Nokkrar staðreyndir um jafnréttismál Einar A. Brynjólfsson skrifar 9. mars 2021 13:12 Áhersla ríkisstjórnarinnar á jafnréttismál - nokkrar staðreyndir Desember 2017 - Ríkistjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks kynnir samstarfssáttmála sinn með pompi og prakt. Í honum er áhersla lögð á jafnréttismál. Júní 2019 - Staða ráðuneytisstjóra í Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýst til umsóknar. Nóvember 2019 - Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra, ræður Pál Magnússon, innvígðan og innmúraðan flokkshest, í starfið. Nóvember 2019 - Hafdís Helga Ólafsdóttir, einn umsækjenda um starfið, óskar eftir öllum gögnum málsins og rökstuðningi fyrir ráðningu Páls, enda telur hún fram hjá sér gengið með gróflegum hætti. Janúar 2020 - Eftir ýmsar mótbárur í ráðuneytinu og mikinn eftirrekstur fær Hafdís Helga umbeðin gögn loks í hendur. Meðal gagna er skjal sem inniheldur lista yfir matsþætti sem væntanlega voru hafðir til hliðsjónar þegar mat var lagt á umsækjendur. Svo virðist sem sumir matsþættir séu tvíteknir og öðrum slegið saman. Reyndar vantar yfirskrift á skjalið og ekki er alveg ljóst hvert vægi einstakra matsþátta er. Í umsögn ráðningarnefndar - sem er reyndar undir forystu gamalreynds flokksbróður ráðherrans og Páls - er að finna ónákvæmni og missagnir um Hafdísi Helgu og starfsreynslu hennar. Mars 2020 - Hafdís Helga kærir ráðninguna til Kærunefndar jafnréttismála. Maí 2020 - Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir hafi brotið gegn 1. málsgrein 26. greinar laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Júlí 2020 - Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra, kærir úrskurð Kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur og fer fram á að hann verði ógiltur. Mars 2021 - Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar erindi Lilju um ógildingu úrskurðarins. Hann stendur því óhaggaður Mars 2021 - Lilja Alfreðsdóttir tilkynnir að hún muni áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar Á sama tíma urðu nokkrar breytingar á þessum mikilvæga málaflokki Janúar 2019 - Jafnréttismál færð frá félagsmála- og jafnréttismálaráðuneytinu, þar sem Ásmundur Einar Daðason ræður ríkjum, til forsætisráðuneytisins, ráðuneytis Katrínar Jakobsdóttur. Það er m.a. gert „í ljósi aukins vægis jafnréttismála almennt“ og „áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn“. Október 2020 (þremur mánuðum eftir að Lilja Alfreðsdóttir kærði úrskurð Kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur) - Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggur fram frumvarp um stjórnsýslu jafnréttismála. Þar er m.a. kveðið á um sérþekkingu nefndarfólks í Kærunefnd jafnréttismála á jafnrétti kynjanna og jafnrétti almennt. (Segir það sig ekki sjálft?) Það bitastæðasta er þó - greinilega beint gegn Lilju Alfreðsdóttur - að ef gagnaðili (t.d. einhver ráðherra!) höfðar mál til ógildingar á úrskurði Kærunefndarinnar skuli nefndinni einnig stefnt til varnar, enda þekki enginn „betur á hvaða grunni úrskurður nefndarinnar er byggður en nefndin sjálf og því [sé] rétt að hún sjái um að færa fram málsástæður og lagarök fyrir því af hverju úrskurðurinn sé löglegur“. Desember 2020 - Alþingi samþykkir ofangreint frumvarp Katrínar Jakobsdóttur með 52 atkvæðum. Lilja Alfreðsdóttir er þeirra á meðal. Margir hafa haft á orði að framganga Lilju Alfreðsdóttur í þessu máli sé henni til lítils sóma, enda felist í henni lítil auðmýkt og „áhersla ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn“, þ.e. jafnréttismál, hafi tekið á sig undarlega birtingarmynd. Undirritaður tekur í sama streng. Einar A. Brynjólfsson er fyrrverandi Alþingismaður, áhugamaður um jafnréttismál og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Einar A. Brynjólfsson Jafnréttismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Áhersla ríkisstjórnarinnar á jafnréttismál - nokkrar staðreyndir Desember 2017 - Ríkistjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks kynnir samstarfssáttmála sinn með pompi og prakt. Í honum er áhersla lögð á jafnréttismál. Júní 2019 - Staða ráðuneytisstjóra í Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýst til umsóknar. Nóvember 2019 - Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra, ræður Pál Magnússon, innvígðan og innmúraðan flokkshest, í starfið. Nóvember 2019 - Hafdís Helga Ólafsdóttir, einn umsækjenda um starfið, óskar eftir öllum gögnum málsins og rökstuðningi fyrir ráðningu Páls, enda telur hún fram hjá sér gengið með gróflegum hætti. Janúar 2020 - Eftir ýmsar mótbárur í ráðuneytinu og mikinn eftirrekstur fær Hafdís Helga umbeðin gögn loks í hendur. Meðal gagna er skjal sem inniheldur lista yfir matsþætti sem væntanlega voru hafðir til hliðsjónar þegar mat var lagt á umsækjendur. Svo virðist sem sumir matsþættir séu tvíteknir og öðrum slegið saman. Reyndar vantar yfirskrift á skjalið og ekki er alveg ljóst hvert vægi einstakra matsþátta er. Í umsögn ráðningarnefndar - sem er reyndar undir forystu gamalreynds flokksbróður ráðherrans og Páls - er að finna ónákvæmni og missagnir um Hafdísi Helgu og starfsreynslu hennar. Mars 2020 - Hafdís Helga kærir ráðninguna til Kærunefndar jafnréttismála. Maí 2020 - Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir hafi brotið gegn 1. málsgrein 26. greinar laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Júlí 2020 - Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra, kærir úrskurð Kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur og fer fram á að hann verði ógiltur. Mars 2021 - Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar erindi Lilju um ógildingu úrskurðarins. Hann stendur því óhaggaður Mars 2021 - Lilja Alfreðsdóttir tilkynnir að hún muni áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar Á sama tíma urðu nokkrar breytingar á þessum mikilvæga málaflokki Janúar 2019 - Jafnréttismál færð frá félagsmála- og jafnréttismálaráðuneytinu, þar sem Ásmundur Einar Daðason ræður ríkjum, til forsætisráðuneytisins, ráðuneytis Katrínar Jakobsdóttur. Það er m.a. gert „í ljósi aukins vægis jafnréttismála almennt“ og „áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn“. Október 2020 (þremur mánuðum eftir að Lilja Alfreðsdóttir kærði úrskurð Kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur) - Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggur fram frumvarp um stjórnsýslu jafnréttismála. Þar er m.a. kveðið á um sérþekkingu nefndarfólks í Kærunefnd jafnréttismála á jafnrétti kynjanna og jafnrétti almennt. (Segir það sig ekki sjálft?) Það bitastæðasta er þó - greinilega beint gegn Lilju Alfreðsdóttur - að ef gagnaðili (t.d. einhver ráðherra!) höfðar mál til ógildingar á úrskurði Kærunefndarinnar skuli nefndinni einnig stefnt til varnar, enda þekki enginn „betur á hvaða grunni úrskurður nefndarinnar er byggður en nefndin sjálf og því [sé] rétt að hún sjái um að færa fram málsástæður og lagarök fyrir því af hverju úrskurðurinn sé löglegur“. Desember 2020 - Alþingi samþykkir ofangreint frumvarp Katrínar Jakobsdóttur með 52 atkvæðum. Lilja Alfreðsdóttir er þeirra á meðal. Margir hafa haft á orði að framganga Lilju Alfreðsdóttur í þessu máli sé henni til lítils sóma, enda felist í henni lítil auðmýkt og „áhersla ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn“, þ.e. jafnréttismál, hafi tekið á sig undarlega birtingarmynd. Undirritaður tekur í sama streng. Einar A. Brynjólfsson er fyrrverandi Alþingismaður, áhugamaður um jafnréttismál og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun