Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2021 16:49 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er nokkuð bjartsýnn á horfurnar fyrir sumarið. Vísir/Egill „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason um fregnir þess efnis að bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen verði tekin gild á landamærunum. „Við erum búin að vera í markaðssetningu og söluaðgerðum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna þess að þetta eru okkar stærstu og mikilvægustu markaðir, og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og þess vegna er mjög jákvætt að fá þessar fréttir núna.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að hlutabréf í Icelandair hefðu tekið kipp í kjölfar ríkisstjórnarfundarins í morgun og svo virtist sem fréttirnar af vottorðunum kæmu á óvart. „Já, það virðist vera. Eins og ég segi bara mjög jákvætt að þetta sé svona og staðan. Og þetta bara eykur líkurnar á því að það sem við höfum verið að leggja upp með sumarið, að það gangi eftir. Óvissan er klárlega mjög mikil áfram en við erum bara að horfa á hvar tækifærin liggja og bætum í og drögum úr eftir því sem aðstæður breytast á einstaka mörkuðum,“ sagði Bogi. Hækkun hlutabréfa í Icelandair nam tæpum sex prósentum eftir viðskipti dagsins en á tímabili hafði gengi bréfa félagsins hækkað um níu prósent. Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 666 milljónum króna. Spurður að því hvort breytingarnar geri það að verkum að fjölga þurfi ferðum fram á vor segist Bogi ekki gera ráð fyrir því. „Ekki núna allra næstu vikurnar, við gerum ekki ráð fyrir því. En við höfum verið að gera ráð fyrir því að leiðakerfið okkar fari að byggjast upp aftur á öðrum ársfjórðungi og þessar fréttir auka líkurnar á því verulega.“ Icelandair hefur verið að fljúga til Asíu gegnum Finnland og segist Bogi vonast til þess að sá markaður skili ferðalöngum hingað til lands í sumar. Hann segist verða var við mikinn ferðavilja. „Það er mikill ferðavilji á okkar helstu mörkuðum, við höfum fundið fyrir því. Og ekki síst á þessum mikilvægustu mörkuðum okkar, Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Bogi. Hann segist telja að Ísland eigi mikla möguleika inni þegar hægir á kórónufaraldrinum. Hann játar því að ferðatakmarkanir í ákveðnum löndum muni setja ferðamannaiðnaðinum ákveðnar hömlur. Ástandið sé mjög háð breytingum á faraldrinum. „Við höfum verið í aðgerðum á Bretlandsmarkaði og Bandaríkjamarkaði, meðal annars vegna þess að þar hefur bólusetning gengið hvað best á okkar markaðssvæðum. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og munum halda því áfram. Bogi segir sumaráætlun Icelandair hafa verið metnaðarfulla. Staðið hafi til að fljúga til 22 áfangastaða í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku og nú hafi tveir bæst þar við; Portland og Orlando. „Áætlunin hefur verið metnaðarfull og þessar fréttir í morgun auka líkurnar á því að áætlunin gangi eftir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
Þetta segir Bogi Nils Bogason um fregnir þess efnis að bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen verði tekin gild á landamærunum. „Við erum búin að vera í markaðssetningu og söluaðgerðum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna þess að þetta eru okkar stærstu og mikilvægustu markaðir, og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og þess vegna er mjög jákvætt að fá þessar fréttir núna.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að hlutabréf í Icelandair hefðu tekið kipp í kjölfar ríkisstjórnarfundarins í morgun og svo virtist sem fréttirnar af vottorðunum kæmu á óvart. „Já, það virðist vera. Eins og ég segi bara mjög jákvætt að þetta sé svona og staðan. Og þetta bara eykur líkurnar á því að það sem við höfum verið að leggja upp með sumarið, að það gangi eftir. Óvissan er klárlega mjög mikil áfram en við erum bara að horfa á hvar tækifærin liggja og bætum í og drögum úr eftir því sem aðstæður breytast á einstaka mörkuðum,“ sagði Bogi. Hækkun hlutabréfa í Icelandair nam tæpum sex prósentum eftir viðskipti dagsins en á tímabili hafði gengi bréfa félagsins hækkað um níu prósent. Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 666 milljónum króna. Spurður að því hvort breytingarnar geri það að verkum að fjölga þurfi ferðum fram á vor segist Bogi ekki gera ráð fyrir því. „Ekki núna allra næstu vikurnar, við gerum ekki ráð fyrir því. En við höfum verið að gera ráð fyrir því að leiðakerfið okkar fari að byggjast upp aftur á öðrum ársfjórðungi og þessar fréttir auka líkurnar á því verulega.“ Icelandair hefur verið að fljúga til Asíu gegnum Finnland og segist Bogi vonast til þess að sá markaður skili ferðalöngum hingað til lands í sumar. Hann segist verða var við mikinn ferðavilja. „Það er mikill ferðavilji á okkar helstu mörkuðum, við höfum fundið fyrir því. Og ekki síst á þessum mikilvægustu mörkuðum okkar, Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Bogi. Hann segist telja að Ísland eigi mikla möguleika inni þegar hægir á kórónufaraldrinum. Hann játar því að ferðatakmarkanir í ákveðnum löndum muni setja ferðamannaiðnaðinum ákveðnar hömlur. Ástandið sé mjög háð breytingum á faraldrinum. „Við höfum verið í aðgerðum á Bretlandsmarkaði og Bandaríkjamarkaði, meðal annars vegna þess að þar hefur bólusetning gengið hvað best á okkar markaðssvæðum. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og munum halda því áfram. Bogi segir sumaráætlun Icelandair hafa verið metnaðarfulla. Staðið hafi til að fljúga til 22 áfangastaða í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku og nú hafi tveir bæst þar við; Portland og Orlando. „Áætlunin hefur verið metnaðarfull og þessar fréttir í morgun auka líkurnar á því að áætlunin gangi eftir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira