Mátti kalla barnsföður sinn ofbeldismann á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 19:01 Þrír dómarar Landsréttar stðafestu sýknudóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konunni. Þeir töldu að tjáningarfrelsi hennar væru of miklar hömlur settar væri henni meinað að tjá sig með þeim hætti sem hún gerði. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti sýknu yfir konu sem var kærð fyrir meintar ærumeiðingar um barnsföður sinn á samfélagsmiðlinum Facebook. Konan vísaði til mannsins sem ofbeldismanns í nokkrum færslum á miðlinum. Fólkið var í sambúð um árabil og eiga tvö börn saman. Eftir að þau slitu sambúð hófust málaferli um forsjá, lögheimili og umgengni við börn þeirra, að því er segir í upphaflegum dómi Héraðsdóms Reykjaness. Karlmaðurinn kærði barnsmóður sína vegna átján ummæla á Facebook. Krafðist hann ómerkingar á ummælunum og að konan yrði dæmd til refsingar fyrir að hafa viðhaft og birt ummælin opinberlega. Henni yrði ennfremur gert að greiða honum milljón krónur í miskabætur og að kosta birtingu dómsins. Byggði maðurinn á að ummæli konunnar væru uppspuni. Í ummælunum lýsti konan því að hún og börn hennar hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka. Lýsti hún manninum meðal annars sem „ofbeldismanni“. Konan byggði vörn sína á að ummælin væru sönn en til vara að þau fælu í sér gildisdóm. Landsréttur taldi að konan hefði með ummælum sínum tekið í þátt í almennri þjóðfélagsumræðu um heimilisofbeldi og tálmun á umgengnisrétti barna við foreldra. Rúmt tjáningarfrelsi gildi almennt um þátttöku í slíkri umræðu. Bent var á að konan hefði hvorki nafngreint manninn í ummælum sínum né annars staðar í færslum sínum. Við meðferð málsins hafi konan jafnframt lagt fram gögn sem leiddu nægar líkur að því að ummæli hennar hefðu ekki verið tilhæfulaus og að hún hafi þar með verið í góðri trú um réttmæti þeirra. Þannig lagði konan meðal annars fram sex tilkynningar til barnaverndar frá fjögurra ára tímabili og fleiri gögn frá barnavernd máli sínu til stuðnings. Konan var sýknuð af kröfum mannsins. Landsréttur felldi niður málskostnað milli aðila fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Dómsmál Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Fólkið var í sambúð um árabil og eiga tvö börn saman. Eftir að þau slitu sambúð hófust málaferli um forsjá, lögheimili og umgengni við börn þeirra, að því er segir í upphaflegum dómi Héraðsdóms Reykjaness. Karlmaðurinn kærði barnsmóður sína vegna átján ummæla á Facebook. Krafðist hann ómerkingar á ummælunum og að konan yrði dæmd til refsingar fyrir að hafa viðhaft og birt ummælin opinberlega. Henni yrði ennfremur gert að greiða honum milljón krónur í miskabætur og að kosta birtingu dómsins. Byggði maðurinn á að ummæli konunnar væru uppspuni. Í ummælunum lýsti konan því að hún og börn hennar hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka. Lýsti hún manninum meðal annars sem „ofbeldismanni“. Konan byggði vörn sína á að ummælin væru sönn en til vara að þau fælu í sér gildisdóm. Landsréttur taldi að konan hefði með ummælum sínum tekið í þátt í almennri þjóðfélagsumræðu um heimilisofbeldi og tálmun á umgengnisrétti barna við foreldra. Rúmt tjáningarfrelsi gildi almennt um þátttöku í slíkri umræðu. Bent var á að konan hefði hvorki nafngreint manninn í ummælum sínum né annars staðar í færslum sínum. Við meðferð málsins hafi konan jafnframt lagt fram gögn sem leiddu nægar líkur að því að ummæli hennar hefðu ekki verið tilhæfulaus og að hún hafi þar með verið í góðri trú um réttmæti þeirra. Þannig lagði konan meðal annars fram sex tilkynningar til barnaverndar frá fjögurra ára tímabili og fleiri gögn frá barnavernd máli sínu til stuðnings. Konan var sýknuð af kröfum mannsins. Landsréttur felldi niður málskostnað milli aðila fyrir héraðsdómi og Landsrétti.
Dómsmál Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira