Ólafur Darri við hlið Jamie Dornan í nýjum hasarþáttum BBC og HBO Max Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2021 18:35 Ólafur Darri Ólafsson lék síðast í sjónvarpsþáttunum Ráðherrann. Getty/Daniel Knighton Ólafur Darri Ólafsson mun fara með eitt aðalhlutverka í spennuþáttunum The Tourist sem verða meðal annars sýndir á BBC og streymisveitunni HBO Max. Mun Ólafur þar leika við hlið grísk-austurríska leikarans Alex Dimitriades og hins írska Jamie Dornan, sem gerði garðinn frægan í 50 gráum skuggum. Greint er frá þessu á vef Deadline. Er um að ræða sex þátta seríu sem skrifaðir eru af bræðrunum Harry og Jack Williams og framleiddir af fyrirtæki þeirra Two Brother Pictures fyrir breska ríkisútvarpið í samvinnu við HBO Max og fleiri aðila. Mun Ólafur Darri þar leika Bandaríkjamanninn Billy sem flækist inn í æsispennandi eltingarleik sem leggur grunninn að þessum gamansömu hasarþáttum. Dimitriades leikur Kostas, valdamikinn auðmann sem reynist vera með vafasöm viðskiptatengsl. Þættirnir fjalla um Breta, leikinn af Jamie Dornan, sem vaknar til meðvitundar á spítala eftir að flutningabíll reyndi að keyra hann út af veginum í óbyggðum Ástralíu. Maðurinn hefur ekki hugmynd um hver hann er og þarf að rekja fortíð sína og nútíð áður en fjandmenn hans elta hann uppi og verða honum að bana. Auk Ólafs, Dornan og Dimitriades fara Danielle Macdonald, Shalom Brune-Franklin og Hugo Weaving með hlutverk í þáttunum. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Mun Ólafur þar leika við hlið grísk-austurríska leikarans Alex Dimitriades og hins írska Jamie Dornan, sem gerði garðinn frægan í 50 gráum skuggum. Greint er frá þessu á vef Deadline. Er um að ræða sex þátta seríu sem skrifaðir eru af bræðrunum Harry og Jack Williams og framleiddir af fyrirtæki þeirra Two Brother Pictures fyrir breska ríkisútvarpið í samvinnu við HBO Max og fleiri aðila. Mun Ólafur Darri þar leika Bandaríkjamanninn Billy sem flækist inn í æsispennandi eltingarleik sem leggur grunninn að þessum gamansömu hasarþáttum. Dimitriades leikur Kostas, valdamikinn auðmann sem reynist vera með vafasöm viðskiptatengsl. Þættirnir fjalla um Breta, leikinn af Jamie Dornan, sem vaknar til meðvitundar á spítala eftir að flutningabíll reyndi að keyra hann út af veginum í óbyggðum Ástralíu. Maðurinn hefur ekki hugmynd um hver hann er og þarf að rekja fortíð sína og nútíð áður en fjandmenn hans elta hann uppi og verða honum að bana. Auk Ólafs, Dornan og Dimitriades fara Danielle Macdonald, Shalom Brune-Franklin og Hugo Weaving með hlutverk í þáttunum.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein