Vonast til að leysa deilur um uppbyggingu fjölbýlishúsa með íbúakosningu Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2021 00:00 Málið hefur lengi verið hitamál á Akureyri. Vísir/vilhelm Íbúakosning mun fara fram í lok maí um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Oddeyri á Akureyri. Var þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðalskipulag svæðisins hefur reynst umdeilt í nokkurn tíma en sumir íbúar hafa gagnrýnt hugmyndir um byggingu hárra fjölbýlishúsa innan um lágreista byggð niðri við bryggjuna á Akureyri. Akureyri.net greinir frá samþykktinni en fyrirhuguð íbúakosningu á að fara fram með rafrænum hætti í svokallaðri íbúagátt Akureyrarbæjar. Málið hófst árið 2019 þegar SS Byggir kynnti hugmyndir um allt að ellefu hæða fjölbýlishús á svæðinu. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Gránufélagshúsið, stóra svarta húsið, er friðað og mun áfram vera á sínum stað, hvort sem hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu ná fram að ganga eða ekki.Mynd/Akureyrarbær Skiptar skoðanir voru um fyrirætlanir verktakafyrirtækisins og eftir töluverða umræðu í samfélaginu um ágæti þeirra, sem og athugasemdir ýmissa hagsmunaaðila, afréð skipulagsráð að rétt væri að lækka hámarkshæð þeirra bygginga miðað við þær hugmyndir að uppbyggingu sem lagðar höfðu verið fram. Var þá lagt til að hámarkshæð bygginga yrði sex til átta hæðir. Um er að ræða reit sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Geti verið að hámarki sex hæðir Bæjarstjórn samþykkti í dag tillögu skipulagsráðs að breyttu aðalskipulagi fyrir svæðið en þar er meðal annars reynt að koma til móts við hluta þeirra athugasemda og umsagna sem bárust. Fram kemur á Akureyri.net að með breytingunum lækki hámarkshæð húsa úr 25 metrum yfir sjávarmáli í 20 metra sem feli í sér að hæstu húsin geti verið fimm til sex hæðir að hámarki. Jafnframt séu sett inn ákvæði um að hús syðst á reitnum megi að hámarki vera fjórar hæðir. Bæjarstjóra hefur verið falið að vinna áfram að málinu í samráði við bæjarráð og er gert ráð fyrir að hugmyndir um fyrirkomulag íbúakosningarinnar komi aftur til afgreiðslu í bæjarstjórn. Akureyri Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45 Isavia gerir ýmsar athugasemdir við uppbygginguna á Oddeyrinni Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölsbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 10. nóvember 2019 09:00 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og Umboðsmaður barna vill endurskoða starfsemi meðferðarheimila Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Akureyri.net greinir frá samþykktinni en fyrirhuguð íbúakosningu á að fara fram með rafrænum hætti í svokallaðri íbúagátt Akureyrarbæjar. Málið hófst árið 2019 þegar SS Byggir kynnti hugmyndir um allt að ellefu hæða fjölbýlishús á svæðinu. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Gránufélagshúsið, stóra svarta húsið, er friðað og mun áfram vera á sínum stað, hvort sem hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu ná fram að ganga eða ekki.Mynd/Akureyrarbær Skiptar skoðanir voru um fyrirætlanir verktakafyrirtækisins og eftir töluverða umræðu í samfélaginu um ágæti þeirra, sem og athugasemdir ýmissa hagsmunaaðila, afréð skipulagsráð að rétt væri að lækka hámarkshæð þeirra bygginga miðað við þær hugmyndir að uppbyggingu sem lagðar höfðu verið fram. Var þá lagt til að hámarkshæð bygginga yrði sex til átta hæðir. Um er að ræða reit sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Geti verið að hámarki sex hæðir Bæjarstjórn samþykkti í dag tillögu skipulagsráðs að breyttu aðalskipulagi fyrir svæðið en þar er meðal annars reynt að koma til móts við hluta þeirra athugasemda og umsagna sem bárust. Fram kemur á Akureyri.net að með breytingunum lækki hámarkshæð húsa úr 25 metrum yfir sjávarmáli í 20 metra sem feli í sér að hæstu húsin geti verið fimm til sex hæðir að hámarki. Jafnframt séu sett inn ákvæði um að hús syðst á reitnum megi að hámarki vera fjórar hæðir. Bæjarstjóra hefur verið falið að vinna áfram að málinu í samráði við bæjarráð og er gert ráð fyrir að hugmyndir um fyrirkomulag íbúakosningarinnar komi aftur til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45 Isavia gerir ýmsar athugasemdir við uppbygginguna á Oddeyrinni Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölsbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 10. nóvember 2019 09:00 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og Umboðsmaður barna vill endurskoða starfsemi meðferðarheimila Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. 21. október 2019 21:45
Isavia gerir ýmsar athugasemdir við uppbygginguna á Oddeyrinni Isavia telur mögulegt að ellefu hæða fjölsbýlishús á lóð á Oddeyrinni á Akureyri kunni að auka takmarkanir á nýtingu Akureyrarflugvallar. Isavia gerir ýmsar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 10. nóvember 2019 09:00
Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45
Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45