Segir mál Lilju vonda lögfræði og enn verri pólitík Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 20:24 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Stöð 2 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög við skipan ráðuneytisstjóra var afdráttarlaus um að leikreglur hafi verið brotnar að mati þingmanns Viðreisnar. Í málinu sé vond lögfræði og ennþá verri pólitík. Lilja hefur ekki veitt fjölmiðlum kost á viðtali í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því að fella úr gildi úrskurð kærunefndar í jafnréttismálum um að hún hafi brotið jafnréttislög þegar hún skipaði Pál Magnússon ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Aðstoðarmaður Lilju staðfesti þó að ráðherrann ætlaði að áfrýja dómnum til Landsréttar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einnkennilegt að Lilja ætlaði að áfrýja málið og sérskennilegt að ráðherrann hefði lagt upp í málareksturinn yfir höfuð í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dómurinn hafi verið skýr, afdráttarlaus og þungur í garð ráðherra. Bæði kærunefnd og dómstólar hafi komið að afdráttarlausri niðurstöðu um að leikreglur hafi verið brotnar við skipan ráðuneytisstjórans. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það sé vond lögfræði í þessu máli og enn verri pólitík. Hún hefði ekki átt að leggja af stað með þetta en hefur sagt hérna inni í þingsal að hún sé með þessu að standa með sinni sannfæringu. Niðurstaða dómsins í dag er sú að sannfæring hennar stenst ekki skoðun,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Málið í heild telur hún „vondan spegil“ á heilbrigða jafnréttispólitík, að ríkisvaldið fari fram með þesusm hætti gegn einstaklingi sem taldi brotið á rétti sínum. „Mér finnst þetta umhugsunarverð stefna í jafnréttismálum af hálfu stjórnarinnar,“ sagði þingmaðurinn. Ríkið var dæmt til að greiða allan málskostnað Hafdísar Helgu Ólafsdóttur sem kærði skipan í stöðu ráðuneytisstjórans upp á fjórar og hálfa milljón króna. Lilja skipaði Pál í embættið frá 1. desember 2019 en hann var lengi virkur í Framsóknarflokki Lilju og hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs. Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5. mars 2021 19:20 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Lilja hefur ekki veitt fjölmiðlum kost á viðtali í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því að fella úr gildi úrskurð kærunefndar í jafnréttismálum um að hún hafi brotið jafnréttislög þegar hún skipaði Pál Magnússon ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Aðstoðarmaður Lilju staðfesti þó að ráðherrann ætlaði að áfrýja dómnum til Landsréttar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einnkennilegt að Lilja ætlaði að áfrýja málið og sérskennilegt að ráðherrann hefði lagt upp í málareksturinn yfir höfuð í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dómurinn hafi verið skýr, afdráttarlaus og þungur í garð ráðherra. Bæði kærunefnd og dómstólar hafi komið að afdráttarlausri niðurstöðu um að leikreglur hafi verið brotnar við skipan ráðuneytisstjórans. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það sé vond lögfræði í þessu máli og enn verri pólitík. Hún hefði ekki átt að leggja af stað með þetta en hefur sagt hérna inni í þingsal að hún sé með þessu að standa með sinni sannfæringu. Niðurstaða dómsins í dag er sú að sannfæring hennar stenst ekki skoðun,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Málið í heild telur hún „vondan spegil“ á heilbrigða jafnréttispólitík, að ríkisvaldið fari fram með þesusm hætti gegn einstaklingi sem taldi brotið á rétti sínum. „Mér finnst þetta umhugsunarverð stefna í jafnréttismálum af hálfu stjórnarinnar,“ sagði þingmaðurinn. Ríkið var dæmt til að greiða allan málskostnað Hafdísar Helgu Ólafsdóttur sem kærði skipan í stöðu ráðuneytisstjórans upp á fjórar og hálfa milljón króna. Lilja skipaði Pál í embættið frá 1. desember 2019 en hann var lengi virkur í Framsóknarflokki Lilju og hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs.
Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5. mars 2021 19:20 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5. mars 2021 19:20
Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12