Grindvíkingar misstu rafmagnið klukkan 13:40 í dag þegar spennir í Svartsengi leysti út vegna truflunar í kerfi HS Veitna. Í tilkyningu frá stjórnstöð Landsnets klukkan 15:33 kom fram að spennirinn væri kominn aftur inn.
HS Veitur vinna aftur á móti enn að bilanagreiningu og lagfæringum. Í bilanasíma fyrirtækisins fengust þær upplýsingar rétt eftir klukkan 18:00 en orsök bilunarinnar væri enn ekki þekkt. Rafmagnslaust væri enn í öllum bænum.
Í Facebook-færslu HS Veitna klukkan 18:10 kom fram að verið væri að byggja upp kerfið og prófa innsetningu.
UPPFÆRT 18:10Verið að byggja upp kerfið og prófa innsetningu.UPPFÆRT: 15:44 Tafir eru að verða á spennusetningu þar...
Posted by HS Veitur hf on Friday, 5 March 2021