Daníel Guðni: Við héldum haus á lokamínútunum Smári Jökull Jónsson skrifar 11. mars 2021 20:40 Daníel Guðni var ánægður með sigur Grindvíkinga í kvöld. vísir/huldamargrét „Ég er virkilega ánægður með að klára svona leik, við erum ekki að spila gegn einhverjum aukvisum því þetta er liðið í 3.sæti í deildinni,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn í Domino´s deildinni í kvöld. „Þeir virtust ekki sakna Adomas Drungilas svo mikið, allavega ekki sóknarlega. Þeir gerðu vel, voru að ráðast á okkur með stóru bakverðina sína gegn okkar litlu. Bæði lið voru að skjóta vel og sóknarleikurinn góður en varnarleikurinn var það sem vantaði uppá.“ Þórsarar byrjuðu af miklum krafti og eftir eina mínútu voru Grindvíkingar 8-0 yfir og Marshall Nelson kominn með tvær villur. „Við lentum í brasi, við ætluðum auðvitað alls ekki að byrja svona. En ég er ánægður með mína menn að spila leikinn í gegn þrátt fyrir smá hörku hér í restina. Ég vil meina að við höfum haldið haus þessar lokamínútur,“ bætti Daníel við en það var hiti í mönnum undir lokin og oftar en einu sinni var allt við það að sjóða upp úr. Grindvíkingar hafa verið í vandræðum með sinn varnarleik og það breyttist lítið í kvöld. „Við erum í vandræðum þegar þeir sækja hratt. Menn eru seinir, það eru kannski að koma einhver léleg skot og við lendum svo í vandræðum í hraðaupphlaupsvörninni. Við þurfum að gera betur og teljum okkur vita hvað við þurfum að gera.“ Kazembe Abif, sem nýlega kom til Grindavíkur, hefur ekki endilega heillað marga stuðningsmenn Grindavíkur en skilaði ágætum tölum í kvöld og virðist vera komast aðeins betur inn í hlutina. Hann skoraði 14 stig og tók 12 fráköst í kvöld. „Við skorum 105 stig og hann er ekki endilega búinn að skila einhverjum tölum sóknarlega í síðustu leikjum en hefur komið með ákveðna hluti inn varnarlega sem ég fíla. Hann talar, er hreyfanlegur og er að berjast. Það er það sem ég vil.“ „Vissulega vil ég fá meira framlag frá honum í ákveðnum aðgerðum, til dæmis á móti stórum bakvörðum Þórs í kvöld. Hann skilaði tvöfaldri tvennu í kvöld og það er eitthvað sem koma skal. Er hann ekki bara að komast í leikform?“ sagði Daníel Guðni að lokum. UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira
„Þeir virtust ekki sakna Adomas Drungilas svo mikið, allavega ekki sóknarlega. Þeir gerðu vel, voru að ráðast á okkur með stóru bakverðina sína gegn okkar litlu. Bæði lið voru að skjóta vel og sóknarleikurinn góður en varnarleikurinn var það sem vantaði uppá.“ Þórsarar byrjuðu af miklum krafti og eftir eina mínútu voru Grindvíkingar 8-0 yfir og Marshall Nelson kominn með tvær villur. „Við lentum í brasi, við ætluðum auðvitað alls ekki að byrja svona. En ég er ánægður með mína menn að spila leikinn í gegn þrátt fyrir smá hörku hér í restina. Ég vil meina að við höfum haldið haus þessar lokamínútur,“ bætti Daníel við en það var hiti í mönnum undir lokin og oftar en einu sinni var allt við það að sjóða upp úr. Grindvíkingar hafa verið í vandræðum með sinn varnarleik og það breyttist lítið í kvöld. „Við erum í vandræðum þegar þeir sækja hratt. Menn eru seinir, það eru kannski að koma einhver léleg skot og við lendum svo í vandræðum í hraðaupphlaupsvörninni. Við þurfum að gera betur og teljum okkur vita hvað við þurfum að gera.“ Kazembe Abif, sem nýlega kom til Grindavíkur, hefur ekki endilega heillað marga stuðningsmenn Grindavíkur en skilaði ágætum tölum í kvöld og virðist vera komast aðeins betur inn í hlutina. Hann skoraði 14 stig og tók 12 fráköst í kvöld. „Við skorum 105 stig og hann er ekki endilega búinn að skila einhverjum tölum sóknarlega í síðustu leikjum en hefur komið með ákveðna hluti inn varnarlega sem ég fíla. Hann talar, er hreyfanlegur og er að berjast. Það er það sem ég vil.“ „Vissulega vil ég fá meira framlag frá honum í ákveðnum aðgerðum, til dæmis á móti stórum bakvörðum Þórs í kvöld. Hann skilaði tvöfaldri tvennu í kvöld og það er eitthvað sem koma skal. Er hann ekki bara að komast í leikform?“ sagði Daníel Guðni að lokum.
UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira