Fótbolti

Gylfi Þór dregur sig úr landsliðshópnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gylfi Þór verður ekki með landsliðinu í leikjunum þremur í Undankeppni HM í mars.
Gylfi Þór verður ekki með landsliðinu í leikjunum þremur í Undankeppni HM í mars. Vísir/Vilhelm

Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með íslenska landsliðinu sem spilar þrjá leiki í Undankeppni HM í lok mánaðarins. KSÍ greinir frá þessu á Twitter síðu sinni.

Gylfi Þór og eiginkona hans, Alexandra Ívarsdóttir, eiga von á sínu fyrsta barni á næstunni og því hefur Gylfi dregið sig úr landsliðshópnum. 

Íslenska landsliðið mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM, en fyrsti leikurinn er gegn Þýskalandi á fimmtudaginn.

Arnar Þór Viðarson valdi á dögunum 25 manna hóp sem átti að taka þátt í þessu verkefni en Björn Bergmann Sigurðarson hefur einnig dregið sig úr hópnum.

Ekki er fyrirhugað að bæta við leikönnum í stað Gylfa og Björns sem detta út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×