Mæla með að þjálfari Keflavíkur taki hálfleiksræður sínar einfaldlega fyrir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 23:00 Það sem Hjalti Þór er að segja við sína menn í hálfleik virðist vera að virka. Ekkert lið Dominos-deildar karla er jafn gott í síðari hálfleik og Keflavík. Vísir/Daniel Thor Gott gengi Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna til þessa í Dominos-deild karla var til umræðu í síðasta þætti Dominos-Körfuboltakvölds. „Þetta var svipað eins og manni fannst leikurinn á móti Þór Akureyri um daginn. Þeir eru á hálfum hraða í fyrri hálfleik en svo er eins og eitthvað gerist í þessum þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Sævarsson, annar af sérfræðingum þáttarins, um tólf stiga sigur Keflavíkur á Haukum í vikunni. „Við þurfum að fara setja hljóðnema á Hjalta [Þór Vilhjálmsson, þjálfara Keflavíkur] inn í leikhléi því að það er eitthvað sem hann segir við strákana sem veldur því að þeir eru alltaf svona frábærir í þriðja leikhluta,“ bætti hann við. „Ég myndi mæla með því við Hjalta að hann tæki bara hálfleiksræðuna fyrir leiki núna eða bíða með það fram í úrslitakeppni, taka hálfleiksræðuna þá og sjá hvort það skili ekki bara góðum heilum leik. Auðvitað tekur tíma að losa sig við lið, öll lið í dag, en ótrúleg tölfræði hvað þeir eru öflugir í þriðja leikhluta,“ bætti Benedikt Guðmundsson, hinn sérfræðingur þáttarins við. Tölfræðina má sjá í spilaranum hér að neðan en þar sýnir að Keflavík hefur skorað 149 stigum meira en þeir hafa fengið á sig í síðari hálfleik leikja sinna til þessa á tímabilinu. Næsta lið er Þór Þorlákshöfn með 52 stig í plús. Þá er Keflavík það lið sem hefur oftast haldið mótherjum sínum í undir 80 stigum eða alls níu sinnum. Aftur er það Þór Þ. sem kemur þar á eftir en þeir hafa náð því fjórum sinnum. „Þetta er galin tölfræði, galin tölfræði,“ segir Kjartan Atli Kjartansson. „Keflavík er svona – er ekki með neinar tölur fyrir framan mig – en manni finnst Keflavík vera eitt af þeim liðum sem eru hvað best í að hrista liðin af sér. Að vera ekki í jöfnum leik í lokin,“ bætti Sævar svo við. Klippa: Frábær tölfræði Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
„Þetta var svipað eins og manni fannst leikurinn á móti Þór Akureyri um daginn. Þeir eru á hálfum hraða í fyrri hálfleik en svo er eins og eitthvað gerist í þessum þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Sævarsson, annar af sérfræðingum þáttarins, um tólf stiga sigur Keflavíkur á Haukum í vikunni. „Við þurfum að fara setja hljóðnema á Hjalta [Þór Vilhjálmsson, þjálfara Keflavíkur] inn í leikhléi því að það er eitthvað sem hann segir við strákana sem veldur því að þeir eru alltaf svona frábærir í þriðja leikhluta,“ bætti hann við. „Ég myndi mæla með því við Hjalta að hann tæki bara hálfleiksræðuna fyrir leiki núna eða bíða með það fram í úrslitakeppni, taka hálfleiksræðuna þá og sjá hvort það skili ekki bara góðum heilum leik. Auðvitað tekur tíma að losa sig við lið, öll lið í dag, en ótrúleg tölfræði hvað þeir eru öflugir í þriðja leikhluta,“ bætti Benedikt Guðmundsson, hinn sérfræðingur þáttarins við. Tölfræðina má sjá í spilaranum hér að neðan en þar sýnir að Keflavík hefur skorað 149 stigum meira en þeir hafa fengið á sig í síðari hálfleik leikja sinna til þessa á tímabilinu. Næsta lið er Þór Þorlákshöfn með 52 stig í plús. Þá er Keflavík það lið sem hefur oftast haldið mótherjum sínum í undir 80 stigum eða alls níu sinnum. Aftur er það Þór Þ. sem kemur þar á eftir en þeir hafa náð því fjórum sinnum. „Þetta er galin tölfræði, galin tölfræði,“ segir Kjartan Atli Kjartansson. „Keflavík er svona – er ekki með neinar tölur fyrir framan mig – en manni finnst Keflavík vera eitt af þeim liðum sem eru hvað best í að hrista liðin af sér. Að vera ekki í jöfnum leik í lokin,“ bætti Sævar svo við. Klippa: Frábær tölfræði Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira