EM-hópurinn tilkynntur: Jón Dagur verður fyrirliði í Györ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2021 12:46 Íslendingar eru á leið á lokamót EM U-21 árs landsliða karla í annað sinn. vísir/vilhelm Davíð Snorri Jónasson kynnti EM-hóp U21-landsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Fylgst var með fundinum í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM-hópurinn var tilkynntur á heimasíðu UEFA á þriðjudaginn en Davíð Snorri fullyrti þá að hópurinn gæti tekið einhverjum breytingum. Svo varð þó ekki og er hópurinn sá sami og UEFA kynnti. Um er að ræða fyrsta landsliðshóp Davíðs Snorra sem tók við af Arnari Þór Viðarssyni í vetur, eftir að Arnar var ráðinn þjálfari A-landsliðsins. Davíð Snorri staðfesti á fundinum að Jón Dagur Þorsteinsson yrði fyrirliði U21-landsliðsins á EM. Svo gæti farið að einhverjir leikmenn úr U-21 árs landsliðinu verði kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Sá leikur fer fram næsta fimmtudag, rétt eins og fyrsti leikur U21-landsliðsins á EM. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Rússlandi 25. júní. Íslendingar mæta Dönum 28. mars og Frökkum 31. mars. Allir leikir Íslands fara fram í Györ í Ungverjalandi. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í útsláttarkeppnina sem fer fram um mánaðarmótin maí-júní. Textalýsingu frá fundinum í dag má sjá hér að neðan.
EM-hópurinn var tilkynntur á heimasíðu UEFA á þriðjudaginn en Davíð Snorri fullyrti þá að hópurinn gæti tekið einhverjum breytingum. Svo varð þó ekki og er hópurinn sá sami og UEFA kynnti. Um er að ræða fyrsta landsliðshóp Davíðs Snorra sem tók við af Arnari Þór Viðarssyni í vetur, eftir að Arnar var ráðinn þjálfari A-landsliðsins. Davíð Snorri staðfesti á fundinum að Jón Dagur Þorsteinsson yrði fyrirliði U21-landsliðsins á EM. Svo gæti farið að einhverjir leikmenn úr U-21 árs landsliðinu verði kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Sá leikur fer fram næsta fimmtudag, rétt eins og fyrsti leikur U21-landsliðsins á EM. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Rússlandi 25. júní. Íslendingar mæta Dönum 28. mars og Frökkum 31. mars. Allir leikir Íslands fara fram í Györ í Ungverjalandi. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í útsláttarkeppnina sem fer fram um mánaðarmótin maí-júní. Textalýsingu frá fundinum í dag má sjá hér að neðan.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sturlaðar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira