Spenntur fyrir EM, stefnir á atvinnumennsku og segir Blika ætla sér þann stóra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2021 19:01 Róbert Orri ræddi við Gaupa fyrir Sportpakka Stöðvar 2 í dag. Skjáskot Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Breiðabliks er einn fjögurra leikmanna sem spilar hér á landi sem er á leið á EM U21 ef marka má listann sem birtist á vef UEFA í dag. Hann ætlar sér stóra hluti á EM sem og í Pepsi Max-deildinni í sumar. Landslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem heldur til Ungverjalands til að taka þátt í lokamóti Evrópumótsins í knattspyrnu var birt á vef knattspyrnusambands Evrópu í dag, tveimur dögum áður en Knattspyrnusamband Íslands hugðist kynna liðið sem fer á mótið. Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í hópnum en þeir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson eru hvergi sjáanlegir og því líklega verið valdir í A-landslið karla sem tilkynnt verður á morgun. Ísland er í riðli með Rússlandi, Frakklandi og frændum vorum Dönum. Fjórir leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum voru valdir í hópinn. Þeirra á meðal er Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Breiðabliks. Hann á að baki 26 yngri landsleiki fyrir Ísland, þar á meðal þrjá fyrir U21 landsliðið. Róbert Orri er fæddur árið 2002 og því talsvert yngri en margir af samherjum sínum í U21 landsliðinu. Leikmenn þurfa að vera yngri en 21 árs er undankeppni fyrir EM U21 hefst og því eru elstu leikmenn mótsins fæddir árið 1998. „Við erum með hrikalega sterkt lið og ég býst ekki við öðru en að við getum keppt almennilega við þessi lið og fengið eitthvað út úr öllum leikjunum,“ sagði Róbert Orri í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru hrikalega sterkir andstæðingar en ég tel okkur líka vera með sterkt lið þannig að við eigum alveg að geta gert eitthvað á þessu móti og ég hef fulla trú á liðinu.“ Róbert Orri var í byrjunarliði Íslands sem vann Írland á útivelli og tryggði sér þar með sæti á lokamóti EM U21 sem fram fer í lok mánaðarins.Harry Murphy/Getty Images Varðandi höfuðhöggið sem hann fékk á dögunum Róbert Orri hefur verið frá undanfarið en hann fékk höfuðhögg á æfingu með U21 árs landsliðinu. Þetta er þó allt að mjakast í rétta átt. „Hún er bara fín núna. Kom mjög fljótt í ljós að þetta var ekki jafn alvarlegt og ég hélt þannig mér líður bara vel og byrjaður að „trappa“ upp í æfingum og ætti bara að vera klár á laugardaginn gegn KA,“ sagði Róbert Orri um heilsuna. Breiðablik tekur á móti Akureyringum í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á laugardaginn kemur. „Ég myndi segja það. Þegar maður er búinn að ná sér byrjar maður að æfa. Maður má ekki fara fram úr sér með svona höfuðáverka,“ sagði Róbert Orri aðspurður hvort hann væri sum sé búinn að ná sér. Segir Blika ætla sér titilinn „Ég held það sé bara eitt í stöðunni og það er að taka þann stóra. Við æfum eftir því og stefnum að því að vinna titilinn.“ „Það eru mörg sterk lið í þessu móti en við erum fullfærir um að klára þetta mót og ég tel okkur vera tilbúna í það.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson er á sínu öðru tímabili með Breiðablik. Samkvæmt Róberti stefna Blikar á þann stóra og æfa eftir því.Vísir/Bára Varðandi atvinnumennsku „Maður stefnir alltaf þangað. Það lítur ágætlega út fyrir mig og ætti að gerast á næstu mánuðum eða sama hversu langan tíma það tekur, það kemur bara í ljós. Eins og staðan er í dag stefni ég bara á að vera klár fyrir Evrópumótið og spila í grænu í Pepsi Max í sumar.“ „Maður tekur stökkið þegar maður er tilbúinn. Er með gott fólk í kringum mig sem hjálpar mér í því svo ég er bara bjartsýnn,“ sagði Róbert Orri Þorkelsson að endingu á Kópavogsvelli í dag. Klippa: Róbert Orri um EM með U21 og titilbaráttu í sumar Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Leik lokið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira
Landslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem heldur til Ungverjalands til að taka þátt í lokamóti Evrópumótsins í knattspyrnu var birt á vef knattspyrnusambands Evrópu í dag, tveimur dögum áður en Knattspyrnusamband Íslands hugðist kynna liðið sem fer á mótið. Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í hópnum en þeir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson eru hvergi sjáanlegir og því líklega verið valdir í A-landslið karla sem tilkynnt verður á morgun. Ísland er í riðli með Rússlandi, Frakklandi og frændum vorum Dönum. Fjórir leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum voru valdir í hópinn. Þeirra á meðal er Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður Breiðabliks. Hann á að baki 26 yngri landsleiki fyrir Ísland, þar á meðal þrjá fyrir U21 landsliðið. Róbert Orri er fæddur árið 2002 og því talsvert yngri en margir af samherjum sínum í U21 landsliðinu. Leikmenn þurfa að vera yngri en 21 árs er undankeppni fyrir EM U21 hefst og því eru elstu leikmenn mótsins fæddir árið 1998. „Við erum með hrikalega sterkt lið og ég býst ekki við öðru en að við getum keppt almennilega við þessi lið og fengið eitthvað út úr öllum leikjunum,“ sagði Róbert Orri í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta eru hrikalega sterkir andstæðingar en ég tel okkur líka vera með sterkt lið þannig að við eigum alveg að geta gert eitthvað á þessu móti og ég hef fulla trú á liðinu.“ Róbert Orri var í byrjunarliði Íslands sem vann Írland á útivelli og tryggði sér þar með sæti á lokamóti EM U21 sem fram fer í lok mánaðarins.Harry Murphy/Getty Images Varðandi höfuðhöggið sem hann fékk á dögunum Róbert Orri hefur verið frá undanfarið en hann fékk höfuðhögg á æfingu með U21 árs landsliðinu. Þetta er þó allt að mjakast í rétta átt. „Hún er bara fín núna. Kom mjög fljótt í ljós að þetta var ekki jafn alvarlegt og ég hélt þannig mér líður bara vel og byrjaður að „trappa“ upp í æfingum og ætti bara að vera klár á laugardaginn gegn KA,“ sagði Róbert Orri um heilsuna. Breiðablik tekur á móti Akureyringum í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á laugardaginn kemur. „Ég myndi segja það. Þegar maður er búinn að ná sér byrjar maður að æfa. Maður má ekki fara fram úr sér með svona höfuðáverka,“ sagði Róbert Orri aðspurður hvort hann væri sum sé búinn að ná sér. Segir Blika ætla sér titilinn „Ég held það sé bara eitt í stöðunni og það er að taka þann stóra. Við æfum eftir því og stefnum að því að vinna titilinn.“ „Það eru mörg sterk lið í þessu móti en við erum fullfærir um að klára þetta mót og ég tel okkur vera tilbúna í það.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson er á sínu öðru tímabili með Breiðablik. Samkvæmt Róberti stefna Blikar á þann stóra og æfa eftir því.Vísir/Bára Varðandi atvinnumennsku „Maður stefnir alltaf þangað. Það lítur ágætlega út fyrir mig og ætti að gerast á næstu mánuðum eða sama hversu langan tíma það tekur, það kemur bara í ljós. Eins og staðan er í dag stefni ég bara á að vera klár fyrir Evrópumótið og spila í grænu í Pepsi Max í sumar.“ „Maður tekur stökkið þegar maður er tilbúinn. Er með gott fólk í kringum mig sem hjálpar mér í því svo ég er bara bjartsýnn,“ sagði Róbert Orri Þorkelsson að endingu á Kópavogsvelli í dag. Klippa: Róbert Orri um EM með U21 og titilbaráttu í sumar
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Leik lokið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira