Þorgerður Anna valdi bestu varnarmennina í Olís-deild kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2021 13:01 Topp fimm listi vikunnar í Seinni bylgjunnar var í boði Þorgerðar Önnu Atladóttur. stöð 2 sport Þorgerður Anna Atladóttir valdi fimm bestu varnarmenn Olís-deild kvenna í handbolta í Seinni bylgjunni í gær. Þrátt fyrir að hafa spilað þrjá leiki í vetur er Valskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í 5. sæti á lista Þorgerðar. Í 4. sæti listans er Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. „Hún er mjög flott í vörn og ekkert smá sterk. Það er erfitt að komast framhjá henni,“ sagði Þorgerður um Helenu. Sunna Jónsdóttir hjá ÍBV er í 3. sæti listans. „Hún er búin að vera geggjuð í vörn og sókn og er alhliða leikmaður. Þegar maður horfir á ÍBV í vörn eru sóknarmenn sem forðast að fara á Sunnu því það er erfitt að komast þar í gegn.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu varnarmenn Olís-deildar kvenna Næsti leikmaður á lista kom nokkuð á óvart, ekki að hún hafi komist á listann heldur að hún skyldi ekki vera á toppi hans. Það er Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram. „Það sem ég ætla að segja um Steinunni og kannski Önnu Úrsúlu líka er að þær eru ekki bara góðar í löglegum stöðvunum. Þær gera vörnina í sínum liðum betri. Þær vinna báðar vel með markverðinum og þetta eru varnarmenn sem er geggjað að hafa í sínu liði en ógeðslega pirrandi að vera á móti,“ sagði Þorgerður. Í efsta sæti listans setti hún HK-inginn Elnu Ólöfu Guðjónsdóttur sem er með langflestar löglegar stöðvanir í Olís-deildinni. „Hún er búin að vera frábær. Samkvæmt HB Statz er hún með átta lögleg stopp að meðaltali í leik. Hún er búin að springa út á þessu tímabili. Maður sá alveg eitthvað frá henni áður en hún er stöðug, fáránleg fljót og sterk á fótunum,“ sagði Þorgerður um Elnu. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa spilað þrjá leiki í vetur er Valskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í 5. sæti á lista Þorgerðar. Í 4. sæti listans er Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. „Hún er mjög flott í vörn og ekkert smá sterk. Það er erfitt að komast framhjá henni,“ sagði Þorgerður um Helenu. Sunna Jónsdóttir hjá ÍBV er í 3. sæti listans. „Hún er búin að vera geggjuð í vörn og sókn og er alhliða leikmaður. Þegar maður horfir á ÍBV í vörn eru sóknarmenn sem forðast að fara á Sunnu því það er erfitt að komast þar í gegn.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu varnarmenn Olís-deildar kvenna Næsti leikmaður á lista kom nokkuð á óvart, ekki að hún hafi komist á listann heldur að hún skyldi ekki vera á toppi hans. Það er Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram. „Það sem ég ætla að segja um Steinunni og kannski Önnu Úrsúlu líka er að þær eru ekki bara góðar í löglegum stöðvunum. Þær gera vörnina í sínum liðum betri. Þær vinna báðar vel með markverðinum og þetta eru varnarmenn sem er geggjað að hafa í sínu liði en ógeðslega pirrandi að vera á móti,“ sagði Þorgerður. Í efsta sæti listans setti hún HK-inginn Elnu Ólöfu Guðjónsdóttur sem er með langflestar löglegar stöðvanir í Olís-deildinni. „Hún er búin að vera frábær. Samkvæmt HB Statz er hún með átta lögleg stopp að meðaltali í leik. Hún er búin að springa út á þessu tímabili. Maður sá alveg eitthvað frá henni áður en hún er stöðug, fáránleg fljót og sterk á fótunum,“ sagði Þorgerður um Elnu. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira