Innlent

„Vel gert hjá Ragnari og áfram VR“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helga Guðrún er stolt af sínu fólki sem hafi lagt mikið á sig í kosningabaráttunni.
Helga Guðrún er stolt af sínu fólki sem hafi lagt mikið á sig í kosningabaráttunni. Vísir/Vilhelm

Helga Guðrún Jónasdóttir beið lægri hlut í kjöri til formanns VR. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan tólf og voru úrslit tilkynnt klukkan tvö. Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, hlaut 62 prósent gegn 38 prósentum Helgu Guðrúnar.

„Ég er óskaplega þakklát mínu stuðningsfólki fyrir frábæra baráttu og óska Ragnari til hamingju með sigurinn,“ segir Helga Guðrún í samtali við Vísi.

Stuðningsmenn hennar hafa lagt á sig ómælda vinnu sem hún sé stolt af. Baráttan hafi verið flott „en þetta hefðist ekki í þetta sinn.“

Hún segir kosningabaráttuna hafa verið ofboðslega skemmtilega og gaman að taka þátt.

„Vel gert hjá Ragnari og áfram VR,“ segir Helga Guðrún. Mestu skipti að vel gangi hjá VR. Varðandi hvort hún hyggist bjóða aftur fram krafta sínai eftir tvö ár segir hún það langan tíma og ekkert hægt að segja hvað framtíðin beri í skauti sér.


Tengdar fréttir

„Ég mun sjá hvað ég get gert betur“

„Ég er alveg ótrúlega ánægður og þakklátur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson augnablikum eftir að hafa verið endurkjörinn formaður VR. Hann segist vera að melta niðurstöðuna og lesa í tölurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×