Meintur svindlari í Vesturbænum var ósvikinn björgunarsveitarmaður Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2021 09:25 Lögreglu var í gærkvöld tilkynnt um mann í „fullum skrúða frá Landsbjörg“ sem gekk í hús í Vesturbænum. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem fréttir af meintum svindlara, dulbúnum sem björgunarsveitarmaður í þeim tilgangi að féfletta fólk í gærkvöldi, séu stórlega ýktar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að þarna hafi verið ósvikinn björgunarsveitarmaður á ferðinni í hefðbundinni styrkjaumleitan í Vesturbænum. Tilkynning um málið í dagbók lögreglu hljóðaði svo: Tilkynnt um aðila sem gekk í hús í fullum skrúða frá Landsbjörgu, bað fólk um bankanúmer, kennitölu og netfang í hverfi 107. Fjölmiðlar réðu margir af tilkynningunni að þarna hefði mögulega verið svindlari á ferðinni, dulbúinn sem björgunarsveitarmaður til að hafa af fólki fé. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst fengið veður af málinu gegnum fyrirspurnir fjölmiðla. Samkvæmt skoðun hans á málinu virðist það á misskilningi byggt – þarna hafi verið lögmætur björgunarsveitarmaður á ferðinni. „Við erum að heimsækja almenning um þessar mundir og það gengur almennt vel. Við erum búin að vera að kanna þetta, við erum alla daga ársins að eiga samtal við almenning um meðal annars bakvarðaverkefnið okkar. Akkúrat núna erum við að ganga í hús í Vesturbænum og mjög líklega má rekja þessa tilkynningu til þess,“ segir Davíð Már. „Við höfum að minnsta kosti ekki fengið upplýsingar um neitt dularfullt. Og þá hafði lögregla ekki heldur afskipti af neinum á okkar vegum í gær.“ Aðspurður segir hann að það gerist ekki oft að björgunarsveitarmenn á vegum Landsbjargar séu tilkynntir til lögreglu á þennan hátt. Þetta hafi þó gerst áður. „Og við erum alltaf að reyna að finna leiðir til að láta betur vita af okkur fyrir fram. En í meirihluta tilfellanna er okkur tekið mjög vel.“ Uppfært klukkan 10:34: Lögregla hefur veitt Landsbjörg upplýsingar sem staðfesta að umræddur maður var „klárlega“ á vegum björgunarsveitanna, segir Davíð Már í samtali við Vísi. „Hann var þarna að standa sína plikt að kynna þetta frábæra verkefni okkar.“ Björgunarsveitir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Tilkynning um málið í dagbók lögreglu hljóðaði svo: Tilkynnt um aðila sem gekk í hús í fullum skrúða frá Landsbjörgu, bað fólk um bankanúmer, kennitölu og netfang í hverfi 107. Fjölmiðlar réðu margir af tilkynningunni að þarna hefði mögulega verið svindlari á ferðinni, dulbúinn sem björgunarsveitarmaður til að hafa af fólki fé. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst fengið veður af málinu gegnum fyrirspurnir fjölmiðla. Samkvæmt skoðun hans á málinu virðist það á misskilningi byggt – þarna hafi verið lögmætur björgunarsveitarmaður á ferðinni. „Við erum að heimsækja almenning um þessar mundir og það gengur almennt vel. Við erum búin að vera að kanna þetta, við erum alla daga ársins að eiga samtal við almenning um meðal annars bakvarðaverkefnið okkar. Akkúrat núna erum við að ganga í hús í Vesturbænum og mjög líklega má rekja þessa tilkynningu til þess,“ segir Davíð Már. „Við höfum að minnsta kosti ekki fengið upplýsingar um neitt dularfullt. Og þá hafði lögregla ekki heldur afskipti af neinum á okkar vegum í gær.“ Aðspurður segir hann að það gerist ekki oft að björgunarsveitarmenn á vegum Landsbjargar séu tilkynntir til lögreglu á þennan hátt. Þetta hafi þó gerst áður. „Og við erum alltaf að reyna að finna leiðir til að láta betur vita af okkur fyrir fram. En í meirihluta tilfellanna er okkur tekið mjög vel.“ Uppfært klukkan 10:34: Lögregla hefur veitt Landsbjörg upplýsingar sem staðfesta að umræddur maður var „klárlega“ á vegum björgunarsveitanna, segir Davíð Már í samtali við Vísi. „Hann var þarna að standa sína plikt að kynna þetta frábæra verkefni okkar.“
Björgunarsveitir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira