Bale stefnir á að snúa aftur til Real Madrid þegar tímabilinu lýkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. mars 2021 07:01 Gareth Bale stefnir ekki á að leika með Tottenham á næstu leiktíð. EPA-EFE/Neil Hall Gareth Bale er sem stendur á láni hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur. Hann stefnir þó á að snúa aftur til Spánarmeistara Real Madrid þegar lánsdvöl hans lýkur, það er eftir Evrópumótið sem fram fer í sumar. Hinn 31 árs gamli Walesverji hefur skorað tíu mörk í 25 leikjum fyrir Tottenham til þessa á leiktíðinni. Samningur Bale við Madrídar-liðið gildir hins vegar til sumarsins 2022 og því stefnir hann á að snúa aftur til höfuðborgar Spánar þegar EM lýkur í sumar. Þetta kom allt fram í viðtali Bale við Sky Sports í gær. „Þetta truflar mig ekki neitt. Aðal ástæðan fyrir því að ég kom til Spurs á þessu tímabili var fyrst og fremst til að spila fótbolta. Ég vildi vera í leikæfingu þegar Evrópumótið færi af stað. Planið var alltaf að leika eitt tímabil með Spurs og eftir EM á ég enn ár eftir af samning hjá Real.“ Gareth Bale plans to end his Tottenham stay at the end of the season and return to Real Madrid— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 23, 2021 Um komandi landsleiki Wales mætir Belgíu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.35 í kvöld. Bale segist vera í betri leikæfingu en oft áður. „Mér líður mjög vel og er klár í slaginn. Hvað varðar leikæfingu þá er þetta með því besta sem ég hef verið í undanfarin ár. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga nægilega vel hjá félagsliðinu þá finnst mér gott að komast aðeins frá því andrúmslofti, það skiptir mái andlega og getur haft góð áhrif.“ „Við einbeitum okkur að þessum leikjum fyrir Wales enda eru þeir mjög mikilvægir fyrir okkur. Við gleymum aðeins lífinu hjá félagsliðum og einbeitum okkur aðeins að þessu verkefni.“ Bale þráir fátt meira en að komast á HM. Hann myndi fórna einum af verðlaunapeningunum sem hann fékk fyrir að vinna Meistaradeild Evrópu með Real Madrid ef hann fengi í staðinn að spila á HM 2022 í Katar. „Þetta gæti verið síðasta skipti sem mín kynslóð fær tækifæri til að tryggja sér sæti á HM. Við höfum ekki gert það sem þjóð í langan tíma en það er eitthvað sem öllum leikmönnum dreymir um. Við munum gefa allt sem við eigum í til þess að láta þann draum verða að veruleika,“ sagði Bale að lokum. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Walesverji hefur skorað tíu mörk í 25 leikjum fyrir Tottenham til þessa á leiktíðinni. Samningur Bale við Madrídar-liðið gildir hins vegar til sumarsins 2022 og því stefnir hann á að snúa aftur til höfuðborgar Spánar þegar EM lýkur í sumar. Þetta kom allt fram í viðtali Bale við Sky Sports í gær. „Þetta truflar mig ekki neitt. Aðal ástæðan fyrir því að ég kom til Spurs á þessu tímabili var fyrst og fremst til að spila fótbolta. Ég vildi vera í leikæfingu þegar Evrópumótið færi af stað. Planið var alltaf að leika eitt tímabil með Spurs og eftir EM á ég enn ár eftir af samning hjá Real.“ Gareth Bale plans to end his Tottenham stay at the end of the season and return to Real Madrid— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 23, 2021 Um komandi landsleiki Wales mætir Belgíu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.35 í kvöld. Bale segist vera í betri leikæfingu en oft áður. „Mér líður mjög vel og er klár í slaginn. Hvað varðar leikæfingu þá er þetta með því besta sem ég hef verið í undanfarin ár. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga nægilega vel hjá félagsliðinu þá finnst mér gott að komast aðeins frá því andrúmslofti, það skiptir mái andlega og getur haft góð áhrif.“ „Við einbeitum okkur að þessum leikjum fyrir Wales enda eru þeir mjög mikilvægir fyrir okkur. Við gleymum aðeins lífinu hjá félagsliðum og einbeitum okkur aðeins að þessu verkefni.“ Bale þráir fátt meira en að komast á HM. Hann myndi fórna einum af verðlaunapeningunum sem hann fékk fyrir að vinna Meistaradeild Evrópu með Real Madrid ef hann fengi í staðinn að spila á HM 2022 í Katar. „Þetta gæti verið síðasta skipti sem mín kynslóð fær tækifæri til að tryggja sér sæti á HM. Við höfum ekki gert það sem þjóð í langan tíma en það er eitthvað sem öllum leikmönnum dreymir um. Við munum gefa allt sem við eigum í til þess að láta þann draum verða að veruleika,“ sagði Bale að lokum.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira