Eins og vakti athygli þá var útkoma þeirra þriggja mjög ólík þó að allar hafi þær bragðast vel.
Rauð flauelsterta
3 x 20 cm form
- 180 g smjör, við stofuhita
- 315 g sykur
- 3 egg
- 1 tsk vanilludropar
- 375 g hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 1 msk kakó
- 250 ml súrmjólk
- 1 msk edik
- 1 tsk matarsódi
- 2-3 msk rauður matarlitur
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C (blástur).
- Þeytið sykur og smjör þar til létt og ljóst.
- Bætið eggjum út í , einu i einu og þeytið vel á milli.
- Sigtið saman hveiti, lyftiduft og kakó.
- Bætið súrmjólkinni saman og matarlitnum. Gott að skafa hliðarnar á skálinni einu sinni til tvisvar.
- Blandið saman í skál ediki og matarsóda, bætið út í og hrærið vel. Þegar deigið er orðið silkimjúkt þá má skipta því niður í þrjú vel smurð form og gott er að setja bökunarpappír í botninn á forminu áður en þið hellið deiginu í formin.
- Bakið við 180°C í 25-27 mínútur.
- Kælið kökurnar vel áður en þið setjið kremið á. (Sjá uppskrift hér að neðan)

Kremið:
- Rjómaostakrem
- 500 g smjör, við stofuhita
- 700 g flórsykur
- 1 tsk vanilludropar
- 300 g rjómaostur, við stofuhita
Aðferð:
- Þeytið smjörið í smá stund þar til það er orðið létt og ljóst, bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum.
- Bætið rjómaostinum saman við og vanilludropum. Þeytið þar til þið eruð ánægð með þykktina á kreminu.
- Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á milli botnanna og yfir kökuna.
- Skreytið að vild með ferskum berjum