Anníe Mist mjög spennt fyrir því að stóra stundin sé að renna upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 09:19 Anníe Mist Þórisdóttir með þeim Söru Sigmundsdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttir en þær hafa allar náð frábærum árangri í CrossFit íþróttinni undanfarin ár. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir hefur ekki marga daga í viðbót til að undirbúa endurkomuna. The Open hefst í þessari viku og það verður fyrsta keppni íslensku CrossFit goðsagnarinnar síðan hún eignaðist Freyju Mist í ágúst. Anníe Mist hefur unnið marga sigra á frábærum ferli sínum og sú prófraun sem bíður hennar í endurkomunni gæti án efa endað í þeim flokki takist henni að komast aftur í hóp þeirra hraustustu í CrossFit íþróttinni. „Ég er svo spennt fyrir morgundeginum. Vikan sem CrossFit Open 2021 byrjar. Ekki gleyma ... hafðu alltaf trú á þér og ekki óttast það að gera mistök,“ skrifaði Anníe Mist í færslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Gefðu allt þitt í þetta, nýttu þér góð ráð og reyndu að bæta þig í framhaldinu,“ skrifaði Anníe. „Ímyndaðu þér að ef ég hefði ekki tekið þátt í minni fyrstu CrossFit keppni af því að ég hafði áhyggjur af því að geta ekki staðið mig nógu vel í jafnhendingunni þá er alveg möguleiki á því að líf mitt hefði verið öðruvísi,“ skrifaði Anníe. „Kannski hefði ég ekki orðið heimsmeistari, kannski hefði ég aldrei hitt þetta ótrúlega fólk eða farið á alla þessa stórkostlegu staði og kannski værir þú þá ekki að lesa þetta núna,“ skrifaði Anníe. „Ég elska að tala um það að fuglinn á greininni er aldrei hræddur um að greinin brotni af því að hann treystir á vængina sína en ekki sjálfa trjágreinina,“ skrifaði Anníe Mist. Freyja Mist kom í heiminn 10. ágúst síðastliðinn. Þegar Open hefst 11. mars næstkomandi verða liðnir sjö mánuðir síðan að Anníe Mist varð mamma í fyrsta sinn. Endurkoman hefur reynt á hana enda gengið ekki alveg eins vel og hún bjóst við en það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig henni mun ganga á The Open í ár. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Sjá meira
Anníe Mist hefur unnið marga sigra á frábærum ferli sínum og sú prófraun sem bíður hennar í endurkomunni gæti án efa endað í þeim flokki takist henni að komast aftur í hóp þeirra hraustustu í CrossFit íþróttinni. „Ég er svo spennt fyrir morgundeginum. Vikan sem CrossFit Open 2021 byrjar. Ekki gleyma ... hafðu alltaf trú á þér og ekki óttast það að gera mistök,“ skrifaði Anníe Mist í færslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Gefðu allt þitt í þetta, nýttu þér góð ráð og reyndu að bæta þig í framhaldinu,“ skrifaði Anníe. „Ímyndaðu þér að ef ég hefði ekki tekið þátt í minni fyrstu CrossFit keppni af því að ég hafði áhyggjur af því að geta ekki staðið mig nógu vel í jafnhendingunni þá er alveg möguleiki á því að líf mitt hefði verið öðruvísi,“ skrifaði Anníe. „Kannski hefði ég ekki orðið heimsmeistari, kannski hefði ég aldrei hitt þetta ótrúlega fólk eða farið á alla þessa stórkostlegu staði og kannski værir þú þá ekki að lesa þetta núna,“ skrifaði Anníe. „Ég elska að tala um það að fuglinn á greininni er aldrei hræddur um að greinin brotni af því að hann treystir á vængina sína en ekki sjálfa trjágreinina,“ skrifaði Anníe Mist. Freyja Mist kom í heiminn 10. ágúst síðastliðinn. Þegar Open hefst 11. mars næstkomandi verða liðnir sjö mánuðir síðan að Anníe Mist varð mamma í fyrsta sinn. Endurkoman hefur reynt á hana enda gengið ekki alveg eins vel og hún bjóst við en það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig henni mun ganga á The Open í ár. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Sjá meira