef það er svo þá er það mér algjörlega ókunnugt. Ég hef heyrt þessa frétt og fylgst með umræðunni en ég held að þetta sé stórlega ýkt og menn séu ekki á buxunum að slíta neinu samstarfi,“ sagði Orri. Fundurinn snerist um allt annað. „Þetta var óformlegur fundur. Einn af mínum félögum í hreyfingunni hafði frumkvæðið að því að boða hann. Við fórum niður eftir og fundarefnið var staðan eftir þingið. Eins og þú veist var tekist á um keppnisfyrirkomulagið í efstu deild karla.“ Hann segir að það sé ekkert leyndarmál að niðurstaða ársþingsins um síðustu helgi séu vonbrigði. „Útkoman var í raun og veru engin. Staðan verður eins og fyrirkomulagið eins. Í samhenginu vorum við að ræða að það blasir við nýjir sjónvarpssamningar um deildina og þar skiptir miklu mál hvernig fyrirkomulagið er. Við erum að selja vöru og vorum að stilla saman strengina í því. Hvernig við ætlum að stilla upp í þær viðræður.“ „Ég held að það sé vonbrigði að það sé engin niðurstaða. Það er kyrr staða en það er enginn heimsendir. Það er mót og við höfum spilað þetta skemmtilega mót með þessum hætti en mér fannst almennt í hreyfingunni vera mikinn vilji að fjölga leikjum og búa til fjölbreyttara dagskrárefni sem myndi auka virði samningsins.“ „Það eru vonbrigði að það hafi ekki gerst en menn voru ekki sammála um leiðirnar. Menn voru sammála um að fjölga en ekki um leiðirnar. Nú þurfum við að setjast aftur að borðinu og finna lausnir til að flétta þetta saman. Ég veit að það er ekkert svo ýkja langt á milli. Kannski skorti okkur meiri tíma og svigrúm. Við vorum komnir í tíma pressu þannig að ég er mjög bjartsýn að við munum ná saman um þetta og ÍTF mun leggja sitt að mörkum.“ Allt viðtalið við Orra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Orri ÍTF
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Ný hagsmunasamtök bestu félaga landsins í bígerð Fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla funduðu síðdegis í dag um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni samkvæmt heimildum íþróttadeildar. 4. mars 2021 18:31 Segir vonbrigði sumra liða hafa verið það mikil að hann telji að menn hafi ekki kosið málefnalega Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur að ekki hafi verið um málefnalegar kosningar að ræða á ársþingi knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem tillaga um fjölgun leikja í efstu deild karla náði ekki í gegn. 2. mars 2021 18:31 Segir óeðlilegt að neðri deildar félög stjórni því hvernig fyrirkomulagið í efstu deild er E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að sú niðurstaða að hafa mótafyrirkomulag í efstu deild karla óbreytt sé vonbrigði. Hann segir að það komi til greina að Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) verði aftur bara samtök félaga í efstu deild. 2. mars 2021 12:01 „Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. 23. febrúar 2021 09:39 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Ný hagsmunasamtök bestu félaga landsins í bígerð Fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla funduðu síðdegis í dag um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni samkvæmt heimildum íþróttadeildar. 4. mars 2021 18:31
Segir vonbrigði sumra liða hafa verið það mikil að hann telji að menn hafi ekki kosið málefnalega Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur að ekki hafi verið um málefnalegar kosningar að ræða á ársþingi knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem tillaga um fjölgun leikja í efstu deild karla náði ekki í gegn. 2. mars 2021 18:31
Segir óeðlilegt að neðri deildar félög stjórni því hvernig fyrirkomulagið í efstu deild er E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að sú niðurstaða að hafa mótafyrirkomulag í efstu deild karla óbreytt sé vonbrigði. Hann segir að það komi til greina að Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) verði aftur bara samtök félaga í efstu deild. 2. mars 2021 12:01
„Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. 23. febrúar 2021 09:39