Starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 í gær Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2021 14:54 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Sigurjón Starfsmaður Landspítala er meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær og eru innan við tíu samstarfsmenn nú komnir í sóttkví vegna þessa. Ekki er talið að smitið muni hafa teljandi áhrif á starfsemi spítalans. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Hann segir að starfsmaðurinn vinni á rannsóknarsviði spítalans og enginn sjúklingur hafi verið útsettur fyrir smiti. Að sögn Más hafa á bilinu sjö til níu starfsmenn verið sendir í sóttkví. Már sat fund farsóttarnefndar Landspítala í hádeginu þar sem meðal annars var rætt að færa starfsemi spítalans á hærra viðbúnaðarstig í ljósi stöðunnar, af óvissustigi yfir á hættustig. „Miðað við gögnin sem við höfum á þessari stundu þá fannst okkur ekki ástæða til þess en það kann að breytast ef verkefnastaðan breytist á spítalanum.“ Staðan geti ávallt breyst hratt Þrír sjúklingar eru nú með virkt smit inni á Landspítala en ekki hefur þurft að leggja inn neinn af þeim tíu skipverjum sem hafa greinst um borð í súrálsskipinu sem liggur við höfn á Reyðarfirði. Nítján voru um borð í skipinu sem kom frá Brasilíu og sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. Már veltir því upp að staðan á spítalanum gæti breyst ef einhverjir þeirra þarfnist skyndilega sjúkrahúsvistar. „Okkar hlutverk er að velta upp möguleikum og vera þá í stakk búinn ef við þurfum.“ Viðbúnaðarstig spítalans verði því endurmetið reglulega næstu daga. Fimm einstaklingar greindust innanlands með Covid-19 í gær en alls hafa sjö greinst síðustu þrjá sólarhringa. Þrír þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir sem greindust um helgina voru í sóttkví. Alls greindust 26 kórónuveirusmit frá föstudegi til sunnudags, þar af sjö innanlands og nítján smit við landamærin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Hann segir að starfsmaðurinn vinni á rannsóknarsviði spítalans og enginn sjúklingur hafi verið útsettur fyrir smiti. Að sögn Más hafa á bilinu sjö til níu starfsmenn verið sendir í sóttkví. Már sat fund farsóttarnefndar Landspítala í hádeginu þar sem meðal annars var rætt að færa starfsemi spítalans á hærra viðbúnaðarstig í ljósi stöðunnar, af óvissustigi yfir á hættustig. „Miðað við gögnin sem við höfum á þessari stundu þá fannst okkur ekki ástæða til þess en það kann að breytast ef verkefnastaðan breytist á spítalanum.“ Staðan geti ávallt breyst hratt Þrír sjúklingar eru nú með virkt smit inni á Landspítala en ekki hefur þurft að leggja inn neinn af þeim tíu skipverjum sem hafa greinst um borð í súrálsskipinu sem liggur við höfn á Reyðarfirði. Nítján voru um borð í skipinu sem kom frá Brasilíu og sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. Már veltir því upp að staðan á spítalanum gæti breyst ef einhverjir þeirra þarfnist skyndilega sjúkrahúsvistar. „Okkar hlutverk er að velta upp möguleikum og vera þá í stakk búinn ef við þurfum.“ Viðbúnaðarstig spítalans verði því endurmetið reglulega næstu daga. Fimm einstaklingar greindust innanlands með Covid-19 í gær en alls hafa sjö greinst síðustu þrjá sólarhringa. Þrír þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir sem greindust um helgina voru í sóttkví. Alls greindust 26 kórónuveirusmit frá föstudegi til sunnudags, þar af sjö innanlands og nítján smit við landamærin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15
Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29
Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46