Nýjar landamærareglur á Íslandi einsdæmi í Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2021 19:21 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að gefið verði út samevrópskt rafrænt grænt vottorð fyrir alla íbúa evrópska efnahagssvæðisins sem staðfesti stöðu þeirra gagnvart COVID-19. Nýjar reglur varðandi vottorð ferðamanna utan Schengens sem taka gildi á morgun eru einsdæmi innan Evrópska efnahagssvæðisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag tillögu um stafrænt grænt vottorð sem fólk geti haft í símum sínum og geti staðfest þrennt. Að einstaklingur hafi verið bólusettur gegn COVID-19, fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku eða jafnað sig á COVID-19. Græna vottorðið verði rafrænt og/eða á pappír, með QR kóða, fáist án endurgjalds, verði á móðurmáli hvers ríkis og á ensku, verði öruggt og áræðnalegt og gildi í öllum aðildarríkjum og þar með á Evrópska efnahagssvæðinu. Yfirvöld í hverju landi sjái um útgáfu græna vottorðsins sem geti til dæmis verið gefið út af sjúkrahúsum, sýnatökustöðum og heilbrigðisyfirvöldum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir útgáfu þessa vottorðs geta auðveldað framkvæmd litakerfisins sem íslensk stjórnvöld stefni á að taka upp frá og með 1. maí. Hins vegar hefur ekkert evrópuríki tekið upp þá reglu að bólusett fólk utan Schengen eða sem fengið hefur COVID 19 og jafnað sig geti ferðast til þeirra. Dómsmálaráðherra segir óréttlátt að mismuna fólki innan Evrópu eftir því hvort það býr innan eða utan Schengen og fólki annars staðar utan Evrópu sem hafi verið bólusett eða komist yfir COVID-19 sjúkdóminn.Vísir/Vilhelm Hvers vegna förum við þá þessa leið og göngum lengra? „Vegna þess að við erum nú þegar að samþykkja bólusetningarvottorð innan Evrópu frá þeim sem hingað vilja koma. Geta þá gert það án sóttvarnaráðstafana á landamærum. Við erum auðvitað fullvalda þjóð og eyja í þokkabót sem getur tekið sínar sjálfstæðu ákvarðanir,“ segir Áslaug Arna. Það væri ómálefnalegt að mismuna bæði fólki innan og utan Evrópu sem væri komið með bólusetningarvottorð eða búið að fá sjúkdóminn. Enda reglurnar settar til að stoppa veiruna sjálfa. Dómsmálaráðherra segir reglugerð um þetta taka gildi um leið og hún verði birt sennilega á morgun. Þetta brjóti ekki gegn Schengen samkomulaginu enda sé það sett um frjálsa för fólks. Hins vegar geti farið svo að fólk utan Schengen komist ekki lengra en til Íslands. „Við höfum tekið upp innra landamæraeftirlit og myndum þá láta önnur lönd vita af ferðum þeirra. Flest lönd eins og öll Norðurlöndin eru með innra landamæraeftirlit í dag. Þannig að ég myndi ekki telja það vandkvæðum bundið ef þau vilja ekki taka á móti þeim héðan.” Þannig að það gæti alveg verið að fólk sem ætlaði sér áfram til Evrópu kæmist ekki lengra en til Íslands? „Já, það getur vel verið. Við erum að bjóða fólk velkomið hingað sem hefur verið bólusett eða búið að fá COVID,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag tillögu um stafrænt grænt vottorð sem fólk geti haft í símum sínum og geti staðfest þrennt. Að einstaklingur hafi verið bólusettur gegn COVID-19, fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku eða jafnað sig á COVID-19. Græna vottorðið verði rafrænt og/eða á pappír, með QR kóða, fáist án endurgjalds, verði á móðurmáli hvers ríkis og á ensku, verði öruggt og áræðnalegt og gildi í öllum aðildarríkjum og þar með á Evrópska efnahagssvæðinu. Yfirvöld í hverju landi sjái um útgáfu græna vottorðsins sem geti til dæmis verið gefið út af sjúkrahúsum, sýnatökustöðum og heilbrigðisyfirvöldum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir útgáfu þessa vottorðs geta auðveldað framkvæmd litakerfisins sem íslensk stjórnvöld stefni á að taka upp frá og með 1. maí. Hins vegar hefur ekkert evrópuríki tekið upp þá reglu að bólusett fólk utan Schengen eða sem fengið hefur COVID 19 og jafnað sig geti ferðast til þeirra. Dómsmálaráðherra segir óréttlátt að mismuna fólki innan Evrópu eftir því hvort það býr innan eða utan Schengen og fólki annars staðar utan Evrópu sem hafi verið bólusett eða komist yfir COVID-19 sjúkdóminn.Vísir/Vilhelm Hvers vegna förum við þá þessa leið og göngum lengra? „Vegna þess að við erum nú þegar að samþykkja bólusetningarvottorð innan Evrópu frá þeim sem hingað vilja koma. Geta þá gert það án sóttvarnaráðstafana á landamærum. Við erum auðvitað fullvalda þjóð og eyja í þokkabót sem getur tekið sínar sjálfstæðu ákvarðanir,“ segir Áslaug Arna. Það væri ómálefnalegt að mismuna bæði fólki innan og utan Evrópu sem væri komið með bólusetningarvottorð eða búið að fá sjúkdóminn. Enda reglurnar settar til að stoppa veiruna sjálfa. Dómsmálaráðherra segir reglugerð um þetta taka gildi um leið og hún verði birt sennilega á morgun. Þetta brjóti ekki gegn Schengen samkomulaginu enda sé það sett um frjálsa för fólks. Hins vegar geti farið svo að fólk utan Schengen komist ekki lengra en til Íslands. „Við höfum tekið upp innra landamæraeftirlit og myndum þá láta önnur lönd vita af ferðum þeirra. Flest lönd eins og öll Norðurlöndin eru með innra landamæraeftirlit í dag. Þannig að ég myndi ekki telja það vandkvæðum bundið ef þau vilja ekki taka á móti þeim héðan.” Þannig að það gæti alveg verið að fólk sem ætlaði sér áfram til Evrópu kæmist ekki lengra en til Íslands? „Já, það getur vel verið. Við erum að bjóða fólk velkomið hingað sem hefur verið bólusett eða búið að fá COVID,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira