Spánverjar ráðast í tilraunaverkefni um fjögurra daga vinnuviku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2021 14:55 Iñigo Errejón þingmaður vinstri flokksins Maís País segir tilraunina löngu tímabæra. Alvaro Hurtado/NurPhoto/Getty Images Spánn gæti orðið fyrsta landið í heiminum til að prufukeyra tilraunverkefni um fjögurra daga vinnuviku. Spænska ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu vinstri flokksins Más País um að hrinda hinu þriggja ára tilraunaverkefni úr vör. Fyrirtæki sem hafa áhuga á hugmyndinni um styttri vinnuviku geta tekið þátt í verkefninu. Frá þessum fréttum greinir The Guardian. Stjórnmálaflokkurinn Más País lagði fram tillöguna fyrr á þessu ári en viðræður hafa staðið yfir um hana í nokkrar vikur. Íñigo Errejón, þingmaður Más País og formaður flokksins, sagði að með verkefninu um þrjátíu og tveggja stunda vinnuviku væri verið að hefja, með þýðingarmiklum hætti, eina mikilvægustu umræðu samtímans. Hugmyndin sé löngu tímabær. Þau rök sem færð hafa verið með hugmyndinni um styttri vinnuviku eru aukin framleiðni, betri geðheilsa starfsfólks og minna kolefnisfótspor. Hugmynd Más País lýtur að því að fjármagn frá hinu opinbera verði sett í verkefnið til að tryggja minni áhættu fyrir fyrirtækin sem taka þátt í tilrauninni sem mun standa yfir í þrjú ár. Þannig verði fyrirtækjum greitt að fullu það tap sem hugsanlega gæti hlotist af tilrauninni fyrsta heila árið, til helminga seinna árið og því sem nemur þrjátíu og þremur prósentum tapsins þriðja og síðasta árið. Flokknum reiknast til að um tvö hundruð fyrirtæki með á bilinu þrjú til sex þúsund manns í vinnu geti tekið þátt. Ófrávíkjanleg krafa til fyrirtækja verður að vinnuvikan verði stytt í umrædda fjóra daga, að laun starfsfólks muni ekki skerðast við breytinguna og að fólki verði ekki sagt upp. Tillagan hefur einnig hlotið gagnrýni en Ricardo Mur, sem er í fyrirsvari fyrir fjölmennustu samtök atvinnulífsins á Spáni lýsir hugmyndinni sem „brjálæði“. Leiðin úr úr kórónukreppunni sé meiri vinna, ekki minni. Stytting vinnuvikunnar Spánn Vinnumarkaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Fyrirtæki sem hafa áhuga á hugmyndinni um styttri vinnuviku geta tekið þátt í verkefninu. Frá þessum fréttum greinir The Guardian. Stjórnmálaflokkurinn Más País lagði fram tillöguna fyrr á þessu ári en viðræður hafa staðið yfir um hana í nokkrar vikur. Íñigo Errejón, þingmaður Más País og formaður flokksins, sagði að með verkefninu um þrjátíu og tveggja stunda vinnuviku væri verið að hefja, með þýðingarmiklum hætti, eina mikilvægustu umræðu samtímans. Hugmyndin sé löngu tímabær. Þau rök sem færð hafa verið með hugmyndinni um styttri vinnuviku eru aukin framleiðni, betri geðheilsa starfsfólks og minna kolefnisfótspor. Hugmynd Más País lýtur að því að fjármagn frá hinu opinbera verði sett í verkefnið til að tryggja minni áhættu fyrir fyrirtækin sem taka þátt í tilrauninni sem mun standa yfir í þrjú ár. Þannig verði fyrirtækjum greitt að fullu það tap sem hugsanlega gæti hlotist af tilrauninni fyrsta heila árið, til helminga seinna árið og því sem nemur þrjátíu og þremur prósentum tapsins þriðja og síðasta árið. Flokknum reiknast til að um tvö hundruð fyrirtæki með á bilinu þrjú til sex þúsund manns í vinnu geti tekið þátt. Ófrávíkjanleg krafa til fyrirtækja verður að vinnuvikan verði stytt í umrædda fjóra daga, að laun starfsfólks muni ekki skerðast við breytinguna og að fólki verði ekki sagt upp. Tillagan hefur einnig hlotið gagnrýni en Ricardo Mur, sem er í fyrirsvari fyrir fjölmennustu samtök atvinnulífsins á Spáni lýsir hugmyndinni sem „brjálæði“. Leiðin úr úr kórónukreppunni sé meiri vinna, ekki minni.
Stytting vinnuvikunnar Spánn Vinnumarkaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira