Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 14:12 TIl stendur að halda söngvakeppnina í Rotterdam í Hollandi í maí. Spurning er hvort að Hvíta-Rússland fái að senda fulltrúa þangað. Vísir/EPA Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Mannréttindasamtök segja að ríkisstjórn Lúkasjenka hafi látið handtaka fleiri en 33.000 manns í aðgerðum gegn stjórnarandstæðingum. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði við „neyðarástandi í mannréttindamálum“ í Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði. Val hvítrússneska ríkisútvarpsins á laginu „Ég skal kenna þér“ í söngvakeppnina í ár hefur síst orðið til að lægja öldurnar. Hljómsveitin Galasy ZMesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, hefur ítrekað gert lítið úr mótmælunum og leiðtogum þeirra í lögum sínum. Í laginu sem varð fyrir valinu í keppnina má meðal annars finna textabrotið „Ég skal kenna þér að hlýða“. Lagið virðist ekki fá mikinn hljómgrunn á meðal aðdáenda keppninnar. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa um 7.300 manns líkað við lagið en 47.000 mislíkað það á opinberri Youtube-síðu keppninnar. Á meðal þeirra óánægðu er Angelica Agurbash sem keppti fyrir hönd Hvíta-Rússlands í keppninni árið 2005. „Þetta hefur hvítrússnesku þjóðina að háð og spotti og allt þar sem hefur gerst í landinu. Það væri rangt að taka á móti fulltrúa blóðþyrstrar stjórnar Lúkasjenka,“ segir Agurbash við Reuters-fréttastofuna. Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU), sem standa fyrir söngvakeppninni, segja Reuters að farið sé yfir öll lög sem eru send til keppni til að ganga úr skugga um að þau samrýmist reglum keppninnar. Henni verði ekki breytt í pólitískt tól. Karin Karlsbro, sænskur Evrópuþingmaður, hefur þegar kallað eftir því að Hvíta-Rússland verði útilokað frá söngvakeppninni. Ríkisútvarpsstöðin sé ekkert annað en áróðursvél fyrir einræðisstjórn Lúkasjenka og hann persónulega. Uppfært 15:10 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var myndband við lagið af Youtube-rás keppninnar í Hvíta-Rússlandi. Svo virðist sem að myndbandið hafi síðan verið fjarlægt eða lokað fyrir aðgang að því. Hvíta-Rússland Eurovision Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Mannréttindasamtök segja að ríkisstjórn Lúkasjenka hafi látið handtaka fleiri en 33.000 manns í aðgerðum gegn stjórnarandstæðingum. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði við „neyðarástandi í mannréttindamálum“ í Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði. Val hvítrússneska ríkisútvarpsins á laginu „Ég skal kenna þér“ í söngvakeppnina í ár hefur síst orðið til að lægja öldurnar. Hljómsveitin Galasy ZMesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, hefur ítrekað gert lítið úr mótmælunum og leiðtogum þeirra í lögum sínum. Í laginu sem varð fyrir valinu í keppnina má meðal annars finna textabrotið „Ég skal kenna þér að hlýða“. Lagið virðist ekki fá mikinn hljómgrunn á meðal aðdáenda keppninnar. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa um 7.300 manns líkað við lagið en 47.000 mislíkað það á opinberri Youtube-síðu keppninnar. Á meðal þeirra óánægðu er Angelica Agurbash sem keppti fyrir hönd Hvíta-Rússlands í keppninni árið 2005. „Þetta hefur hvítrússnesku þjóðina að háð og spotti og allt þar sem hefur gerst í landinu. Það væri rangt að taka á móti fulltrúa blóðþyrstrar stjórnar Lúkasjenka,“ segir Agurbash við Reuters-fréttastofuna. Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU), sem standa fyrir söngvakeppninni, segja Reuters að farið sé yfir öll lög sem eru send til keppni til að ganga úr skugga um að þau samrýmist reglum keppninnar. Henni verði ekki breytt í pólitískt tól. Karin Karlsbro, sænskur Evrópuþingmaður, hefur þegar kallað eftir því að Hvíta-Rússland verði útilokað frá söngvakeppninni. Ríkisútvarpsstöðin sé ekkert annað en áróðursvél fyrir einræðisstjórn Lúkasjenka og hann persónulega. Uppfært 15:10 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var myndband við lagið af Youtube-rás keppninnar í Hvíta-Rússlandi. Svo virðist sem að myndbandið hafi síðan verið fjarlægt eða lokað fyrir aðgang að því.
Hvíta-Rússland Eurovision Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira