Berglind Björg endaði á bráðamóttökunni í janúar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2021 21:36 Berglind Björg í leik með Le Havre. Le Havre Landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir þurfti að fara á bráðamóttökuna eftir að hafa farið full geyst af stað með liði sínu Le Havre í Frakklandi eftir að hún greindist með kórónuveiruna fyrir áramót. Þetta kom fram í viðtali Berglindar við Fótbolti.net. „Ég greinist með Covid-19 í byrjun desember og missi af leiknum gegn PSG. Sem betur fer var jólafrí eftir þann leik svo ég hafði smá tíma til að jafna mig eftir veikindin. Ég kem svo til Íslands þann 23. desember og fer aftur út tíu dögum seinna. Þar tekur við tveggja vikna undirbúningstímabil,“ líkami Berglindar var engan veginn tilbúinn í það. „Ég var ekki búin að ná að æfa neitt eftir að ég greindist með Covid-19, svo fer ég beint í það að æfa tvisvar á dag,“ sagði Berglind í viðtalinu. Eftir tveggja vikna „undirbúningstímabil“ spilar Berglind Björg leik gegn Issy en í kjölfarið var hún lögð inn á bráðamóttökuna. „Ég fer svo í rannsóknir þar og myndatöku tveimur dögum seinna. Þá kemur í ljós að ég var með vökva í kringum hjartað og lungun. Í kjölfarið var ég sett á tíu daga lyfjakúr og sagt að hreyfa mig ekki neitt á meðan. Eftir það tók við endurhæfing og sex vikum seinna næ ég að spila aftur,“ bætti Berglind Björg við. Berglind Björg var í byrjunarliði Le Havre um liðna helgi sem og Anna Björk Kristjánsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. Framherjinn kveðst vera orðin góð og er þakklát fyrir að vera komin aftur inn á völlinn. Það er ljóst að Le Havre þarf á kröftum hennar að halda en félagið er í bullandi fallbaráttu. Liðið mætir Montpellier á heimavelli á morgun í leik sem Le Havre verður einfaldlega að vinna. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali Berglindar við Fótbolti.net. „Ég greinist með Covid-19 í byrjun desember og missi af leiknum gegn PSG. Sem betur fer var jólafrí eftir þann leik svo ég hafði smá tíma til að jafna mig eftir veikindin. Ég kem svo til Íslands þann 23. desember og fer aftur út tíu dögum seinna. Þar tekur við tveggja vikna undirbúningstímabil,“ líkami Berglindar var engan veginn tilbúinn í það. „Ég var ekki búin að ná að æfa neitt eftir að ég greindist með Covid-19, svo fer ég beint í það að æfa tvisvar á dag,“ sagði Berglind í viðtalinu. Eftir tveggja vikna „undirbúningstímabil“ spilar Berglind Björg leik gegn Issy en í kjölfarið var hún lögð inn á bráðamóttökuna. „Ég fer svo í rannsóknir þar og myndatöku tveimur dögum seinna. Þá kemur í ljós að ég var með vökva í kringum hjartað og lungun. Í kjölfarið var ég sett á tíu daga lyfjakúr og sagt að hreyfa mig ekki neitt á meðan. Eftir það tók við endurhæfing og sex vikum seinna næ ég að spila aftur,“ bætti Berglind Björg við. Berglind Björg var í byrjunarliði Le Havre um liðna helgi sem og Anna Björk Kristjánsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. Framherjinn kveðst vera orðin góð og er þakklát fyrir að vera komin aftur inn á völlinn. Það er ljóst að Le Havre þarf á kröftum hennar að halda en félagið er í bullandi fallbaráttu. Liðið mætir Montpellier á heimavelli á morgun í leik sem Le Havre verður einfaldlega að vinna.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira