Arnar Guðjónsson: Þetta var hálfgerð heppni Gunnar Gunnarsson skrifar 7. mars 2021 22:30 Arnar vildi meina að sínir menn hefðu einfaldlega verið heppnir í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði heppnina umfram annað hafa ráðið því að liðið vann 94-93 sigur á Hetti þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Höttur átti síðasta skot leiksins en það geigaði. „Þegar leikurinn fer svona er það happa glappa sem ræður,“ sagði Arnar eftir leikinn. Höttur komst yfir 93-92 þegar 6,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan tók innkast og náði Austin Brodeur að koma boltanum ofan í. Höttur hafði fimm sekúndur í sína sókn og tókst að koma boltanum á Matej Karlovic sem fékk fínt skotfæri utarlega í teignum en brást bogalistin. „Við völdum stutt kerfi því við héldum að þeir myndu brjóta á okkur en við fengum skotið og fórum í það en skildum eftir tækifæri fyrir þá. Matej var búinn að vera stórkostlegur og ég hafði miklar áhyggjur þegar ég sá hann fá boltann, því ég var sannfærður um að hann myndi skora. Sem betur fer fyrir okkur en því miður fyrir Hattarmenn lukkaðist það ekki.“ Staðan var jöfn þegar kom inn í síðasta leikhlutann en þar áttu leikstjórnendur Stjörnunnar, Ægir Þór Steinarsson og Dúi Þór Jónsson, frábæran fjórðung. „Ég held að þeir hafi ráðið úrslitum hér í kvöld, þeir voru algjörlega stórkostlegir. Ægir var góður þegar allt var undir í lokin þótt hann hefði átt erfitt uppdráttar þangað til. Hann hafði heldur ekki fulla orku og því voru mínútur Dúa stórkostlegar. Ég held að framlag Dúa hafi verið ástæðan fyrir að þetta hafðist.“ Arnar hrósaði Hattarliðinu sem var yfir lungann úr leiknum. „Körfuboltaþyrstir íbúar á Egilsstöðum og nágrenni fengu hér frábæra skemmtun þótt úrslitin hafi ekki verið á þeirra veg. Liðið þeirra var frábært, vel undirbúið, vel þjálfað og spilaði vel. Héraðsbúar mega vera stoltir af þessu liði.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 93-94 | Stjarnan marði Hött með einu stigi Stjarnan hafði betur gegn Hetti 94-93 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Liðin skiptust á forskotinu á lokasekúndunum og réðust úrslitin þegar flautuskot Hattar skoppaði upp af hringnum. 7. mars 2021 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira
„Þegar leikurinn fer svona er það happa glappa sem ræður,“ sagði Arnar eftir leikinn. Höttur komst yfir 93-92 þegar 6,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan tók innkast og náði Austin Brodeur að koma boltanum ofan í. Höttur hafði fimm sekúndur í sína sókn og tókst að koma boltanum á Matej Karlovic sem fékk fínt skotfæri utarlega í teignum en brást bogalistin. „Við völdum stutt kerfi því við héldum að þeir myndu brjóta á okkur en við fengum skotið og fórum í það en skildum eftir tækifæri fyrir þá. Matej var búinn að vera stórkostlegur og ég hafði miklar áhyggjur þegar ég sá hann fá boltann, því ég var sannfærður um að hann myndi skora. Sem betur fer fyrir okkur en því miður fyrir Hattarmenn lukkaðist það ekki.“ Staðan var jöfn þegar kom inn í síðasta leikhlutann en þar áttu leikstjórnendur Stjörnunnar, Ægir Þór Steinarsson og Dúi Þór Jónsson, frábæran fjórðung. „Ég held að þeir hafi ráðið úrslitum hér í kvöld, þeir voru algjörlega stórkostlegir. Ægir var góður þegar allt var undir í lokin þótt hann hefði átt erfitt uppdráttar þangað til. Hann hafði heldur ekki fulla orku og því voru mínútur Dúa stórkostlegar. Ég held að framlag Dúa hafi verið ástæðan fyrir að þetta hafðist.“ Arnar hrósaði Hattarliðinu sem var yfir lungann úr leiknum. „Körfuboltaþyrstir íbúar á Egilsstöðum og nágrenni fengu hér frábæra skemmtun þótt úrslitin hafi ekki verið á þeirra veg. Liðið þeirra var frábært, vel undirbúið, vel þjálfað og spilaði vel. Héraðsbúar mega vera stoltir af þessu liði.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 93-94 | Stjarnan marði Hött með einu stigi Stjarnan hafði betur gegn Hetti 94-93 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Liðin skiptust á forskotinu á lokasekúndunum og réðust úrslitin þegar flautuskot Hattar skoppaði upp af hringnum. 7. mars 2021 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 93-94 | Stjarnan marði Hött með einu stigi Stjarnan hafði betur gegn Hetti 94-93 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Liðin skiptust á forskotinu á lokasekúndunum og réðust úrslitin þegar flautuskot Hattar skoppaði upp af hringnum. 7. mars 2021 21:15