Rafmagn komið aftur á í Grindavík: „Pjúra óheppni að þetta skuli gerast í Grindavík“ Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 21:09 Frá Grindavík eftir að rafmagn komst aftur á í kvöld. Vísir/Egill Allur Grindavíkurbær er kominn með rafmagn aftur fyrir utan eitt fyrirtæki en brunninn háspennurofi er talinn orsök rafmagnsleysisins sem hófst klukkan 13:40 í dag. Ekki er talið að bilunin tengist jarðhræringum síðustu daga. Egill Sigmundsson, sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna, staðfesti við Vísi að rafmagn hefði komist á þá hluta bæjarins sem voru enn í myrkri skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Áður hafði rafmagni verið komið á vesturhelming bæjarins um klukkan sjö. Varðskipið Þór var sent til Grindavíkur í kvöld ef þörf væri á varaafli. Egill segir að kerfi HS Veitna sé orðið stöðugt. Hann hafi ekki heyrt af tjóni sem hafi orðið vegna rafmagnsleysisins í bænum. Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið í nágrenni Grindavíkur undanfarna daga og mánuði og hafa stórir skjálftar skekið bæinn. Egill segir að svo virðist sem að brunninn háspennurofi við Austurveg hafi valdið rafmagnsleysinu í dag. Hann telur ekki að það tengist jarðhræringunum. „Bara pjúra óheppni að þetta skuli gerast í Grindavík,“ segir Egill. Spennir í tengivirki Landsnets leysti út í tvígang vegna truflana í kerfi HS Veitna í dag. Eftir að hann komst aftur í rekstur tók þó nokkurn tíma að finna bilunina í kerfi HS Veitna. Vesturhluti bæjarins var án rafmagns í hátt í sex tíma en sá austari í tæpa átta tíma. Uppfært 22:45 Bilun varð í dreifistöð í Hópshverfi í Grindavík á tíunda tímanum í kvöld. HS Veitur sagði í Facebook-færslu klukkan 21:37 að einhvern tíma gæti tekið að koma því í lag. Grindavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Egill Sigmundsson, sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna, staðfesti við Vísi að rafmagn hefði komist á þá hluta bæjarins sem voru enn í myrkri skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Áður hafði rafmagni verið komið á vesturhelming bæjarins um klukkan sjö. Varðskipið Þór var sent til Grindavíkur í kvöld ef þörf væri á varaafli. Egill segir að kerfi HS Veitna sé orðið stöðugt. Hann hafi ekki heyrt af tjóni sem hafi orðið vegna rafmagnsleysisins í bænum. Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið í nágrenni Grindavíkur undanfarna daga og mánuði og hafa stórir skjálftar skekið bæinn. Egill segir að svo virðist sem að brunninn háspennurofi við Austurveg hafi valdið rafmagnsleysinu í dag. Hann telur ekki að það tengist jarðhræringunum. „Bara pjúra óheppni að þetta skuli gerast í Grindavík,“ segir Egill. Spennir í tengivirki Landsnets leysti út í tvígang vegna truflana í kerfi HS Veitna í dag. Eftir að hann komst aftur í rekstur tók þó nokkurn tíma að finna bilunina í kerfi HS Veitna. Vesturhluti bæjarins var án rafmagns í hátt í sex tíma en sá austari í tæpa átta tíma. Uppfært 22:45 Bilun varð í dreifistöð í Hópshverfi í Grindavík á tíunda tímanum í kvöld. HS Veitur sagði í Facebook-færslu klukkan 21:37 að einhvern tíma gæti tekið að koma því í lag.
Grindavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira