Gömul byssa kom upp með síðustu skóflunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. mars 2021 19:01 Húseigandi á Seltjarnarnesi sem vinnur að endurbótum á húsinu sínu gróf niður á forvitnilegan hlut þegar forláta byssa kom upp með skóflunni. Ljóst er að byssan hefur legið lengi í jörðu en finnandinn hefur á huga á að fá hana til varðveislu. Eigendur hússins tóku við því fyrir tveimur vikum og hófu strax framkvæmdir. Framkvæmdir sem hafa undið upp á sig og á þeim tíma hafa forvitnilegir hlutir komið upp. Einn stendur þó upp úr. „Maður ætlar að opna eitt gólf og þá er einhver raki þar og þá eltir maður það og nú er húsið hreinlega orðið fokhelt. Þetta eru allskonar glaðningar hér og þar,“ segir Guðmundur. Eignin stendur við Miðbraut á Seltjarnarnesi og var byggð á sjöundaáratugnum. Guðmundur Ari Sigurjónsson gróf niður á byssuna þegar hann var í framkvæmdum við heimili sitt. Hann telur líklegt að hún hafi legið þar frá því húsið var byggt á árunum 1960-1965.Vísir/Sigurjón „Er svona hægt og rólega búinn að vera að taka hana í gegn. Hvert sinn sem maður opnar eitthvað lag þá birtist eitthvað þannig að framkvæmdin er aðeins búin að vaxa. Svo vorum við að drena hérna meðfram húsinu og bara í síðustu skóflunni í skurðinum þá birtist skammbyssa í skóflunni,“ segir Guðmundur. Guðmundur taldi í fyrstu að um leikfangabyssu væri að ræða en umgjörð hennar og þyngd benti til annars. Hann segir hana hafa verið lengi undir jarðveginum. „Hún var alveg ryðguð og djúpt í jarðvegi. Jarðvegurinn lítur allur eins út. Þannig að ég ætla gefa mér það að það sé allavega frá því að húsið var byggt ef ekki fyrr,“ segir Guðmundur. Sem var á árunum 1960-1965. Hann áttar sig ekki á tegund eða aldri. Guðmundur Ari Sigurjónsson stendur í miklum framkvæmdum við hús sem hann festi nýlega kaup á.Vísir/Sigurjón Kíki ekki á internetið til að reyna finna sögu byssunnar „Nei, maður er ekki nægilega mikill sérfræðingur í skotvopnum en þetta var svona einhver lítil og nett skammbyssa,“ segir Guðmundur. Guðmundur tilkynnti fundinn til lögreglu sem kom á vettvang í dag tók byssuna til skoðunar. Hann vonast til þess að fá byssuna aftur. „Ég vona að ég fái að eiga byssuna aftur svo maður gæti rammað hana inn í fasteigninni ef hún verður einhvern tímann tilbúin." Vonast eftir að finna peningapoka næst „Ég vona að ég fari að finna einhver verðmæti. Hingað til hefur þetta aðallega verið kostnaður og svo þessi byssa sem ég hélt að væru einhver verðmæti í að þá kemur lögreglan og fjarlægir hana. Vonandi finn ég einhvern peningapoka næst,“ segir Guðmundur. Seltjarnarnes Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Eigendur hússins tóku við því fyrir tveimur vikum og hófu strax framkvæmdir. Framkvæmdir sem hafa undið upp á sig og á þeim tíma hafa forvitnilegir hlutir komið upp. Einn stendur þó upp úr. „Maður ætlar að opna eitt gólf og þá er einhver raki þar og þá eltir maður það og nú er húsið hreinlega orðið fokhelt. Þetta eru allskonar glaðningar hér og þar,“ segir Guðmundur. Eignin stendur við Miðbraut á Seltjarnarnesi og var byggð á sjöundaáratugnum. Guðmundur Ari Sigurjónsson gróf niður á byssuna þegar hann var í framkvæmdum við heimili sitt. Hann telur líklegt að hún hafi legið þar frá því húsið var byggt á árunum 1960-1965.Vísir/Sigurjón „Er svona hægt og rólega búinn að vera að taka hana í gegn. Hvert sinn sem maður opnar eitthvað lag þá birtist eitthvað þannig að framkvæmdin er aðeins búin að vaxa. Svo vorum við að drena hérna meðfram húsinu og bara í síðustu skóflunni í skurðinum þá birtist skammbyssa í skóflunni,“ segir Guðmundur. Guðmundur taldi í fyrstu að um leikfangabyssu væri að ræða en umgjörð hennar og þyngd benti til annars. Hann segir hana hafa verið lengi undir jarðveginum. „Hún var alveg ryðguð og djúpt í jarðvegi. Jarðvegurinn lítur allur eins út. Þannig að ég ætla gefa mér það að það sé allavega frá því að húsið var byggt ef ekki fyrr,“ segir Guðmundur. Sem var á árunum 1960-1965. Hann áttar sig ekki á tegund eða aldri. Guðmundur Ari Sigurjónsson stendur í miklum framkvæmdum við hús sem hann festi nýlega kaup á.Vísir/Sigurjón Kíki ekki á internetið til að reyna finna sögu byssunnar „Nei, maður er ekki nægilega mikill sérfræðingur í skotvopnum en þetta var svona einhver lítil og nett skammbyssa,“ segir Guðmundur. Guðmundur tilkynnti fundinn til lögreglu sem kom á vettvang í dag tók byssuna til skoðunar. Hann vonast til þess að fá byssuna aftur. „Ég vona að ég fái að eiga byssuna aftur svo maður gæti rammað hana inn í fasteigninni ef hún verður einhvern tímann tilbúin." Vonast eftir að finna peningapoka næst „Ég vona að ég fari að finna einhver verðmæti. Hingað til hefur þetta aðallega verið kostnaður og svo þessi byssa sem ég hélt að væru einhver verðmæti í að þá kemur lögreglan og fjarlægir hana. Vonandi finn ég einhvern peningapoka næst,“ segir Guðmundur.
Seltjarnarnes Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira