Ákvörðun um áfrýjun „auðvitað ekki léttvæg“ Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 9. mars 2021 10:46 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir það ekki hafa verið léttvæga ákvörðun að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar. Hún hafi leitað til sérfræðinga við ákvörðunina og farið vel yfir málið. Lilja hafði hingað til ekki tjáð sig um dóm héraðsdóms við fjölmiðla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná af henni tali. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að Lilja hefði brotið jafnréttislög með skipan flokksbróður síns Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra. Dómurinn tók undir það mat kærunefndar jafnréttismála að ráðherra hefði vanmetið Hafdísi, sem einnig sótti um starfið. Lilja sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hún hefði leitað til tveggja sérfræðinga áður en hún tók ákvörðun um að áfrýja dómnum. Í álitum þeirra hefði komið fram að ekki hefði verið rökstutt með fullnægjandi hætti hvernig Hafdísi hefði verið mismunað á grundvelli kynferðis við ráðninguna. „Þess vegna tók ég þessa ákvörðun,“ sagði Lilja. Lilja ákvað sama dag og dómur héraðsdóms féll að áfrýja honum til Landsréttar. Því hefur verið velt upp að ákvörðunin hafi verið tekin heldur fljótt. Lilja var innt eftir viðbrögðum við þessu í morgun. Hún sagði að málið hefði verið skoðað mjög vel og hún hefði verið búin að funda með settum ríkislögmanni. „En þetta er auðvitað ekki léttvæg ákvörðun,“ tók Lilja sérstaklega fram. Fréttin hefur verið uppfærð. Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Lilja hafði hingað til ekki tjáð sig um dóm héraðsdóms við fjölmiðla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná af henni tali. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að Lilja hefði brotið jafnréttislög með skipan flokksbróður síns Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra. Dómurinn tók undir það mat kærunefndar jafnréttismála að ráðherra hefði vanmetið Hafdísi, sem einnig sótti um starfið. Lilja sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hún hefði leitað til tveggja sérfræðinga áður en hún tók ákvörðun um að áfrýja dómnum. Í álitum þeirra hefði komið fram að ekki hefði verið rökstutt með fullnægjandi hætti hvernig Hafdísi hefði verið mismunað á grundvelli kynferðis við ráðninguna. „Þess vegna tók ég þessa ákvörðun,“ sagði Lilja. Lilja ákvað sama dag og dómur héraðsdóms féll að áfrýja honum til Landsréttar. Því hefur verið velt upp að ákvörðunin hafi verið tekin heldur fljótt. Lilja var innt eftir viðbrögðum við þessu í morgun. Hún sagði að málið hefði verið skoðað mjög vel og hún hefði verið búin að funda með settum ríkislögmanni. „En þetta er auðvitað ekki léttvæg ákvörðun,“ tók Lilja sérstaklega fram. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira