Breyttar sóttvarnarreglur á Spáni þýða að útileikir ensku liðanna í Evrópukeppnunum í apríl verða venjulegir útileikir en ekki spilaðir á hlutlausum velli.
Evrópuleikir Manchester United og Liverpool verða því spilaðir á Spáni en Liverpool heimsækir Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Manchester United spilar við Granada í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Liverpool and Man Utd WILL play the away legs of their Champions League and Europa League quarter finals in Spain https://t.co/DKoFbXuYBe
— MailOnline Sport (@MailSport) March 23, 2021
Spænska ríkisstjórnin hafði 22. desember síðastlipinn sett ferðabann á fólk komandi frá Bretlandi vegna breska afbrigðis kórónuveirunnar en spænsk stjórnvöld ætla nú að fella það ferðabann úr gildi.
Samskonar ferðabann er í gildi í Þýskalandi. Þetta tvennt varð til þess að Atletico Madrid spilaði heimaleik sinn á móti Chelsea í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Búkarest í Rúmeníu, Manchester United mætti spænska liðinu Real Sociedad í Torino á Ítalíu og báðir leikir Liverpool og RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fóru fram í Búdapest í Ungverjalandi.
Spanish government make key decision #LFC https://t.co/OOGvmBlzIF
— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) March 23, 2021
Ferðabann frá Bretlandi fellur úr gildi 30. mars næstkomandi eða í tíma fyrir leikina. Real Madrid tekur á móti Liverpool á Alfredo di Stefano leikvanginum 6. apríl og tveimur dögum seinna mætir Manchester United liði Granada á Nuevo Los Carmenes leikvanginum á suður Spáni.