Draga ekkert undan en ljúga helling Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2021 09:00 Björg, Salka og Selma saman á sviðinu. Gaflaraleikhúsið setur á svið sýningu með þeim Sölku Sól Eyfeld, Selmu Björnsdóttur og Björk Jakobsdóttur sem leiða nú saman hryssur sínar í fyrsta sinn. Sýningin heitir Bíddu bara. Verkið fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; um vonir og drauma, biturleika og frú-strasjónir, uppeldi, kvíða og hvítvín. Þær Björk, Salka Sól og Selma byggja verkið á sinni eigin reynslu og draga ekkert undan en ljúga helling, segir í tilkynningu. „Þetta er verk um íslenskar konur, samið af íslenskum konum og fyrir íslenskar konur, hinsegin, kynsegin og allar hinar (og fyrrverandi, núverandi og tilvonandi maka sem þora að koma).“ Allar eru þær Salka Sól, Selma og Björk þekktar fyrir störf sín í leikhúsi á síðustu árum. Salka Sól sló fyrst í gegn sem söngkona og nú síðast sem Ronja ræningjadóttir. „Hún er ein allra vinsælasta og hæfileikaríkasta listakona landsins um þessar mundir,“ segir í tilkynningu frá Gaflaraleikhúsinu. „Selma Björns hefur verið ástmögur þjóðarinnar frá því hún var í Grease og svo stimplaði hún sig rækilega inn sem stórstjarna í Söngvakeppninni. Hún hefur leikstýrt stórsýningum á borð við Vesalingana á undanförnum árum og leikið á sviði og í sjónvarpsþáttum en leikur hér sitt stærsta hlutverk til þessa.“ Flestar Grímur „Björk sló rækilega í gegn með einleik sínum Sellófon hér um árið sem var settur upp í 19 löndum víða um heim. Hún hefur síðan þá skrifað og leikstýrt stórsmellum á borð Blakkát og Mömmu klikk! auk þess að vera leikhússtýra Gaflaraleikhússins. Hún snýr loksins aftur á svið sem leikkona í Bíddu bara.“ Þær Salka Sól, Selma og Björk leika sumsé öll aðalhlutverk, aukahlutverk, kvíðaverk og smáhlutverk í sýningunni auk þess að flytja „snilldarlega helling af frábærri, nýrri tónlist“. Stallsysturnar skrifa og leika í verkinu en semja auk þess lögin í verkinu í félagi við Karl Olgeirsson. „Gullfalleg og oft á tíðum bráðfyndin lög - og texta.“ Leikstjórn er í höndum Ágústu Skúladóttur, „fyndnasta leikstjóra landsins sem er sá leikstjóri á Íslandi sem hefur hlotið flestar Grímur“. Þórunn María Jónsdóttir sér um búninga og leikmynd í Gaflaraleikhúsinu í fyrsta sinn og Freyr Vilhjálmsson sér um ljósahönnun eins og hann hefur gert í undanförnum sýningum leikhússins. Frumsýning verður þann 9. apríl í Gaflaraleikhúsinu en miðasala er hafin á tix.is og Gaflaraleikhúsinu. Menning Hafnarfjörður Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira
Verkið fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; um vonir og drauma, biturleika og frú-strasjónir, uppeldi, kvíða og hvítvín. Þær Björk, Salka Sól og Selma byggja verkið á sinni eigin reynslu og draga ekkert undan en ljúga helling, segir í tilkynningu. „Þetta er verk um íslenskar konur, samið af íslenskum konum og fyrir íslenskar konur, hinsegin, kynsegin og allar hinar (og fyrrverandi, núverandi og tilvonandi maka sem þora að koma).“ Allar eru þær Salka Sól, Selma og Björk þekktar fyrir störf sín í leikhúsi á síðustu árum. Salka Sól sló fyrst í gegn sem söngkona og nú síðast sem Ronja ræningjadóttir. „Hún er ein allra vinsælasta og hæfileikaríkasta listakona landsins um þessar mundir,“ segir í tilkynningu frá Gaflaraleikhúsinu. „Selma Björns hefur verið ástmögur þjóðarinnar frá því hún var í Grease og svo stimplaði hún sig rækilega inn sem stórstjarna í Söngvakeppninni. Hún hefur leikstýrt stórsýningum á borð við Vesalingana á undanförnum árum og leikið á sviði og í sjónvarpsþáttum en leikur hér sitt stærsta hlutverk til þessa.“ Flestar Grímur „Björk sló rækilega í gegn með einleik sínum Sellófon hér um árið sem var settur upp í 19 löndum víða um heim. Hún hefur síðan þá skrifað og leikstýrt stórsmellum á borð Blakkát og Mömmu klikk! auk þess að vera leikhússtýra Gaflaraleikhússins. Hún snýr loksins aftur á svið sem leikkona í Bíddu bara.“ Þær Salka Sól, Selma og Björk leika sumsé öll aðalhlutverk, aukahlutverk, kvíðaverk og smáhlutverk í sýningunni auk þess að flytja „snilldarlega helling af frábærri, nýrri tónlist“. Stallsysturnar skrifa og leika í verkinu en semja auk þess lögin í verkinu í félagi við Karl Olgeirsson. „Gullfalleg og oft á tíðum bráðfyndin lög - og texta.“ Leikstjórn er í höndum Ágústu Skúladóttur, „fyndnasta leikstjóra landsins sem er sá leikstjóri á Íslandi sem hefur hlotið flestar Grímur“. Þórunn María Jónsdóttir sér um búninga og leikmynd í Gaflaraleikhúsinu í fyrsta sinn og Freyr Vilhjálmsson sér um ljósahönnun eins og hann hefur gert í undanförnum sýningum leikhússins. Frumsýning verður þann 9. apríl í Gaflaraleikhúsinu en miðasala er hafin á tix.is og Gaflaraleikhúsinu.
Menning Hafnarfjörður Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira