Gosið kom Kristínu á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2021 00:06 Rætt var við Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Gossprungan sem myndast hefur í eldgosinu í Geldingadal á Reykjanesskaga er 500 til 700 metra löng. Hraun rennur í tvær áttir, annars vegar til suðurs og hins vegar til vesturs. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, en rætt var við hana í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú fyrir skemmstu. Hún var þá nýlent eftir að hafa flogið yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Kristín segir ólíklegt að hraun komi til með að renna nálægt byggð eða að gosið hafi áhrif á innviði á svæðinu. Gosið sé ekki stórt enn sem komið er en það þurfi að bíða og sjá hvernig það þróast og fylgjast með. Jarðskjálftavirkni hefur verið töluvert minni við Fagradalsfjall undanfarna daga en vikurnar tvær á undan. Vísindamenn höfðu því talið að hugsanlega hefðu líkurnar á eldgosi dvínað. Aðspurð hvort það hafi komið á óvart að það byrjaði að gjósa svarar Kristín játandi. „Já, það gerði það en Páll Einarsson var búinn að tala um þeirra reynslu frá Kröflueldum sem var sú að það var einmitt sem það dró úr þessum merkjum sem við höfum séð að hefur dregið úr, þessari aflögun og skjálftavirkninni. Þegar maður heldur að allt sé að verða búið, það er þá sem þetta gerist. Þannig að ég hafði það svo sem alltaf í bakhöfðinu,“ segir Kristín. Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem urðu við Kröflu á árunum 1975 til 1984. Spurð út í hvort atburðirnir nú geti varað mjög lengi segir Kristín möguleika á ýmsu. Aftur á móti sé langlíklegast að gosið verði stutt og lítið. „Algengustu gosin standa yfir í einhverja daga eða nokkrar vikur þannig að það er líklegasta sviðsmyndin.“ Eins og áður segir flaug Kristín yfir gosstöðvarnar með þyrlu Gæslunnar í kvöld. Hún segir að þau hafi verið heppin þegar þau komu á staðinn þar sem það hafi aðeins létt til en það er búið að vera lágskýjað. „Við sáum þetta ansi vel. Það er auðvitað mikill bjarmi af gosinu og í þyrlunni þá opnuðum við hurðarnar og maður fann mikinn hita frá þessu. Það var auðvitað mjög magnað að sjá þetta,“ segir Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, en rætt var við hana í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú fyrir skemmstu. Hún var þá nýlent eftir að hafa flogið yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Kristín segir ólíklegt að hraun komi til með að renna nálægt byggð eða að gosið hafi áhrif á innviði á svæðinu. Gosið sé ekki stórt enn sem komið er en það þurfi að bíða og sjá hvernig það þróast og fylgjast með. Jarðskjálftavirkni hefur verið töluvert minni við Fagradalsfjall undanfarna daga en vikurnar tvær á undan. Vísindamenn höfðu því talið að hugsanlega hefðu líkurnar á eldgosi dvínað. Aðspurð hvort það hafi komið á óvart að það byrjaði að gjósa svarar Kristín játandi. „Já, það gerði það en Páll Einarsson var búinn að tala um þeirra reynslu frá Kröflueldum sem var sú að það var einmitt sem það dró úr þessum merkjum sem við höfum séð að hefur dregið úr, þessari aflögun og skjálftavirkninni. Þegar maður heldur að allt sé að verða búið, það er þá sem þetta gerist. Þannig að ég hafði það svo sem alltaf í bakhöfðinu,“ segir Kristín. Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem urðu við Kröflu á árunum 1975 til 1984. Spurð út í hvort atburðirnir nú geti varað mjög lengi segir Kristín möguleika á ýmsu. Aftur á móti sé langlíklegast að gosið verði stutt og lítið. „Algengustu gosin standa yfir í einhverja daga eða nokkrar vikur þannig að það er líklegasta sviðsmyndin.“ Eins og áður segir flaug Kristín yfir gosstöðvarnar með þyrlu Gæslunnar í kvöld. Hún segir að þau hafi verið heppin þegar þau komu á staðinn þar sem það hafi aðeins létt til en það er búið að vera lágskýjað. „Við sáum þetta ansi vel. Það er auðvitað mikill bjarmi af gosinu og í þyrlunni þá opnuðum við hurðarnar og maður fann mikinn hita frá þessu. Það var auðvitað mjög magnað að sjá þetta,“ segir Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira