Samfylkingin þurfi „að spýta í lófana“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. mars 2021 18:45 Niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Sósíalistaflokkur Íslands mælist enn á ný inni á þingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Flokkur fólksins næði ekki inn á þing og fylgi Samfylkingar dalar. Könnunin byggir á tveimur mælingum sem gerðar voru á dögunum 15. til 25. febrúar og 11. til 18. mars. Svarendur voru 1.620 talsins. Fylgi stjórnarflokkannna helst nokkuð stöðugt á milli kannana; Sjálfstæðisflokkur með 21,8%, VG með 13,2% og Framsókn með 10,9%. Af þessum þremur bætir einungis Framsókn við sig milli kannana og fer úr 10,1% í 10,9%. Fylgi Pírata eykst aðeins, úr 10,6% í 12,1%, Viðreisn mælist með 12,1%, Samfylking með 13,7% og Miðflokkur með 6,1%. Fylgi Sósíalista eykst lítillega og mælist nú 5,7% en Flokkur fólksins mælist hins vegar aðeins 4,4% og því ekki inni á þingi. Fylgi Samfylkingar hefur dalað nokkuð samkvæmt síðustu könnunum. Það var 17,9% í desember og er nú komið niður í 13,7%. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, sagði í Víglínunni á Stöð 2 að þetta hlytu að vera vonbrigði þar sem flokkurinn hefur nú þegar sýnt á spilin og kynnt lista í einu helsta vígi flokksins í Reykjavík. „Það er erfitt að fullyrða eitthvað en ég gæti ímyndað mér að þetta séu vonbrigði fyrir forrystu flokksins og væntanlega þingmenn að flokkurinn hafi ekki notið þess að vera búinn að kynna framboðslistana í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Þar liggur styrkur Samfylkingarinnar, hérna á höfuðborgarsvæðinu og reyndar líka á Norðurlandi eystra. Það virðist vera sem flokksmenn þurfi að spýta í lófana ef þeir ætla að hífa þetta meira upp,“ sagði Stefanía í Víglínunni. Hún segir aðgreiningu flokka orðna erfiðari þegar svo margir séu komnir í flóruna. „Þeir geta farið að aðgreina sig með harðri orðræðu til þess að auka óángju í samfélaginu en forrystumenn gætu litið svo á að það sé óábyrgt eins og staðan er í þjóðfélaginu,“ sagði Stefanía og bætti við að margs konar áhyggjur vegna faraldurs, atvinnuleysis og jarðhræringa hvíli nú þegar á landsmönnum. Fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað nokkuð frá áramótum samkvæmt könnunum Maskínu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í Víglínunni ekki hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað eru þetta alltaf vísbendingar en við höfum fulla trúa á því að Samfylkingin eigi eftir að stækka. Ég held að það skipti máli að Samfylkingin verði öflug, annars vegar til þess að fella þessa ríkisstjórn og hins vegar til að að tryggja að hér verði mynduð félagshyggjustjórn með grænar áherslur eftir kosningar,“ sagði Logi. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, sagði ánægjulegt að mælast inni. Hann telur litlar sveiflur í könnunum bera þess merki að almenningur sé ekki mikið að pæla í pólitík þessa dagana og að breytingar gætu komið í ljós þegar nær dregur kosningum. Flokkurinn hefur enn ekki skipað í sæti á lista og Gunnar Smári sagðist ekki hafa ákveðið hvort hann muni gefa kost á sig. „Ég hef sagt að það hafi verið skorað á mig,“ sagði hann í Víglínunni. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, í Víglínunni á Stöð 2 í dag.vísir/Sigurjón Báðir útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn á næsta kjörtímabili. „Ég hef lýst því yfir sjálfur að Samfylkingin skuldi kjósendum það að við komum heiðarlega fram og segjum í hvaða ríkisstjórn við gætum unnið og með hvaða flokkum við gætum ekki unnið. Áskoranir næstu ára eru svo gríðarlegar að þú þarft samstíga ríkisstjórn sem deilir grunnhugmyndafræði og þess vegna höfum við útilokað samstarf með bæði Sjálfstæðisflokki og Miðflokki,“ sagði Logi og bætti við að atkvæði greitt Samfylkunnni væri besta tryggingin fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Ekki til að starfa með „auðvaldsflokkunum“ „Ég held að ég geti gert það án þess að það hafi verið tekið fyrir sérstaklega í Sósíalistaflokknum,“ sagði Gunnar Smári aðspurður um mögulegt samstarf með Sjálfstæðisflokknum. „Ég held að við séum ekki til að starfa með auðvaldsflokkunum. Og okkar lína er dregin skarpar. Við flokkum til dæmis Viðreisn sem auðvaldsflokk, sem berst fyrir hagsmunum hinna fáu en ekki almannahagsmunum, og þótt þeir séu að boða umbætur á kapítalsismanum viljum við ganga lengra,“ sagði Gunnar Smári og bætti við að samstarf Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokksins flæki valkostina á borðinu. „Það væri miklu betra að hafa hér rauða og bláa blokk eins og er í siðuðum löndum og kjósendur hefðu einhvern valkost um hvaða stefnu við tökum.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Könnunin byggir á tveimur mælingum sem gerðar voru á dögunum 15. til 25. febrúar og 11. til 18. mars. Svarendur voru 1.620 talsins. Fylgi stjórnarflokkannna helst nokkuð stöðugt á milli kannana; Sjálfstæðisflokkur með 21,8%, VG með 13,2% og Framsókn með 10,9%. Af þessum þremur bætir einungis Framsókn við sig milli kannana og fer úr 10,1% í 10,9%. Fylgi Pírata eykst aðeins, úr 10,6% í 12,1%, Viðreisn mælist með 12,1%, Samfylking með 13,7% og Miðflokkur með 6,1%. Fylgi Sósíalista eykst lítillega og mælist nú 5,7% en Flokkur fólksins mælist hins vegar aðeins 4,4% og því ekki inni á þingi. Fylgi Samfylkingar hefur dalað nokkuð samkvæmt síðustu könnunum. Það var 17,9% í desember og er nú komið niður í 13,7%. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, sagði í Víglínunni á Stöð 2 að þetta hlytu að vera vonbrigði þar sem flokkurinn hefur nú þegar sýnt á spilin og kynnt lista í einu helsta vígi flokksins í Reykjavík. „Það er erfitt að fullyrða eitthvað en ég gæti ímyndað mér að þetta séu vonbrigði fyrir forrystu flokksins og væntanlega þingmenn að flokkurinn hafi ekki notið þess að vera búinn að kynna framboðslistana í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Þar liggur styrkur Samfylkingarinnar, hérna á höfuðborgarsvæðinu og reyndar líka á Norðurlandi eystra. Það virðist vera sem flokksmenn þurfi að spýta í lófana ef þeir ætla að hífa þetta meira upp,“ sagði Stefanía í Víglínunni. Hún segir aðgreiningu flokka orðna erfiðari þegar svo margir séu komnir í flóruna. „Þeir geta farið að aðgreina sig með harðri orðræðu til þess að auka óángju í samfélaginu en forrystumenn gætu litið svo á að það sé óábyrgt eins og staðan er í þjóðfélaginu,“ sagði Stefanía og bætti við að margs konar áhyggjur vegna faraldurs, atvinnuleysis og jarðhræringa hvíli nú þegar á landsmönnum. Fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað nokkuð frá áramótum samkvæmt könnunum Maskínu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í Víglínunni ekki hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað eru þetta alltaf vísbendingar en við höfum fulla trúa á því að Samfylkingin eigi eftir að stækka. Ég held að það skipti máli að Samfylkingin verði öflug, annars vegar til þess að fella þessa ríkisstjórn og hins vegar til að að tryggja að hér verði mynduð félagshyggjustjórn með grænar áherslur eftir kosningar,“ sagði Logi. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, sagði ánægjulegt að mælast inni. Hann telur litlar sveiflur í könnunum bera þess merki að almenningur sé ekki mikið að pæla í pólitík þessa dagana og að breytingar gætu komið í ljós þegar nær dregur kosningum. Flokkurinn hefur enn ekki skipað í sæti á lista og Gunnar Smári sagðist ekki hafa ákveðið hvort hann muni gefa kost á sig. „Ég hef sagt að það hafi verið skorað á mig,“ sagði hann í Víglínunni. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, í Víglínunni á Stöð 2 í dag.vísir/Sigurjón Báðir útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn á næsta kjörtímabili. „Ég hef lýst því yfir sjálfur að Samfylkingin skuldi kjósendum það að við komum heiðarlega fram og segjum í hvaða ríkisstjórn við gætum unnið og með hvaða flokkum við gætum ekki unnið. Áskoranir næstu ára eru svo gríðarlegar að þú þarft samstíga ríkisstjórn sem deilir grunnhugmyndafræði og þess vegna höfum við útilokað samstarf með bæði Sjálfstæðisflokki og Miðflokki,“ sagði Logi og bætti við að atkvæði greitt Samfylkunnni væri besta tryggingin fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Ekki til að starfa með „auðvaldsflokkunum“ „Ég held að ég geti gert það án þess að það hafi verið tekið fyrir sérstaklega í Sósíalistaflokknum,“ sagði Gunnar Smári aðspurður um mögulegt samstarf með Sjálfstæðisflokknum. „Ég held að við séum ekki til að starfa með auðvaldsflokkunum. Og okkar lína er dregin skarpar. Við flokkum til dæmis Viðreisn sem auðvaldsflokk, sem berst fyrir hagsmunum hinna fáu en ekki almannahagsmunum, og þótt þeir séu að boða umbætur á kapítalsismanum viljum við ganga lengra,“ sagði Gunnar Smári og bætti við að samstarf Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokksins flæki valkostina á borðinu. „Það væri miklu betra að hafa hér rauða og bláa blokk eins og er í siðuðum löndum og kjósendur hefðu einhvern valkost um hvaða stefnu við tökum.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent