Segir engar líkur á því að Gerrard yfirgefi Rangers og taki við Liverpool á næstunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2021 08:31 Steven Gerrard mátti vera glaður um helgina. getty/Robert Perry Engar líkur eru á því að Steven Gerrard yfirgefi Rangers á næstunni og taki við Liverpool. Þetta segir Dave King, fyrrverandi formaður Rangers sem varð skoskur meistari um helgina. Gerrard hefur gert frábæra hluti hjá Rangers síðan hann tók við liðinu 2018. Í vetur hefur Rangers haft gríðarlega mikla yfirburði í skosku úrvalsdeildinni og hefur ekki enn tapað leik. Gerrard er ein mesta goðsögn í sögu Liverpool og hefur verið orðaður við endurkomu á Anfield. Englandsmeisturum hefur gengið bölvanlega að undanförnu og tapað sex heimaleikjum í röð. Þá hefur Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, verið orðaður við þýska landsliðið. King, sem réði Gerrard til Rangers fyrir þremur árum, segir að hann sé ekki á förum til Liverpool, allavega ekki á næstunni. „Það eru núll prósent líkur á því að Steven fari til Liverpool á næstu árum. Fyrir því eru tvær ástæður. Liverpool skiptir ekki svo auðveldlega um stjóra. Klopp hefur gert frábæra hluti, þeir hafa átt erfitt tímabil en hann er samt stórkostlegur stjóri og verður áfram þarna á næsta tímabili,“ sagði King. „Svo er Steven ekki maður sem rýfur samning. Hann framlengdi samning sinn við Rangers vitandi að hann ætti að vinna og verja titilinn. Að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu var annað markmið. Ég held að Steven verði ekki sáttur með að vinna bara deildina. Ég veit að hann vill verja titilinn og komast í Meistaradeildina.“ Rangers sigraði St. Mirren, 3-0, á laugardaginn. Degi síðar gerði Celtic markalaust jafntefli við Dundee United. Þar með var ljóst að Rangers væri orðið meistari í 55. sinn í sögu félagsins. Skoski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Gerrard hefur gert frábæra hluti hjá Rangers síðan hann tók við liðinu 2018. Í vetur hefur Rangers haft gríðarlega mikla yfirburði í skosku úrvalsdeildinni og hefur ekki enn tapað leik. Gerrard er ein mesta goðsögn í sögu Liverpool og hefur verið orðaður við endurkomu á Anfield. Englandsmeisturum hefur gengið bölvanlega að undanförnu og tapað sex heimaleikjum í röð. Þá hefur Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, verið orðaður við þýska landsliðið. King, sem réði Gerrard til Rangers fyrir þremur árum, segir að hann sé ekki á förum til Liverpool, allavega ekki á næstunni. „Það eru núll prósent líkur á því að Steven fari til Liverpool á næstu árum. Fyrir því eru tvær ástæður. Liverpool skiptir ekki svo auðveldlega um stjóra. Klopp hefur gert frábæra hluti, þeir hafa átt erfitt tímabil en hann er samt stórkostlegur stjóri og verður áfram þarna á næsta tímabili,“ sagði King. „Svo er Steven ekki maður sem rýfur samning. Hann framlengdi samning sinn við Rangers vitandi að hann ætti að vinna og verja titilinn. Að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu var annað markmið. Ég held að Steven verði ekki sáttur með að vinna bara deildina. Ég veit að hann vill verja titilinn og komast í Meistaradeildina.“ Rangers sigraði St. Mirren, 3-0, á laugardaginn. Degi síðar gerði Celtic markalaust jafntefli við Dundee United. Þar með var ljóst að Rangers væri orðið meistari í 55. sinn í sögu félagsins.
Skoski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira