Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. mars 2021 15:29 Ljósmyndarinn Ari Magg náði þessari flottu mynd af Birni Steinbekk með drónann við gosið. Myndin til hægri er skáskot úr drónamyndbandi Björns. Samsett/Ari Magg-Björn Steinbekk Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. Eitt af myndböndum Björns hefur svo sannarlega vakið heimsathygli en þar flýgur hann drónanum það nálægt gosgígnum að dróninn endar á að fljúga inn í hraunsletturnar. Það má eiginlega segja að drónanum hafi verið flogið inn í eldgos. „Fólk trúir því ekki að dróninn hafi actually lifað þetta af,“ sagði Björn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag. Björn segir að hann hafi sjálfur haldið að hann myndi aldrei sjá þennan dróna aftur. Björn tók tvo dróna með sér að gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall en umræddur dróni er svokallaður „racer“ dróni og fylgja honum sérstök sýndarveruleikagleraugu. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Flogið yfir gíginn - Drónamyndband eftir Björn Steinbekk Þegar þetta er skrifað hafa yfir tvöhundruð þúsund horft á myndbandið á Youtube rás Björns – Bjorn Steinbekk – A guy with a drone. Myndbandinu hefur einnig verið dreift á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum. „Allavega veit ég um 40 eða 50 sjónvarpsstöðvar út um allan heim að sýna þetta í gær,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá eitt myndband frá Birni sem birtist hér á Vísi um helgina. Klippa: Eldgosið fangað úr lofti Æfði sig á golfvelli Fyrirtæki í eigu Murdock fjölskyldunnar sér nú um dreyfingu og sölu á myndbandinu fyrir Björn, en hann hafði fengið þúsundir skilaboða og fyrirspurna auk viðtalsbeiðna á samfélagsmiðlum í tengslum við myndefnið hans frá gosstöðvunum. „Ég var löngu búinn að ákveða að gera þetta. Það er langt síðan ég ákvað að ef að það yrði eldgos, þá ætlaði ég að fljúga drónanum eins nálægt og ég gæti og ég var bara heppinn að vera kominn með þennan dróna.“ Hér fyrir neðan má sjá nýtt myndband frá gosinu sem Björn birti fyrr í dag. Björn var búinn að æfa sig stíft með því að fljúga á golfvelli. Hann hafði svo aðstoðarmann með sér við eldgosið sem tryggði að hann færi ekki of nálægt rauðglóandi þegar hann var með VR gleraugun á sér á meðan hann flaug drónanum. „Ég spilaði ótrúlega mikið Playstation, það hjálpar alveg ótrúlega mikið“ segir Björn líka um það hvernig hann varð svona góður í drónaflugi. Hann birtir einnig fjölmörg myndbönd á Instagram-síðu sinni. Viðtalið við Björn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Bítið Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Eitt af myndböndum Björns hefur svo sannarlega vakið heimsathygli en þar flýgur hann drónanum það nálægt gosgígnum að dróninn endar á að fljúga inn í hraunsletturnar. Það má eiginlega segja að drónanum hafi verið flogið inn í eldgos. „Fólk trúir því ekki að dróninn hafi actually lifað þetta af,“ sagði Björn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag. Björn segir að hann hafi sjálfur haldið að hann myndi aldrei sjá þennan dróna aftur. Björn tók tvo dróna með sér að gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall en umræddur dróni er svokallaður „racer“ dróni og fylgja honum sérstök sýndarveruleikagleraugu. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Flogið yfir gíginn - Drónamyndband eftir Björn Steinbekk Þegar þetta er skrifað hafa yfir tvöhundruð þúsund horft á myndbandið á Youtube rás Björns – Bjorn Steinbekk – A guy with a drone. Myndbandinu hefur einnig verið dreift á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum. „Allavega veit ég um 40 eða 50 sjónvarpsstöðvar út um allan heim að sýna þetta í gær,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá eitt myndband frá Birni sem birtist hér á Vísi um helgina. Klippa: Eldgosið fangað úr lofti Æfði sig á golfvelli Fyrirtæki í eigu Murdock fjölskyldunnar sér nú um dreyfingu og sölu á myndbandinu fyrir Björn, en hann hafði fengið þúsundir skilaboða og fyrirspurna auk viðtalsbeiðna á samfélagsmiðlum í tengslum við myndefnið hans frá gosstöðvunum. „Ég var löngu búinn að ákveða að gera þetta. Það er langt síðan ég ákvað að ef að það yrði eldgos, þá ætlaði ég að fljúga drónanum eins nálægt og ég gæti og ég var bara heppinn að vera kominn með þennan dróna.“ Hér fyrir neðan má sjá nýtt myndband frá gosinu sem Björn birti fyrr í dag. Björn var búinn að æfa sig stíft með því að fljúga á golfvelli. Hann hafði svo aðstoðarmann með sér við eldgosið sem tryggði að hann færi ekki of nálægt rauðglóandi þegar hann var með VR gleraugun á sér á meðan hann flaug drónanum. „Ég spilaði ótrúlega mikið Playstation, það hjálpar alveg ótrúlega mikið“ segir Björn líka um það hvernig hann varð svona góður í drónaflugi. Hann birtir einnig fjölmörg myndbönd á Instagram-síðu sinni. Viðtalið við Björn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Bítið Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira