Frelsi án ábyrgðar Högni Elfar Gylfason skrifar 6. mars 2021 10:31 Eftir lestur undanfarið um rekstrarvandræði Íslandspósts er ástæða til að staldra við og velta fyrir sér ástæðum og afleiðingum. Svona falla hvert vígið á fætur öðru. Á undanförnum árum hefur aðferð stjórnvalda við að koma rekstri grunnþjónustu landans í hendur einkarekinna fyrirtækja án þess að láta sig afleiðingarnar varða verið þessi: 1. Mikið harmakvein er stundað um að ríkið eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. 2. Lögum breytt svo fáeinir útvaldir geti hirt bestu bitana af ríkisfyrirtækjunum. 3. Ríkisfyrirtækin neydd til að skera niður grunnþjónustuna þar sem búið er að hirða bestu bitana. 4. Reglugerð breytt í því skyni að skera niður þjónustu við almenning og ábendingar um brot á lögum við þann gjörning hundsaðar. 5. Almenningur verður ósáttur við þjónustuna og reynir að einhverju leyti að komast hjá því að treysta á grunnþjónustu ríkisfyrirtækisins. 6. Ríkisfyrirtækið sker enn meira niður þjónustuna vegna minnkandi notkunar hennar sem er tilkomin vegna of hás verðs hennar. 7. Talsmenn óhefts frelsins án ábyrgðar krefjast stærri hluta af kökunni fyrir sína fáeinu útvöldu félaga. 8. Ríkisfyrirtækið tekur að mismuna þegnum landsins í verðlagningu og notar til þess reglur og afleiðingar “markaðarins” fremur en að miða við þá skyldu ríkisins að sjá öllum landsmönnum fyrir nauðsynlegri grunnþjónustu svo samfélagið gangi smurt fyrir sig. 9. Ríkisfyrirtækið er orðið órekstrarhæft og þarfnast greiðslna úr ríkissjóði til að fara ekki á hausinn. 10. Varðhundar frelsis án ábyrgðar reka upp ramakvein yfir ríkisstuðningi (sem er tilkominn vegna þess að þeir hirða sjálfir bestu bitana) og heimta stærri hluta kökunnar. 11. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar gefa eftir og afhenda “frelsispostulum” frelsis án ábyrgðar alla þá bita sem þá langar að hirða. 12. Ríkisfyrirtækið orðið algjörlega órekstrarhæft. 13. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar slá tvær flugur í einu höggi og niðurgreiða óarðbærasta hluta grunnþjónustunnar og þann eina sem eftir er með skattfé landsmanna. Þannig helst léleg lágmarksþjónusta vegna “góðvildar” ráðamanna og þeir fá atkvæði þrátt fyrir að bera sjálfir ábyrgð á eyðileggingu grunnþjónustunnar sem ríkisfyrirtækið veitti. 14. Þetta hefur verið algjört “win...win” dæmi fyrir ráðherra frelsis án ábyrgðar. Skoðanabræður þeirra eru komnir með arðbæran rekstur sem stolið var út úr grunnþjónustu ríkisfyrirtækis og þeir eru sjálfir “æðislegir” vegna þess að þeir styrkja ræflana sem þurfa á grunnþjónustunni að halda sem einkagróðafyrirtækin vildu ekki. Ef þetta er ekki uppskrift að frelsi án ábyrgðar ... 🤔🤔🤔. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Högni Elfar Gylfason Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Eftir lestur undanfarið um rekstrarvandræði Íslandspósts er ástæða til að staldra við og velta fyrir sér ástæðum og afleiðingum. Svona falla hvert vígið á fætur öðru. Á undanförnum árum hefur aðferð stjórnvalda við að koma rekstri grunnþjónustu landans í hendur einkarekinna fyrirtækja án þess að láta sig afleiðingarnar varða verið þessi: 1. Mikið harmakvein er stundað um að ríkið eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. 2. Lögum breytt svo fáeinir útvaldir geti hirt bestu bitana af ríkisfyrirtækjunum. 3. Ríkisfyrirtækin neydd til að skera niður grunnþjónustuna þar sem búið er að hirða bestu bitana. 4. Reglugerð breytt í því skyni að skera niður þjónustu við almenning og ábendingar um brot á lögum við þann gjörning hundsaðar. 5. Almenningur verður ósáttur við þjónustuna og reynir að einhverju leyti að komast hjá því að treysta á grunnþjónustu ríkisfyrirtækisins. 6. Ríkisfyrirtækið sker enn meira niður þjónustuna vegna minnkandi notkunar hennar sem er tilkomin vegna of hás verðs hennar. 7. Talsmenn óhefts frelsins án ábyrgðar krefjast stærri hluta af kökunni fyrir sína fáeinu útvöldu félaga. 8. Ríkisfyrirtækið tekur að mismuna þegnum landsins í verðlagningu og notar til þess reglur og afleiðingar “markaðarins” fremur en að miða við þá skyldu ríkisins að sjá öllum landsmönnum fyrir nauðsynlegri grunnþjónustu svo samfélagið gangi smurt fyrir sig. 9. Ríkisfyrirtækið er orðið órekstrarhæft og þarfnast greiðslna úr ríkissjóði til að fara ekki á hausinn. 10. Varðhundar frelsis án ábyrgðar reka upp ramakvein yfir ríkisstuðningi (sem er tilkominn vegna þess að þeir hirða sjálfir bestu bitana) og heimta stærri hluta kökunnar. 11. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar gefa eftir og afhenda “frelsispostulum” frelsis án ábyrgðar alla þá bita sem þá langar að hirða. 12. Ríkisfyrirtækið orðið algjörlega órekstrarhæft. 13. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar slá tvær flugur í einu höggi og niðurgreiða óarðbærasta hluta grunnþjónustunnar og þann eina sem eftir er með skattfé landsmanna. Þannig helst léleg lágmarksþjónusta vegna “góðvildar” ráðamanna og þeir fá atkvæði þrátt fyrir að bera sjálfir ábyrgð á eyðileggingu grunnþjónustunnar sem ríkisfyrirtækið veitti. 14. Þetta hefur verið algjört “win...win” dæmi fyrir ráðherra frelsis án ábyrgðar. Skoðanabræður þeirra eru komnir með arðbæran rekstur sem stolið var út úr grunnþjónustu ríkisfyrirtækis og þeir eru sjálfir “æðislegir” vegna þess að þeir styrkja ræflana sem þurfa á grunnþjónustunni að halda sem einkagróðafyrirtækin vildu ekki. Ef þetta er ekki uppskrift að frelsi án ábyrgðar ... 🤔🤔🤔. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun