Spá 700 þúsund ferðamönnum í ár Sylvía Hall skrifar 22. mars 2021 20:54 Spáin byggir á því að nýjum smitum fækki samhliða bólusetningum. Vísir/Vilhelm Þjóðhagsspá sem kom út í dag samhliða útgáfu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar spáir um 700 þúsund ferðamönnum hingað til lands í ár. Fjármálaráðherra segir bólusetningar þar lykilatriði og að gangur þeirra muni skera úr um hvort spárnar rætist. Ferðamönnum fækkaði um 76 prósent á síðasta ári og fóru úr tæpum tveimur milljónum árið 2019 niður í tæplega hálfa milljón í fyrra. Að því er fram kemur í þjóðhagsspá hafa horfur fyrir árið í ár versnað frá síðustu spá en þó er búist við um 700 þúsund ferðamönnum. „Ég held að þetta muni á endanum ráðast af nokkrum lykilþáttum. Þetta ræðst af því hversu hratt okkur tekst að bólusetja okkar landsmenn, hversu hratt öðrum þjóðum tekst að bólusetja hjá sér og hversu hratt flugleiðirnar opnast,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um spána í dag eftir að fjármálaáætlun var kynnt. Spáin byggir á því að nýjum smitum fækki samhliða bólusetningum. Óvissan er þó enn mikil og áætlað að ferðamönnum fjölgi ekki fyrr en upp úr miðju sumri. Ferðamennirnir geti orðið 1,3 milljónir á næsta ári og jafnvel fleiri ef bólusetningum miðar betur en áætlað er. Ferðaþjónustan muni svo ná fyrri styrk á árunum 2023-2024. Bjarni segist sannfærður um að ferðamenn vilji byrja að ferðast aftur á nýjan leik um leið og tækifærið gefst. Ísland standi vel hvað það varðar, enda hafi Ísland marga eftirsóknarverða kosti sem geti haft mikið aðdráttarafl. „Fólk vill fara að ferðast að nýju. Ég held meira að segja að Ísland sé með samkeppnislegt forskot í því samhengi vegna þess að við höfum upp á margt að bjóða sem kannski hefur komist enn frekar og framar í forgangsröð hjá fólki vegna veirunnar og þessa heimsfaraldurs.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49 Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Ferðamönnum fækkaði um 76 prósent á síðasta ári og fóru úr tæpum tveimur milljónum árið 2019 niður í tæplega hálfa milljón í fyrra. Að því er fram kemur í þjóðhagsspá hafa horfur fyrir árið í ár versnað frá síðustu spá en þó er búist við um 700 þúsund ferðamönnum. „Ég held að þetta muni á endanum ráðast af nokkrum lykilþáttum. Þetta ræðst af því hversu hratt okkur tekst að bólusetja okkar landsmenn, hversu hratt öðrum þjóðum tekst að bólusetja hjá sér og hversu hratt flugleiðirnar opnast,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um spána í dag eftir að fjármálaáætlun var kynnt. Spáin byggir á því að nýjum smitum fækki samhliða bólusetningum. Óvissan er þó enn mikil og áætlað að ferðamönnum fjölgi ekki fyrr en upp úr miðju sumri. Ferðamennirnir geti orðið 1,3 milljónir á næsta ári og jafnvel fleiri ef bólusetningum miðar betur en áætlað er. Ferðaþjónustan muni svo ná fyrri styrk á árunum 2023-2024. Bjarni segist sannfærður um að ferðamenn vilji byrja að ferðast aftur á nýjan leik um leið og tækifærið gefst. Ísland standi vel hvað það varðar, enda hafi Ísland marga eftirsóknarverða kosti sem geti haft mikið aðdráttarafl. „Fólk vill fara að ferðast að nýju. Ég held meira að segja að Ísland sé með samkeppnislegt forskot í því samhengi vegna þess að við höfum upp á margt að bjóða sem kannski hefur komist enn frekar og framar í forgangsröð hjá fólki vegna veirunnar og þessa heimsfaraldurs.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49 Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49