„Jonni talar mikið, mjög mikið“ Atli Arason skrifar 20. mars 2021 20:34 Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur. Vísir/Bára Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, átti fínan leik í 74-51 sigri á Skallagrím. Katla setti niður 12 stig ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa eina stoðsendingu. „Ég er glöð, þetta var ógeðslega skemmtilegt. Það er langt síðan við spiluðum leik þar sem við nutum okkur jafn vel í einum leik,“ sagði Katla í viðtali eftir leik. Skallagrímur fekk alls 16 fleiri skot tilraunir umfram heimakonur en Keflavík náði ítrekað að þvinga Skallagrím í erfið skot sem gestirnir gátu ekki nýtt sér. Katla er viss um að sterkur varnarleikur Keflavíkur í leiknum hafi skilað þessum sigri. „Í fyrsta lagi var það vörnin okkar því skotnýtingin var ekki góð. Jonni var að segja mér að hittum alls fjórar þriggja stiga körfur í öllum leiknum.“ Jonni, þjálfari Keflavíkur, var líflegur á hliðarlínunni í dag eins og honum einum er lagið, skellihlæjandi og öskureiður til skiptis. Katla var spurð af því hvernig það væri fyrir leikmann að spila undir leiðsögn Jonna. „Það er mjög gaman. Jonni talar mikið, mjög mikið,“ segir Katla og hlær áður en hún heldur áfram, „en hann veit það alveg sjálfur og hann er samt ekkert að bulla. Við dýrkum hann allar. Ástæðan fyrir því að okkur gengur vel er þetta þjálfarateymi, Jonni og Hössi, þeir eru frábærir saman því þeir vega svo vel á móti hvorum öðrum. Þetta er að ganga ótrúlega vel, það er gaman á æfingum og hann er alltaf hress sama hvernig gengur hjá okkur. Jonni hefur óbilandi trú á okkur og lætur okkur trúa þessu sjálfar sem er bara geggjað. Geggjað að spila fyrir svona þjálfara,“ svaraði Katla með bros á vör. Það er stutt á milli stríða í deildinni þetta tímabilið. Keflavík og Skallagrímur eiga annað einvígi strax aftur á miðvikudaginn næsta í Borgarnesi. Katla kveðst spennt fyrir því að mæta þeim aftur. „Klárlega. Það er bara strax aftur á miðvikudaginn. Það er ekki mikið af pásum í þessu. Við erum búnar að spila allar helgar og alla miðvikudaga í þessum mánuði sem er bara gaman. Við erum ungar og ferskar þannig við erum bara spenntar,“ sagði Katla Rún Garðarsdóttir að lokum. Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
„Ég er glöð, þetta var ógeðslega skemmtilegt. Það er langt síðan við spiluðum leik þar sem við nutum okkur jafn vel í einum leik,“ sagði Katla í viðtali eftir leik. Skallagrímur fekk alls 16 fleiri skot tilraunir umfram heimakonur en Keflavík náði ítrekað að þvinga Skallagrím í erfið skot sem gestirnir gátu ekki nýtt sér. Katla er viss um að sterkur varnarleikur Keflavíkur í leiknum hafi skilað þessum sigri. „Í fyrsta lagi var það vörnin okkar því skotnýtingin var ekki góð. Jonni var að segja mér að hittum alls fjórar þriggja stiga körfur í öllum leiknum.“ Jonni, þjálfari Keflavíkur, var líflegur á hliðarlínunni í dag eins og honum einum er lagið, skellihlæjandi og öskureiður til skiptis. Katla var spurð af því hvernig það væri fyrir leikmann að spila undir leiðsögn Jonna. „Það er mjög gaman. Jonni talar mikið, mjög mikið,“ segir Katla og hlær áður en hún heldur áfram, „en hann veit það alveg sjálfur og hann er samt ekkert að bulla. Við dýrkum hann allar. Ástæðan fyrir því að okkur gengur vel er þetta þjálfarateymi, Jonni og Hössi, þeir eru frábærir saman því þeir vega svo vel á móti hvorum öðrum. Þetta er að ganga ótrúlega vel, það er gaman á æfingum og hann er alltaf hress sama hvernig gengur hjá okkur. Jonni hefur óbilandi trú á okkur og lætur okkur trúa þessu sjálfar sem er bara geggjað. Geggjað að spila fyrir svona þjálfara,“ svaraði Katla með bros á vör. Það er stutt á milli stríða í deildinni þetta tímabilið. Keflavík og Skallagrímur eiga annað einvígi strax aftur á miðvikudaginn næsta í Borgarnesi. Katla kveðst spennt fyrir því að mæta þeim aftur. „Klárlega. Það er bara strax aftur á miðvikudaginn. Það er ekki mikið af pásum í þessu. Við erum búnar að spila allar helgar og alla miðvikudaga í þessum mánuði sem er bara gaman. Við erum ungar og ferskar þannig við erum bara spenntar,“ sagði Katla Rún Garðarsdóttir að lokum.
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira