„Þeir vilja halda mér í landsliðinu“ Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2021 08:01 Arnór Ingvi Traustason lék með Íslandi í sigrinum gegn Rúmeníu í fyrrahaust en missti svo af úrslitaleiknum gegn Ungverjalandi, um sæti á EM, vegna kórónuveirusmits. vísir/hulda margrét „Þetta er allt saman mjög spennandi og þeir seldu mér þetta strax,“ segir Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í fótbolta, um vistaskiptin til New England Revolution. Arnór flytur til Boston í næsta mánuði og byrjar að spila í MLS-deildinni. Arnór verður annar Íslendingurinn í MLS-deildinni því þar er fyrir Guðmundur Þórarinsson sem leikur með New York City. „Ég talaði við Gumma Tóta og fékk að heyra frá honum bæði neikvætt og jákvætt. Anton Tinnerholm, liðsfélagi Gumma, var áður í Svíþjóð og ég ráðfærði mig við þá. Ég tek þetta jákvæða með mér og er mjög spenntur að fara að byrja,“ segir Arnór. Hann kemur til Bandaríkjanna eftir að hafa leikið með Malmö í Svíþjóð síðustu þrjú tímabil. Arnór segir flutninginn til Bandaríkjanna ekki eiga að hafa áhrif á stöðu sína í landsliðinu. Ekki einu sinni nú á tímum kórónuveirufaraldursins. Hann er á Íslandi og fer ekki vestur yfir haf fyrr en eftir leikina við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein nú í lok mánaðarins. Nýju vinnuveitendurnir eru auk þess mjög jákvæðir gagnvart því að hann spili með landsliðinu. Klippa: Arnór Ingvi um landsliðið „Ég ræddi um þetta við þá og þeir vilja halda mér í landsliðinu – vera með landsliðsleikmenn. Þeir eru mjög ánægðir og vilja sérstaklega að ég sé í landsliðinu, haldi áfram að standa mig og verði enn betri leikmaður, og verði þess vegna seldur áfram. Það er mjög skemmtilegt að heyra,“ segir Arnór Ingvi. Enn meira gíraður eftir að hafa misst af úrslitaleiknum Ætla má að Arnór verði í fyrsta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar sem tilkynntur verður í dag. Hann missti af úrslitaleiknum um sæti á EM, gegn Ungverjalandi í nóvember, eftir að liðsfélagi hans smitaðist af kórónuveirunni. Í ljós kom svo að Arnór hafði smitast af honum. „Mér líst þvílíkt vel á að fara að byrja nýja undankeppni, sérstaklega eftir að síðasta keppni fór eins og hún fór á móti Ungverjalandi, og að hafa ekki fengið að vera partur af því. Þess vegna er maður enn meira gíraður í að fara áfram úr þessum riðli og alla leið á HM. Það er markmiðið okkar allra,“ segir Arnór. Þjálfari sem að maður ber rosalega virðingu fyrir Arnór skrifaði undir samning til tveggja ára við New England, með möguleika á eins árs framlengingu. Liðið komst í undanúrslit MLS-deildarinnar á síðustu leiktíð og leikur undir stjórn Bruce Arena sem stýrði bandaríska landsliðinu lengi. „Þetta er búinn að vera svolítið langur aðdragandi en ég er glaður að þetta sé loksins komið. Mér fannst vera kominn tími til að skipta, eins og þetta var allt saman að þróast í Malmö. Mér fannst mitt hlutverk ekki eins stórt og ég vildi, og þess vegna fannst mér rétt tímasetning að fara núna,“ segir Arnór Ingvi. „Þetta kom frekar fljótt upp og hljómaði strax mjög spennandi. Sú spenna jókst bara í mínum huga. Deildin er að verða mun sterkari með hverju árinu og þetta er líka skemmtilegt lið sem komst í úrslit austurdeildarinnar í fyrra. Bruce Arena er þjálfari. Maður ber rosalega virðingu fyrir honum og því sem hann hefur gert. Hann var mjög jákvæður og seldi mér þetta strax, og þá var ekkert annað í stöðunni en að klára dæmið,“ segir Arnór. Þessi 27 ára Suðurnesjamaður gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir New England þegar tímabilið hefst 17. apríl, frammi fyrir stuðningsmönnum ef að líkum lætur. Liðið spilar á Gillette-leikvanginum, heimavelli New England Patriots. MLS HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnór til Bandaríkjanna Arnór Ingvi Traustason er genginn í raðir New England Revolution í MLS-deildinni. 15. mars 2021 21:07 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
Arnór verður annar Íslendingurinn í MLS-deildinni því þar er fyrir Guðmundur Þórarinsson sem leikur með New York City. „Ég talaði við Gumma Tóta og fékk að heyra frá honum bæði neikvætt og jákvætt. Anton Tinnerholm, liðsfélagi Gumma, var áður í Svíþjóð og ég ráðfærði mig við þá. Ég tek þetta jákvæða með mér og er mjög spenntur að fara að byrja,“ segir Arnór. Hann kemur til Bandaríkjanna eftir að hafa leikið með Malmö í Svíþjóð síðustu þrjú tímabil. Arnór segir flutninginn til Bandaríkjanna ekki eiga að hafa áhrif á stöðu sína í landsliðinu. Ekki einu sinni nú á tímum kórónuveirufaraldursins. Hann er á Íslandi og fer ekki vestur yfir haf fyrr en eftir leikina við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein nú í lok mánaðarins. Nýju vinnuveitendurnir eru auk þess mjög jákvæðir gagnvart því að hann spili með landsliðinu. Klippa: Arnór Ingvi um landsliðið „Ég ræddi um þetta við þá og þeir vilja halda mér í landsliðinu – vera með landsliðsleikmenn. Þeir eru mjög ánægðir og vilja sérstaklega að ég sé í landsliðinu, haldi áfram að standa mig og verði enn betri leikmaður, og verði þess vegna seldur áfram. Það er mjög skemmtilegt að heyra,“ segir Arnór Ingvi. Enn meira gíraður eftir að hafa misst af úrslitaleiknum Ætla má að Arnór verði í fyrsta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar sem tilkynntur verður í dag. Hann missti af úrslitaleiknum um sæti á EM, gegn Ungverjalandi í nóvember, eftir að liðsfélagi hans smitaðist af kórónuveirunni. Í ljós kom svo að Arnór hafði smitast af honum. „Mér líst þvílíkt vel á að fara að byrja nýja undankeppni, sérstaklega eftir að síðasta keppni fór eins og hún fór á móti Ungverjalandi, og að hafa ekki fengið að vera partur af því. Þess vegna er maður enn meira gíraður í að fara áfram úr þessum riðli og alla leið á HM. Það er markmiðið okkar allra,“ segir Arnór. Þjálfari sem að maður ber rosalega virðingu fyrir Arnór skrifaði undir samning til tveggja ára við New England, með möguleika á eins árs framlengingu. Liðið komst í undanúrslit MLS-deildarinnar á síðustu leiktíð og leikur undir stjórn Bruce Arena sem stýrði bandaríska landsliðinu lengi. „Þetta er búinn að vera svolítið langur aðdragandi en ég er glaður að þetta sé loksins komið. Mér fannst vera kominn tími til að skipta, eins og þetta var allt saman að þróast í Malmö. Mér fannst mitt hlutverk ekki eins stórt og ég vildi, og þess vegna fannst mér rétt tímasetning að fara núna,“ segir Arnór Ingvi. „Þetta kom frekar fljótt upp og hljómaði strax mjög spennandi. Sú spenna jókst bara í mínum huga. Deildin er að verða mun sterkari með hverju árinu og þetta er líka skemmtilegt lið sem komst í úrslit austurdeildarinnar í fyrra. Bruce Arena er þjálfari. Maður ber rosalega virðingu fyrir honum og því sem hann hefur gert. Hann var mjög jákvæður og seldi mér þetta strax, og þá var ekkert annað í stöðunni en að klára dæmið,“ segir Arnór. Þessi 27 ára Suðurnesjamaður gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir New England þegar tímabilið hefst 17. apríl, frammi fyrir stuðningsmönnum ef að líkum lætur. Liðið spilar á Gillette-leikvanginum, heimavelli New England Patriots.
MLS HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnór til Bandaríkjanna Arnór Ingvi Traustason er genginn í raðir New England Revolution í MLS-deildinni. 15. mars 2021 21:07 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
Arnór til Bandaríkjanna Arnór Ingvi Traustason er genginn í raðir New England Revolution í MLS-deildinni. 15. mars 2021 21:07