Lét börnin sín tilkynna heiminum það að hann væri hættur eftir tuttugu ár í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 10:30 Börnin hans Dre Brees voru greinilega mjög ánægð með að fá að sjá meira af pabba sínum nú þegar hann er hættur í NFL-deildinni. Instagram/@drewbrees Það eru núna stór tímamót hjá NFL goðsögninni Drew Brees, eiginkonu hans og börnunum fjórum. Einn besti leikstjórnandinn í sögu NFL-deildarinnar hefur ákveðið að segja þetta gott en Drew Brees notaði óvenjulega aðferð til að tilkynna það að hann væri hættur í boltanum. Það er ekki hægt að segja að það hafi komi sérfræðingum og öðrum á óvart að Drew Brees sé hættur að spila amerískan fótbolta en það hefur stefnt í þetta síðan að hann og félagar hans í New Orleans Saints duttu úr úr úrslitakeppninni á móti Tom Brady og félögum í janúar. Brees fékk börnin sín fjögur til að tilkynna heiminum að hann væri hættur en einnig lét hann fylgja með smá pistil sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Drew Brees (@drewbrees) Börnin hans eru Rylen Judith Brees, Bowen Christopher Brees, Baylen Robert Brees og Callen Christian Brees en hann á þau með eiginkonu sinni frá 2003, Brittany Brees. Strákarnir voru allir í treyjum pabba síns en eina stelpan var greinilega ekki til að fylgja þeim í því. Drew Brees spilaði með San Diego Chargers frá 2001 til 2005 en hefur spilað með New Orleans Saints frá 2006. Brees vann einn titil með Saints en það var í febrúar 2010. Drew Brees á NFL-metin yfir að hafa sent boltann flesta jarda (80.358) og er í öðru sæti í snertimarkssendingum á eftir Tom Brady. Hann lék 287 leiki í NFL-deildinni og var í sigurliði í 172 þeirra. Brees fer ekki mjög langt frá NFL-deildinni því hann mun starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi hjá NBC sjónvarpsstöðinni. NFL Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Einn besti leikstjórnandinn í sögu NFL-deildarinnar hefur ákveðið að segja þetta gott en Drew Brees notaði óvenjulega aðferð til að tilkynna það að hann væri hættur í boltanum. Það er ekki hægt að segja að það hafi komi sérfræðingum og öðrum á óvart að Drew Brees sé hættur að spila amerískan fótbolta en það hefur stefnt í þetta síðan að hann og félagar hans í New Orleans Saints duttu úr úr úrslitakeppninni á móti Tom Brady og félögum í janúar. Brees fékk börnin sín fjögur til að tilkynna heiminum að hann væri hættur en einnig lét hann fylgja með smá pistil sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Drew Brees (@drewbrees) Börnin hans eru Rylen Judith Brees, Bowen Christopher Brees, Baylen Robert Brees og Callen Christian Brees en hann á þau með eiginkonu sinni frá 2003, Brittany Brees. Strákarnir voru allir í treyjum pabba síns en eina stelpan var greinilega ekki til að fylgja þeim í því. Drew Brees spilaði með San Diego Chargers frá 2001 til 2005 en hefur spilað með New Orleans Saints frá 2006. Brees vann einn titil með Saints en það var í febrúar 2010. Drew Brees á NFL-metin yfir að hafa sent boltann flesta jarda (80.358) og er í öðru sæti í snertimarkssendingum á eftir Tom Brady. Hann lék 287 leiki í NFL-deildinni og var í sigurliði í 172 þeirra. Brees fer ekki mjög langt frá NFL-deildinni því hann mun starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi hjá NBC sjónvarpsstöðinni.
NFL Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira