Tryggingar gegn náttúruhamförum Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 18. mars 2021 07:02 Náttúruöflin hafa svo sannarlega minnt á sig að undanförnum misserum. Nýliðið ár hófst með snjóflóðum á Flateyri og lauk með aurskriðum á Seyðisfirði. Undanfarnar vikur hafa einkennst af stöðugum jarðskjálftum á Reykjanesskaga sem búa okkur undir frekari jarðhræringar og jafnvel eldgos. Þegar náttúran minnir á sig berst iðulega fjöldi fyrirspurna um vátryggingarrétt fólks. Reynslan hefur sýnt að margir vita ekki á hvaða forsendum vátryggingaverndin byggir og hvert iðgjöld vegna hennar greiðast. NTÍ er opinbert óhagnaðardrifið vátryggingarfélag Náttúrurhamfaratrygging Íslands (NTÍ) er opinber stofnun sem bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Tjón af þessu tagi eru almennt undanskilin bótaskyldu hjá almennu vátryggingarfélögunum. NTÍ byggir á grunni Viðlagatryggingar Íslands sem sett var á fót í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum 1973 og snjóflóðs í Neskaupsstað 1974. NTÍ starfar eftir lögum frá Alþingi og er óhagnaðardrifið opinbert tryggingarfélag sem hefur þann eina tilgang að bæta verulegt tjón vegna náttúruhamfara. Allar húseignir vátryggðar gegn náttúruhamförum Tekjur NTÍ eru í formi iðgjalda sem innheimt eru af almennu vátryggingarfélögunum og skilað til NTÍ. Þannig eru allar húseignir vátryggðar hjá NTÍ, samhliða skyldutryggingu húseigna, sem flestir þekkja sem brunatryggingu. Eigin áhætta í tjónum á húseignum er 400.000 kr. Eigandi ber sjálfur ábyrgð á því að brunabótamat húseigna sé uppfært í samræmi við endurbætur. Óskum um endurmat skal koma á framfæri við Þjóðskrá, sem annast útreikning á brunabótamati. Innbú vátryggt gegnum innbús- og heimilistryggingu Til þess að vátryggja innbú gegn náttúruhamförum þarf eigandi að hafa gilda innbús- eða heimilistryggingu hjá einhverju af almennu tryggingarfélögum. Ólíkt brunatryggingum húseigna, eru slíkar tryggingar eru valkvæðar og því þarf fólk að hafa frumkvæði að því að kaupa slíkar tryggingar. Iðgjöld til NTÍ eru innheimt samhliða iðgjöldum vegna innbús- eða heimilistryggingar. Eigin áhætta í tjóni sem verður á innbúi er 200.000 kr. Til þess að NTÍ geti bætt tjón í kjölfar tjónsatburða þurfa eigendur að vera vakandi um sína ábyrgð varðandi tryggingarnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Tryggingar Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Aurskriður á Seyðisfirði Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Náttúruöflin hafa svo sannarlega minnt á sig að undanförnum misserum. Nýliðið ár hófst með snjóflóðum á Flateyri og lauk með aurskriðum á Seyðisfirði. Undanfarnar vikur hafa einkennst af stöðugum jarðskjálftum á Reykjanesskaga sem búa okkur undir frekari jarðhræringar og jafnvel eldgos. Þegar náttúran minnir á sig berst iðulega fjöldi fyrirspurna um vátryggingarrétt fólks. Reynslan hefur sýnt að margir vita ekki á hvaða forsendum vátryggingaverndin byggir og hvert iðgjöld vegna hennar greiðast. NTÍ er opinbert óhagnaðardrifið vátryggingarfélag Náttúrurhamfaratrygging Íslands (NTÍ) er opinber stofnun sem bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Tjón af þessu tagi eru almennt undanskilin bótaskyldu hjá almennu vátryggingarfélögunum. NTÍ byggir á grunni Viðlagatryggingar Íslands sem sett var á fót í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum 1973 og snjóflóðs í Neskaupsstað 1974. NTÍ starfar eftir lögum frá Alþingi og er óhagnaðardrifið opinbert tryggingarfélag sem hefur þann eina tilgang að bæta verulegt tjón vegna náttúruhamfara. Allar húseignir vátryggðar gegn náttúruhamförum Tekjur NTÍ eru í formi iðgjalda sem innheimt eru af almennu vátryggingarfélögunum og skilað til NTÍ. Þannig eru allar húseignir vátryggðar hjá NTÍ, samhliða skyldutryggingu húseigna, sem flestir þekkja sem brunatryggingu. Eigin áhætta í tjónum á húseignum er 400.000 kr. Eigandi ber sjálfur ábyrgð á því að brunabótamat húseigna sé uppfært í samræmi við endurbætur. Óskum um endurmat skal koma á framfæri við Þjóðskrá, sem annast útreikning á brunabótamati. Innbú vátryggt gegnum innbús- og heimilistryggingu Til þess að vátryggja innbú gegn náttúruhamförum þarf eigandi að hafa gilda innbús- eða heimilistryggingu hjá einhverju af almennu tryggingarfélögum. Ólíkt brunatryggingum húseigna, eru slíkar tryggingar eru valkvæðar og því þarf fólk að hafa frumkvæði að því að kaupa slíkar tryggingar. Iðgjöld til NTÍ eru innheimt samhliða iðgjöldum vegna innbús- eða heimilistryggingar. Eigin áhætta í tjóni sem verður á innbúi er 200.000 kr. Til þess að NTÍ geti bætt tjón í kjölfar tjónsatburða þurfa eigendur að vera vakandi um sína ábyrgð varðandi tryggingarnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun