Kosning þingkonu og umboð hennar til starfa Katrín Sif Sigurgeirsdóttir skrifar 11. mars 2021 07:31 Ég er Katrín Sif Sigurgeirsdóttir og er í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata. Þar sækist ég eftir oddvitasæti. Hvað ert þú kona, að vilja á þing ? Jú sjáðu, ég á erindi þangað. Ég er tilbúin til að láta til mín taka þar með grunngildi Pírata að leiðarljósi. Ég fann nefnilega samleið með hópi fólks sem aðhyllist og fylgir ákveðnum prinsippum, grunnstefnu sem ég finn svo góðan samhljóm með. Ég hef nefnilega hugsjónir um gagnsæja stjórnsýslu. Upplýsingar á mannamáli. Hugsjónir um traust heilbrigðiskerfi og skilvirkt félagskerfi. Allir einstaklingar eru jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til allra mannréttinda. Ég er tilbúin til að vinna að því hörðum höndum að standa vörð um þau réttindi. Standa vörð um réttindi barna okkar til að alast upp í réttlátu samfélagi þar sem allir hafa sömu tækifærin, óháð stétt eða stöðu foreldranna. Standa vörð um réttindi aldraðra. Ég vill samfélag þar sem aldraðir fá að njóta ævikvöldsins eins og þeim þóknast best, án þess að vera sett undir falskan ölmusuhatt. Okkur ber að sýna öldruðum virðingu fyrir þeirra lífsverki, án þeirra værum við ekki hér. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þar þurfum við verulega að bæta í. Íslensk stjórnvöld undirrituðu samninginn árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Það þarf að lögfesta samninginn og vinna markvisst að jöfnum rétti og tækifærum allra. Nú og þessi hópur sem ég er að segja ykkur frá, Píratar. Þetta er ungur óspilltur hópur, óraskaður af íþyngjandi gildum og óháður fjármálaöflum. Hópur sem byggir á lýðræði fyrir alla, jöfnum tækifærum, gagnsærri stjórnsýslu og gagnrýninni hugsun. Hópur sem býður upp á mikla aðlögunarhæfni. Hefur svigrúm fyrir vaxtaverki sem felast í því að gera mistök, skipta um skoðun, biðjast afsökunar og gera betur. Hópur sem forðast óþarfa forræðishyggju. Þetta er hópur sem ég hef tekist höndum við og óska nú eftir umboði frá til að starfa í þeirra nafni á alþingi Íslendinga. Fái ég til þess tækifæri vill ég að það sé alveg ljóst að ég geri mér fulla grein fyrir því að stjórnvöld starfa í umboði þjóðarinnar. Það hefur virst sem svo að það sé ekki almenn þekking á því á þinginu og því sé ég ástæðu til að taka það sérstaklega fram. Það er þjóðarinnar að leggja línurnar. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Stjórnarskráin er okkar æðsta plagg og hún skilgreinir það vald sem þjóðin lætur stjórnvöldum í té. Árið 2012 kusu tveir þriðju hlutar þjóðarinnar með því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Þjóðin hefur talað – stjórnvöld hafa hunsað. Til að standa vörð um þennan hornstein lýðræðisins og jafnframt hefja störf þingsins aftur til einhverrar virðingar væri ráð að byrja á því að virða vilja þjóðarinnar og lögfesta nýja stjórnarskrá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og sækist eftir 1. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Norðvesturkjördæmi Katrín Sif Sigurgeirsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Ég er Katrín Sif Sigurgeirsdóttir og er í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata. Þar sækist ég eftir oddvitasæti. Hvað ert þú kona, að vilja á þing ? Jú sjáðu, ég á erindi þangað. Ég er tilbúin til að láta til mín taka þar með grunngildi Pírata að leiðarljósi. Ég fann nefnilega samleið með hópi fólks sem aðhyllist og fylgir ákveðnum prinsippum, grunnstefnu sem ég finn svo góðan samhljóm með. Ég hef nefnilega hugsjónir um gagnsæja stjórnsýslu. Upplýsingar á mannamáli. Hugsjónir um traust heilbrigðiskerfi og skilvirkt félagskerfi. Allir einstaklingar eru jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til allra mannréttinda. Ég er tilbúin til að vinna að því hörðum höndum að standa vörð um þau réttindi. Standa vörð um réttindi barna okkar til að alast upp í réttlátu samfélagi þar sem allir hafa sömu tækifærin, óháð stétt eða stöðu foreldranna. Standa vörð um réttindi aldraðra. Ég vill samfélag þar sem aldraðir fá að njóta ævikvöldsins eins og þeim þóknast best, án þess að vera sett undir falskan ölmusuhatt. Okkur ber að sýna öldruðum virðingu fyrir þeirra lífsverki, án þeirra værum við ekki hér. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þar þurfum við verulega að bæta í. Íslensk stjórnvöld undirrituðu samninginn árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Það þarf að lögfesta samninginn og vinna markvisst að jöfnum rétti og tækifærum allra. Nú og þessi hópur sem ég er að segja ykkur frá, Píratar. Þetta er ungur óspilltur hópur, óraskaður af íþyngjandi gildum og óháður fjármálaöflum. Hópur sem byggir á lýðræði fyrir alla, jöfnum tækifærum, gagnsærri stjórnsýslu og gagnrýninni hugsun. Hópur sem býður upp á mikla aðlögunarhæfni. Hefur svigrúm fyrir vaxtaverki sem felast í því að gera mistök, skipta um skoðun, biðjast afsökunar og gera betur. Hópur sem forðast óþarfa forræðishyggju. Þetta er hópur sem ég hef tekist höndum við og óska nú eftir umboði frá til að starfa í þeirra nafni á alþingi Íslendinga. Fái ég til þess tækifæri vill ég að það sé alveg ljóst að ég geri mér fulla grein fyrir því að stjórnvöld starfa í umboði þjóðarinnar. Það hefur virst sem svo að það sé ekki almenn þekking á því á þinginu og því sé ég ástæðu til að taka það sérstaklega fram. Það er þjóðarinnar að leggja línurnar. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Stjórnarskráin er okkar æðsta plagg og hún skilgreinir það vald sem þjóðin lætur stjórnvöldum í té. Árið 2012 kusu tveir þriðju hlutar þjóðarinnar með því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Þjóðin hefur talað – stjórnvöld hafa hunsað. Til að standa vörð um þennan hornstein lýðræðisins og jafnframt hefja störf þingsins aftur til einhverrar virðingar væri ráð að byrja á því að virða vilja þjóðarinnar og lögfesta nýja stjórnarskrá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og sækist eftir 1. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun