Íslandspóstur íhugar að hætta að bera út bréf Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2021 09:36 Ekki er útilokað að Íslandspóstur breytist hægt og rólega úr bréfsendingafyrirtæki í pakkadreifingarfyrirtæki en sú þróun er þegar hafin. Vísir/Vilhelm Ein leiðin sem hægt væri að fara ef ganga á lengra í hagræðingu hjá Íslandspósti kæmi til greina að hætta að bera bréf inn um hverja lúgu. Þetta segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspóst, í Morgunblaðinu í dag. Í samtali við blaðið segir Þórhildur að hagræðing fyrirtækisins sé komin að þolmörkum en ef gengið yrði lengra þyrfti að breyta þjónustuskyldunni. Gríðarlegur samdráttur hafi verið á magni bréfa en samdrátturinn minnkaði til að mynda um 37% í janúar. Viðsnúningur var á rekstri Íslandspósts í fyrra sem hagnaðist um 104 milljónir króna samanborið við 511 milljóna króna tap árið 2019. Þannig jókst afkoma félagsins um 615 milljónir króna milli ára en á sama tíma drógust rekstrartekjur saman um 288 milljónir frá 2019 og námu í fyrra 7.457 milljónum króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandspósts sem kynntur var á aðalfundi félagsins í gær og fjallað var um á Vísi. Haft var eftir Þórhildi í tilkynningu vegna málsins í gær að þrátt fyrir þann góða árangur sem hafi náðst sé félagið ekki komið á lygnan sjó. „Þessar breytingar eru fyrirséðar og hefur mikil vinna farið í að móta og skipuleggja Íslandspóst til framtíðar með þetta í huga. Segja má að fyrirtækið hafi á síðustu árum verið að breytast úr bréfasendingafyrirtæki í pakkadreifingarfyrirtæki,“ segir í tilkynningunni. Uppfært klukkan 12:08: Í yfirlýsingu frá Íslandspósti er áréttað að félagið geti ekki tekið einhliða ákvörðun um að hætta dreifingu á bréfum. „Í viðtalinu var einungis verið að velta upp leiðum sem ríkið gæti farið til að lækka kostnaðargrundvöll á alþjónustu, sem myndi þá einnig leiða til lægri kostnaðar alþjónustuveitanda, í þessu tilfelli Íslandspóst. Allar svona ákvarðanir verða að vera teknar af stjórnvöldum en Íslandspóstur vinnur eftir settum lögum og reglum,“ segir í yfirlýsingunni. Pósturinn Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira
Í samtali við blaðið segir Þórhildur að hagræðing fyrirtækisins sé komin að þolmörkum en ef gengið yrði lengra þyrfti að breyta þjónustuskyldunni. Gríðarlegur samdráttur hafi verið á magni bréfa en samdrátturinn minnkaði til að mynda um 37% í janúar. Viðsnúningur var á rekstri Íslandspósts í fyrra sem hagnaðist um 104 milljónir króna samanborið við 511 milljóna króna tap árið 2019. Þannig jókst afkoma félagsins um 615 milljónir króna milli ára en á sama tíma drógust rekstrartekjur saman um 288 milljónir frá 2019 og námu í fyrra 7.457 milljónum króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandspósts sem kynntur var á aðalfundi félagsins í gær og fjallað var um á Vísi. Haft var eftir Þórhildi í tilkynningu vegna málsins í gær að þrátt fyrir þann góða árangur sem hafi náðst sé félagið ekki komið á lygnan sjó. „Þessar breytingar eru fyrirséðar og hefur mikil vinna farið í að móta og skipuleggja Íslandspóst til framtíðar með þetta í huga. Segja má að fyrirtækið hafi á síðustu árum verið að breytast úr bréfasendingafyrirtæki í pakkadreifingarfyrirtæki,“ segir í tilkynningunni. Uppfært klukkan 12:08: Í yfirlýsingu frá Íslandspósti er áréttað að félagið geti ekki tekið einhliða ákvörðun um að hætta dreifingu á bréfum. „Í viðtalinu var einungis verið að velta upp leiðum sem ríkið gæti farið til að lækka kostnaðargrundvöll á alþjónustu, sem myndi þá einnig leiða til lægri kostnaðar alþjónustuveitanda, í þessu tilfelli Íslandspóst. Allar svona ákvarðanir verða að vera teknar af stjórnvöldum en Íslandspóstur vinnur eftir settum lögum og reglum,“ segir í yfirlýsingunni.
Pósturinn Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira