Arnar Guðjónsson: Þetta var hálfgerð heppni Gunnar Gunnarsson skrifar 7. mars 2021 22:30 Arnar vildi meina að sínir menn hefðu einfaldlega verið heppnir í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði heppnina umfram annað hafa ráðið því að liðið vann 94-93 sigur á Hetti þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Höttur átti síðasta skot leiksins en það geigaði. „Þegar leikurinn fer svona er það happa glappa sem ræður,“ sagði Arnar eftir leikinn. Höttur komst yfir 93-92 þegar 6,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan tók innkast og náði Austin Brodeur að koma boltanum ofan í. Höttur hafði fimm sekúndur í sína sókn og tókst að koma boltanum á Matej Karlovic sem fékk fínt skotfæri utarlega í teignum en brást bogalistin. „Við völdum stutt kerfi því við héldum að þeir myndu brjóta á okkur en við fengum skotið og fórum í það en skildum eftir tækifæri fyrir þá. Matej var búinn að vera stórkostlegur og ég hafði miklar áhyggjur þegar ég sá hann fá boltann, því ég var sannfærður um að hann myndi skora. Sem betur fer fyrir okkur en því miður fyrir Hattarmenn lukkaðist það ekki.“ Staðan var jöfn þegar kom inn í síðasta leikhlutann en þar áttu leikstjórnendur Stjörnunnar, Ægir Þór Steinarsson og Dúi Þór Jónsson, frábæran fjórðung. „Ég held að þeir hafi ráðið úrslitum hér í kvöld, þeir voru algjörlega stórkostlegir. Ægir var góður þegar allt var undir í lokin þótt hann hefði átt erfitt uppdráttar þangað til. Hann hafði heldur ekki fulla orku og því voru mínútur Dúa stórkostlegar. Ég held að framlag Dúa hafi verið ástæðan fyrir að þetta hafðist.“ Arnar hrósaði Hattarliðinu sem var yfir lungann úr leiknum. „Körfuboltaþyrstir íbúar á Egilsstöðum og nágrenni fengu hér frábæra skemmtun þótt úrslitin hafi ekki verið á þeirra veg. Liðið þeirra var frábært, vel undirbúið, vel þjálfað og spilaði vel. Héraðsbúar mega vera stoltir af þessu liði.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 93-94 | Stjarnan marði Hött með einu stigi Stjarnan hafði betur gegn Hetti 94-93 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Liðin skiptust á forskotinu á lokasekúndunum og réðust úrslitin þegar flautuskot Hattar skoppaði upp af hringnum. 7. mars 2021 21:15 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
„Þegar leikurinn fer svona er það happa glappa sem ræður,“ sagði Arnar eftir leikinn. Höttur komst yfir 93-92 þegar 6,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan tók innkast og náði Austin Brodeur að koma boltanum ofan í. Höttur hafði fimm sekúndur í sína sókn og tókst að koma boltanum á Matej Karlovic sem fékk fínt skotfæri utarlega í teignum en brást bogalistin. „Við völdum stutt kerfi því við héldum að þeir myndu brjóta á okkur en við fengum skotið og fórum í það en skildum eftir tækifæri fyrir þá. Matej var búinn að vera stórkostlegur og ég hafði miklar áhyggjur þegar ég sá hann fá boltann, því ég var sannfærður um að hann myndi skora. Sem betur fer fyrir okkur en því miður fyrir Hattarmenn lukkaðist það ekki.“ Staðan var jöfn þegar kom inn í síðasta leikhlutann en þar áttu leikstjórnendur Stjörnunnar, Ægir Þór Steinarsson og Dúi Þór Jónsson, frábæran fjórðung. „Ég held að þeir hafi ráðið úrslitum hér í kvöld, þeir voru algjörlega stórkostlegir. Ægir var góður þegar allt var undir í lokin þótt hann hefði átt erfitt uppdráttar þangað til. Hann hafði heldur ekki fulla orku og því voru mínútur Dúa stórkostlegar. Ég held að framlag Dúa hafi verið ástæðan fyrir að þetta hafðist.“ Arnar hrósaði Hattarliðinu sem var yfir lungann úr leiknum. „Körfuboltaþyrstir íbúar á Egilsstöðum og nágrenni fengu hér frábæra skemmtun þótt úrslitin hafi ekki verið á þeirra veg. Liðið þeirra var frábært, vel undirbúið, vel þjálfað og spilaði vel. Héraðsbúar mega vera stoltir af þessu liði.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 93-94 | Stjarnan marði Hött með einu stigi Stjarnan hafði betur gegn Hetti 94-93 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Liðin skiptust á forskotinu á lokasekúndunum og réðust úrslitin þegar flautuskot Hattar skoppaði upp af hringnum. 7. mars 2021 21:15 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 93-94 | Stjarnan marði Hött með einu stigi Stjarnan hafði betur gegn Hetti 94-93 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Liðin skiptust á forskotinu á lokasekúndunum og réðust úrslitin þegar flautuskot Hattar skoppaði upp af hringnum. 7. mars 2021 21:15
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga